Fleiri fréttir Íbúar í Houston velja samkynhneigðan borgarstjóra Annise Parker hefur verið kjörin borgarstjóri í Houston í Texasfylki í Bandaríkjunum. Parker hlaut 53,6% atkvæða. 13.12.2009 10:17 Nær allir mótmælendurnir látnir lausir Alls voru 968 mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn í gær í tengslum við loftslagsráðstefnuna. 13.12.2009 08:01 Tugir þúsunda mótmæltu í Kaupmannahöfn Tug þúsundir mótmælenda gengu um götur Kaupmannahafnar í Danmörku í dag í mótmælum vegna loftlagsráðstefnunnar sem fram fer þar í borg. Fulltrúar iðnríkja heimsins ræða á ráðstefnunni um drög að samkomulagi til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum. Mótmælendurnir vilja að iðnríkin grípi sem fyrst til aðgerða sem gætu orðið til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. 12.12.2009 16:46 Blair svarar fyrir Íraksstríðið Það hefði verið rétt að taka Saddam Hussein úr umferð jafnvel þótt engar sannanir hefðu verið fyrir því að hann byggi yfir gereyðingarvopnum, segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. 12.12.2009 13:38 Tiger tekur frí frá atvinnumennsku Golfarinn heimsþekkti Tiger Woods hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá atvinnumennskunni í golfi til að sinna vandamálum í einkalífinu. 12.12.2009 09:27 Torveldar gerð samkomulags Ísraelsþing hefur til meðferðar frumvarp að lögum um að bera þurfi undir þjóðaratkvæðagreiðslu friðarsamkomulag við Palestínumenn, ef það felur í sér að Ísraelar gefi eftir yfirráð sín í austurhluta Jerúsalemborgar eða á Gólanhæðum. 12.12.2009 06:15 Tillögur um mikinn samdrátt Ríki heims verða helst að hætta alveg losun gróðurhúsalofttegunda, eða að minnsta kosti að minnka losunina um helming fyrir árið 2050, samkvæmt drögum að samkomulagstexta sem dreift var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær. 12.12.2009 06:00 Semja um herlið til Póllands Fulltrúar Bandaríkjanna og Póllands hafa undirritað samkomulag um að Bandaríkin sendi bæði herlið og herbúnað til Póllands. 12.12.2009 05:30 Þróunarríkin fá fjárstuðning Leiðtogar hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu sér í gær saman um að verja 2,4 milljónum evra á ári næstu þrjú ár til að hjálpa þróunarríkjum að taka þátt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þessi upphæð samsvarar um 450 milljónum króna á ári. 12.12.2009 05:15 Hneykslaður á írsku kirkjunni Benedikt 16. páfi ætlar að skrifa kaþólsku kirkjunni á Írlandi bréf þar sem hann mun lýsa því hvernig bregðast eigi við upplýsingum um að sumir írskir prestar hafi áratugum saman níðst á börnum og biskupar kirkjunnar á Írlandi hafi hylmt yfir. 12.12.2009 05:00 Fjörutíu handteknir í Kaupmannahöfn Um tvö hundruð mótmælendur voru á götum miðborgar Kaupmannahafnar í gær þar sem forstjórar stórfyrirtækja funduðu um loftslagsmál. Fundur þeirra var ekki á opinberri dagskrá loftslagsráðstefnunnar en tengdur henni, líkt og fjöldi annarra. Mótmælendur börðu bumbur og hrópuðu að forstjórunum. 12.12.2009 04:30 Mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn Til þessa hefur verið friðsamlegt í kringum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn en óttast var að fjöldamótmæli og slagsmál settu svip sinn á ráðstefnuna sem hófst á mánudag. Í dag kom loks til átaka á milli lögreglu og mótmælenda og voru 68 handteknir. Lögreglan segir þó að þetta hafi ekki verið mikil læti og menn hafi aðallega verið handteknir í forvarnarskyni. 