Erlent

Sextán ára piltur myrtur af vampíru-söfnuði

Bela Lugosi í hlutverki sínu sem drakúlagreifinn Mora, Með honum er Carroll Borland. Þau eru líklega það sem mætti kalla gamaldagsvampírur. Sem Pistey segist þó ekki vera.
Bela Lugosi í hlutverki sínu sem drakúlagreifinn Mora, Með honum er Carroll Borland. Þau eru líklega það sem mætti kalla gamaldagsvampírur. Sem Pistey segist þó ekki vera.
Átján ára stúlka sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina WBBH-TV að hún væri vampíra og hefði oft drukkið blóð úr unnusta sínum. Stúlkan, sem heitir Stephanie Pistey, hefur verið ákærð fyrir að lokka sextán ára gamlan dreng inn á heimili í Flórída í júlí síðastliðnum, þar sem hann var laminn til bana af fjórum félögum stúlkunnar.

Árásin dró piltinn til dauða.

Lögregluna grunaði að stúlkan hefði lokkað drenginn inn á heimilið og þegar þangað var komið ásakaði hún hann um nauðgun með þeim afleiðingum að mennirnir, meðal annars unnusti stúlkunnar, sem er 25 ára gamall, lömdu hann til dauða. Þá eiga þeir að hafa drukkið blóð úr líki drengsins.

Framburður stúlkunnar hefur orðið til þess að lögregluna grunar að fimmenningarnir séu hluti af einhverskonar vampíru-söfnuði.

Stúlkan sagði í viðtalinu að hún hefði upplifað sig sem vampíru síðan hún var tólf ára gömul. Hún líti á sig sem nútímaútgáfu af Drakúla.

Stúlkan, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, sagði í viðtalinu að hún gerði sér grein fyrir því nú að hún myndi eyða ævinni í fangelsi.

Þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem íbúar í Flórída verða fyrir árás fólks sem telja sig vampírur. Þannig var sagt frá því í heimspressunni fyrir nokkrum vikum síðan að andlega veik kona hefði ráðist á eldri borgara og reynt að sjúga úr honum blóðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×