Erlent

Lést í sjálfsprottnum bruna

Sjálfsprottin bruni.
Sjálfsprottin bruni.
Það muna kannski margir eftir trommaranum í grínheimildarmyndinni um rokkhljómsveitina Spinal Tap. Þar lýsti söngvari hljómsveitarinnar vandræðum með að halda í trommara sem virtust deyja með ólíklegasta hætti. Meðal annars lést einn þeirra í sjálfsprottnum bruna.

Þrátt fyrir að þetta sé dauðdagi sem virðist með ólíkindum þá gerist það engu að síður oftsinnis að fólk deyr vegna sjálfsprottins bruna. Það kviknar einfaldlega í fólki. Og enginn veit af hverju.

Þannig fannst 76 ára gamall Íri látinn í síðustu viku. Lík hans var brunnið og af ummerkjum að dæma mátti vera ljóst að það kviknaði í manninum. Ekkert benti þó til þess að það hefði verið kveikt í honum, hvorki með bensíni eða öðrum hætti.

Samkvæmt írska meinafræðingnum Dr. Ciaran McLoughlin þá er þetta fyrsta dauðsfallið vegna sjálfsprottins bruna í Írlandi í 25 ár.

Fyrirbærið hefur nokkrum sinnum verið notað í skáldskap. Meðal annars lést Hlemmi í þættinum Hlemmavídeó, sem var sýndur á Stöð 2 á síðasta ári, með þessum hætti.

Þá lést persóna í sögunni Bleak House eftir Charles Dickens úr sjálfsprottnum bruna. Sú saga var skrifuð árið 1853.

Fyrirbærið hefur ekki verið rannsakað ítarlega. Þá er ekki vitað hversu margir hafa látist með þessum hætti. Þó er talið að hundruð manna hafi látist eftir að það kviknaði einfaldlega í þeim.

Hægt er að lesa um Írann í Daily Mail hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×