11.12.2009 19:45 Kexruglaður karfi Bandaríkjamenn hafa talsverðar áhyggjur af asískum vatnakarfa sem fluttur var til landsins til þess að hreinsa fiskitjarnir og úrgangstjarnir í suðurríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. 11.12.2009 15:22 Foreldrar Madeleine í Portúgal Foreldrar týndu telpunnar Madeleine McCann eru komnir til Portúgals vegna málaferla þeirra gegn lögregluforingjanum sem í upphafi stýrði rannsókn á máli dóttur þeirra. 11.12.2009 09:51 Óprúttnir leðurblökumenn á ferð í London Óskammfeilinn hópur ræningja notfærir sér verndarsvæði fyrir leðurblökur við Regent´s canal í London til að ræna vegfarendur í skjóli myrkurs en svæðið er óupplýst af tillitsemi við leðurblökurnar sem þar dveljast. 11.12.2009 08:10 Bresk geimferðastofnun væntanleg Bretar hyggjast setja á stofn sína eigin geimferðamiðstöð hvað sem öllum niðurskurði líður. 11.12.2009 07:51 Sjóræningjar slepptu skipi eftir sjö mánuði Sómalskir sjóræningar létu í gær af hendi úkraínska flutningaskipið Ariana með 24 manna áhöfn eftir að þeir fengu tvær og hálfa milljón dollara í lausnarfé. 11.12.2009 07:30 Aftöku Brooms frestað aftur Dómari í Ohio hefur aftur frestað aftöku Romell Broom sem dæmdur var til dauða fyrir 25 árum og hefur beðið aftöku síðan. Aftöku Broom var frestað í september þegar aftökusveitinni tókst engan veginn að finna í honum nægilega burðuga æð til að sprauta í lyfjunum sem notuð eru við aftöku. 11.12.2009 07:29 Íranar grunaðir um að lauma tækjum gegnum Taívan Embættismenn Sameinuðu þjóðanna rannsaka nú vísbendingar um að Íranar noti fyrirtæki í Taívan til að smygla búnaði í kjarnorkusprengjur til Írans. 11.12.2009 07:26 Fundi Gates og al-Maliki aflýst Fundi Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem halda átti í gærkvöldi, var aflýst með stuttum fyrirvara. 11.12.2009 07:23 Pútín ræðst gegn spillingu Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi ætla að taka rækilega til í stjórnkerfi landsins og uppræta þá spillingu sem þar þrífst. 11.12.2009 07:21 Barnaklámshringur upprættur Evrópska lögreglan Europol hefur greint frá því að tekist hafi að uppræta barnaklámshring á Netinu. Kennsl hafa verið borin á fimm fórnarlömb, börn á aldrinum fjögurra til tólf ára. Einnig hafa verið borin kennsl á 221 kynferðisafbrotamann, og 115 hafa nú þegar verið handteknir. 11.12.2009 05:00 Hlýnun jarðar er af manna völdum Sautján hundruð vísindamenn í Bretlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir segjast sannfærðir um að sterk vísindaleg rök séu fyrir því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. 11.12.2009 04:30 Segir stríð vera nauðsyn „Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. 11.12.2009 04:15 Obama varði stríðsrekstur Bandaríkjanna Það hefur sjálfsagt verið mörgum ofarlega í huga í Osló dag að ekki eru liðnir nema níu dagar frá því maðurinn sem var kominn til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels fyrirskipaði að þrjátíu 10.12.2009 16:09 Óttast 100 ára barnaníðing Árið 1999 var Theodore Sypnier ákærður fyrir að nauðga tveimur systrum í bænum Buffalo í Bandaríkjunum. Þær voru fjögurra og sjö ára gamlar. 10.12.2009 14:29 Dularfullt ljós yfir Noregi Einn sjónarvotta í Noregi sagði að ljósið hafi myndað einhverskonar risastóran marglaga hring sem sendi frá sér bláan geisla til jarðar. Fyrirbærið var sýnilegt í margar mínútur. 10.12.2009 11:39 Handtekinn með skammbyssu við heimili Blair Maður, vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi, var handtekinn við heimili Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, við Connaught Square í London, fyrr í vikunni. 