Erlent

Setja kvóta á fjölda sms-skilaboða

Stjórnvöld í Indlandi hafa sett kvóta á fjölda SMS sendinga almennings. Samkvæmt nýju reglunum getur hver og einn farsímanotandi ekki sent fleiri en 100 SMS skilaboð úr símanum sínum á hverjum degi. Reglurnar eru kærkomnar fyrir þær milljónir Indverja sem á síðustu misserum hafa þurft að sætta sig við auglýsingaflóð í formi SMS skilaboða á hverjum degi frá fyrirtækjum sem reyna að selja allt frá megrunarlyfjum og yfir í fasteignir. Indverski farsímamarkaðurinn er í mesta vexti allra símamarkaða í heiminum í dag og telja farsímaeigendur í Indlandi 700 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×