10.12.2009 08:45 Ómannaður kafbátur í fyrsta sinn yfir Atlantshaf Ómannaður smákafbátur, smíðaður af Bandaríkjamönnum, hefur skilað sér til Baiona á Spáni eftir rúmlega 7.400 kílómetra siglingu frá New Jersey, þvert yfir Atlantshafið. 10.12.2009 08:27 Obama sækir verðlaunin en móðgar Norðmenn Barack Obama Bandaríkjaforseti kom til Óslóar fyrir stundu til þess að taka við Friðarverðlaunum Nóbels, sem eru 1,4 milljónir dollara, gullpeningur og heiðursskjal. 10.12.2009 08:22 Eldri borgari lumbraði á hnífamanni Tæplega sjötugur íbúi í Frederiksberg á Sjálandi kom í veg fyrir rán á heimili sínu í gærkvöldi og stökkti ræningjanum á flótta. Þegar dyrabjöllu mannsins var hringt stóð þar fyrir utan stórvaxinn maður með hníf sem hann otaði að íbúanum. 10.12.2009 08:20 Minnst 40 ár fyrir að skipuleggja hryðjuverk Tuttugu og tveggja ára gamall breskur múslimi, Adam Khatib, var í gær fundinn sekur um að hafa, við fjórða mann, lagt á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaþotu yfir Atlantshafi, á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 10.12.2009 08:01 Tilvist eyjanna ræðst á ráðstefnunni Fulltrúi Kyrrahafsríkisins Tuvalu hafði ekki erindi sem erfiði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Tillaga hans um að ríki heims setji sér strangari markmið varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fékk lítinn hljómgrunn. 10.12.2009 03:45 Erlendir aðilar aðstoðuðu árásarmennina Nuri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fullyrðir að árásarmennirnir sem bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Bagdad í gærmorgun hafa notið aðstoðar frá aðilum utan Íraks. Talsmaður íraska hersins sagði aftur á móti í gær árásirnar væru runnar undan rifjum Al Kaída og meðlima í Baath-flokknum, sem var stjórnarflokkur Saddams Hussein. 9.12.2009 21:26 Vrúúúúmmmm Lögreglumönnum í Pennsylvaníu leist ekkert á aksturslagið á Pontiac Grand Am bílnum sem ók framhjá þeim. Þeim sýndist hann fara í svigi eftir götunni. 9.12.2009 16:32 Vilja dauðadóm fyrir samkynhneigð Verið er að semja löggjöf í Uganda sem felur í sér dauðadóm við samkynhneigð. Fjölskyldur og vinir samkynhneigðra geta átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að segja ekki til þeirra. 9.12.2009 14:52 Kona Tigers skelfingu lostin -upptaka Það hefur nú verið upplýst að ljóshærða konan sem var flutt í sjúkrabíl af heimili Tigers Wood um miðja nótt var tengdamóðir hans Barbro Holmberg. 9.12.2009 14:10 Mikki Jackson á hestbaki Málverk af Michael Jackson á hestbaki í konunglegum skrúða hefur verið selt fyrir um tuttugu milljónir íslenskra króna. Jackson pantaði sjálfur málverkið, en lést áður en því var lokið. 9.12.2009 13:46 Breskar lestar-löggur fá rafbyssur Lögregluþjónar sem starfa við lestarkerfi þriggja stórborga í Bretlandi verða vopnaðir rafbyssum á þriggja mánaða reynslutímabili. Borgirnar eru Lundúnir, Manchester og Cardiff. 9.12.2009 13:15 Tyggjó sprengdi af neðri kjálkann Tuttugu og fimm ára gamall nemandi í efnafræði fannst látinn á heimili sínu í borginni Konotop í Úkraínu á sunnudag og var af honum neðri kjálkinn. 9.12.2009 10:52 Verðum að handtaka eða drepa bin Laden Stanley McCrystal yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Afganistan kom í gær fyrir þingnefnd til þess að gera grein fyrir gangi mála í landinu. 9.12.2009 10:29 Ohio notar eitt lyf við aftöku - fyrst ríkja Ohio varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að taka dauðadæmdan mann af lífi með því að nota aðeins eitt lyf. 9.12.2009 08:45 Ítarlegar upplýsingar um öryggisleit óvart á vefinn Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna birti fyrir hreina slysni á heimasíðu sinni leiðbeiningar um öryggisleit á farþegum. 9.12.2009 08:42 Hershöfðingi skotinn til bana í Honduras Einn helsti andstæðingur eiturlyfjabaróna í Honduras, hershöfðinginn Julian Gonzalez, sem jafnframt er forstöðumaður eftirlitsstofnunar gegn eiturlyfjasmygli í landinu, var skotinn til bana í bíl sínum þar sem hann var á ferð í Tegucigalpa, höfuðborg Honduras, í gær. 9.12.2009 08:39 Ísbirnir éta hver annan í hungursneyð Ísbirnir á Norðurpólnum og í nágrenni hans eru farnir að éta hver annan í þeirri hungursneyð sem þeir hafa mátt sæta eftir að ísbráðnun á pólnum varð svo mikil að örðugt fór að verða fyrir birnina að veiða sér seli til matar en á ísbreiðunum náðu þeir helst í seli. 9.12.2009 08:13 Sjá næstu 50 fréttir
Íbúar í Houston velja samkynhneigðan borgarstjóra Annise Parker hefur verið kjörin borgarstjóri í Houston í Texasfylki í Bandaríkjunum. Parker hlaut 53,6% atkvæða. 13.12.2009 10:17
Nær allir mótmælendurnir látnir lausir Alls voru 968 mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn í gær í tengslum við loftslagsráðstefnuna. 13.12.2009 08:01
Tugir þúsunda mótmæltu í Kaupmannahöfn Tug þúsundir mótmælenda gengu um götur Kaupmannahafnar í Danmörku í dag í mótmælum vegna loftlagsráðstefnunnar sem fram fer þar í borg. Fulltrúar iðnríkja heimsins ræða á ráðstefnunni um drög að samkomulagi til að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum. Mótmælendurnir vilja að iðnríkin grípi sem fyrst til aðgerða sem gætu orðið til þess að draga úr gróðurhúsaáhrifum. 12.12.2009 16:46
Blair svarar fyrir Íraksstríðið Það hefði verið rétt að taka Saddam Hussein úr umferð jafnvel þótt engar sannanir hefðu verið fyrir því að hann byggi yfir gereyðingarvopnum, segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta. 12.12.2009 13:38
Tiger tekur frí frá atvinnumennsku Golfarinn heimsþekkti Tiger Woods hefur ákveðið að taka sér ótímabundið frí frá atvinnumennskunni í golfi til að sinna vandamálum í einkalífinu. 12.12.2009 09:27
Torveldar gerð samkomulags Ísraelsþing hefur til meðferðar frumvarp að lögum um að bera þurfi undir þjóðaratkvæðagreiðslu friðarsamkomulag við Palestínumenn, ef það felur í sér að Ísraelar gefi eftir yfirráð sín í austurhluta Jerúsalemborgar eða á Gólanhæðum. 12.12.2009 06:15
Tillögur um mikinn samdrátt Ríki heims verða helst að hætta alveg losun gróðurhúsalofttegunda, eða að minnsta kosti að minnka losunina um helming fyrir árið 2050, samkvæmt drögum að samkomulagstexta sem dreift var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær. 12.12.2009 06:00
Semja um herlið til Póllands Fulltrúar Bandaríkjanna og Póllands hafa undirritað samkomulag um að Bandaríkin sendi bæði herlið og herbúnað til Póllands. 12.12.2009 05:30
Þróunarríkin fá fjárstuðning Leiðtogar hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu sér í gær saman um að verja 2,4 milljónum evra á ári næstu þrjú ár til að hjálpa þróunarríkjum að taka þátt í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Þessi upphæð samsvarar um 450 milljónum króna á ári. 12.12.2009 05:15
Hneykslaður á írsku kirkjunni Benedikt 16. páfi ætlar að skrifa kaþólsku kirkjunni á Írlandi bréf þar sem hann mun lýsa því hvernig bregðast eigi við upplýsingum um að sumir írskir prestar hafi áratugum saman níðst á börnum og biskupar kirkjunnar á Írlandi hafi hylmt yfir. 12.12.2009 05:00
Fjörutíu handteknir í Kaupmannahöfn Um tvö hundruð mótmælendur voru á götum miðborgar Kaupmannahafnar í gær þar sem forstjórar stórfyrirtækja funduðu um loftslagsmál. Fundur þeirra var ekki á opinberri dagskrá loftslagsráðstefnunnar en tengdur henni, líkt og fjöldi annarra. Mótmælendur börðu bumbur og hrópuðu að forstjórunum. 12.12.2009 04:30
Mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn Til þessa hefur verið friðsamlegt í kringum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn en óttast var að fjöldamótmæli og slagsmál settu svip sinn á ráðstefnuna sem hófst á mánudag. Í dag kom loks til átaka á milli lögreglu og mótmælenda og voru 68 handteknir. Lögreglan segir þó að þetta hafi ekki verið mikil læti og menn hafi aðallega verið handteknir í forvarnarskyni. 11.12.2009 19:45
Kexruglaður karfi Bandaríkjamenn hafa talsverðar áhyggjur af asískum vatnakarfa sem fluttur var til landsins til þess að hreinsa fiskitjarnir og úrgangstjarnir í suðurríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar. 11.12.2009 15:22
Foreldrar Madeleine í Portúgal Foreldrar týndu telpunnar Madeleine McCann eru komnir til Portúgals vegna málaferla þeirra gegn lögregluforingjanum sem í upphafi stýrði rannsókn á máli dóttur þeirra. 11.12.2009 09:51
Óprúttnir leðurblökumenn á ferð í London Óskammfeilinn hópur ræningja notfærir sér verndarsvæði fyrir leðurblökur við Regent´s canal í London til að ræna vegfarendur í skjóli myrkurs en svæðið er óupplýst af tillitsemi við leðurblökurnar sem þar dveljast. 11.12.2009 08:10
Bresk geimferðastofnun væntanleg Bretar hyggjast setja á stofn sína eigin geimferðamiðstöð hvað sem öllum niðurskurði líður. 11.12.2009 07:51
Sjóræningjar slepptu skipi eftir sjö mánuði Sómalskir sjóræningar létu í gær af hendi úkraínska flutningaskipið Ariana með 24 manna áhöfn eftir að þeir fengu tvær og hálfa milljón dollara í lausnarfé. 11.12.2009 07:30
Aftöku Brooms frestað aftur Dómari í Ohio hefur aftur frestað aftöku Romell Broom sem dæmdur var til dauða fyrir 25 árum og hefur beðið aftöku síðan. Aftöku Broom var frestað í september þegar aftökusveitinni tókst engan veginn að finna í honum nægilega burðuga æð til að sprauta í lyfjunum sem notuð eru við aftöku. 11.12.2009 07:29
Íranar grunaðir um að lauma tækjum gegnum Taívan Embættismenn Sameinuðu þjóðanna rannsaka nú vísbendingar um að Íranar noti fyrirtæki í Taívan til að smygla búnaði í kjarnorkusprengjur til Írans. 11.12.2009 07:26
Fundi Gates og al-Maliki aflýst Fundi Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem halda átti í gærkvöldi, var aflýst með stuttum fyrirvara. 11.12.2009 07:23
Pútín ræðst gegn spillingu Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagðist á ríkisstjórnarfundi í gærkvöldi ætla að taka rækilega til í stjórnkerfi landsins og uppræta þá spillingu sem þar þrífst. 11.12.2009 07:21
Barnaklámshringur upprættur Evrópska lögreglan Europol hefur greint frá því að tekist hafi að uppræta barnaklámshring á Netinu. Kennsl hafa verið borin á fimm fórnarlömb, börn á aldrinum fjögurra til tólf ára. Einnig hafa verið borin kennsl á 221 kynferðisafbrotamann, og 115 hafa nú þegar verið handteknir. 11.12.2009 05:00
Hlýnun jarðar er af manna völdum Sautján hundruð vísindamenn í Bretlandi sendu frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem þeir segjast sannfærðir um að sterk vísindaleg rök séu fyrir því að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. 11.12.2009 04:30
Segir stríð vera nauðsyn „Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. 11.12.2009 04:15
Obama varði stríðsrekstur Bandaríkjanna Það hefur sjálfsagt verið mörgum ofarlega í huga í Osló dag að ekki eru liðnir nema níu dagar frá því maðurinn sem var kominn til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels fyrirskipaði að þrjátíu 10.12.2009 16:09
Óttast 100 ára barnaníðing Árið 1999 var Theodore Sypnier ákærður fyrir að nauðga tveimur systrum í bænum Buffalo í Bandaríkjunum. Þær voru fjögurra og sjö ára gamlar. 10.12.2009 14:29
Dularfullt ljós yfir Noregi Einn sjónarvotta í Noregi sagði að ljósið hafi myndað einhverskonar risastóran marglaga hring sem sendi frá sér bláan geisla til jarðar. Fyrirbærið var sýnilegt í margar mínútur. 10.12.2009 11:39
Handtekinn með skammbyssu við heimili Blair Maður, vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi, var handtekinn við heimili Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, við Connaught Square í London, fyrr í vikunni. 10.12.2009 08:45
Ómannaður kafbátur í fyrsta sinn yfir Atlantshaf Ómannaður smákafbátur, smíðaður af Bandaríkjamönnum, hefur skilað sér til Baiona á Spáni eftir rúmlega 7.400 kílómetra siglingu frá New Jersey, þvert yfir Atlantshafið. 10.12.2009 08:27
Obama sækir verðlaunin en móðgar Norðmenn Barack Obama Bandaríkjaforseti kom til Óslóar fyrir stundu til þess að taka við Friðarverðlaunum Nóbels, sem eru 1,4 milljónir dollara, gullpeningur og heiðursskjal. 10.12.2009 08:22
Eldri borgari lumbraði á hnífamanni Tæplega sjötugur íbúi í Frederiksberg á Sjálandi kom í veg fyrir rán á heimili sínu í gærkvöldi og stökkti ræningjanum á flótta. Þegar dyrabjöllu mannsins var hringt stóð þar fyrir utan stórvaxinn maður með hníf sem hann otaði að íbúanum. 10.12.2009 08:20
Minnst 40 ár fyrir að skipuleggja hryðjuverk Tuttugu og tveggja ára gamall breskur múslimi, Adam Khatib, var í gær fundinn sekur um að hafa, við fjórða mann, lagt á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaþotu yfir Atlantshafi, á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 10.12.2009 08:01
Tilvist eyjanna ræðst á ráðstefnunni Fulltrúi Kyrrahafsríkisins Tuvalu hafði ekki erindi sem erfiði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Tillaga hans um að ríki heims setji sér strangari markmið varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fékk lítinn hljómgrunn. 10.12.2009 03:45
Erlendir aðilar aðstoðuðu árásarmennina Nuri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fullyrðir að árásarmennirnir sem bera ábyrgð á sprengjuárásunum í Bagdad í gærmorgun hafa notið aðstoðar frá aðilum utan Íraks. Talsmaður íraska hersins sagði aftur á móti í gær árásirnar væru runnar undan rifjum Al Kaída og meðlima í Baath-flokknum, sem var stjórnarflokkur Saddams Hussein. 9.12.2009 21:26
Vrúúúúmmmm Lögreglumönnum í Pennsylvaníu leist ekkert á aksturslagið á Pontiac Grand Am bílnum sem ók framhjá þeim. Þeim sýndist hann fara í svigi eftir götunni. 9.12.2009 16:32
Vilja dauðadóm fyrir samkynhneigð Verið er að semja löggjöf í Uganda sem felur í sér dauðadóm við samkynhneigð. Fjölskyldur og vinir samkynhneigðra geta átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi fyrir að segja ekki til þeirra. 9.12.2009 14:52
Kona Tigers skelfingu lostin -upptaka Það hefur nú verið upplýst að ljóshærða konan sem var flutt í sjúkrabíl af heimili Tigers Wood um miðja nótt var tengdamóðir hans Barbro Holmberg. 9.12.2009 14:10
Mikki Jackson á hestbaki Málverk af Michael Jackson á hestbaki í konunglegum skrúða hefur verið selt fyrir um tuttugu milljónir íslenskra króna. Jackson pantaði sjálfur málverkið, en lést áður en því var lokið. 9.12.2009 13:46
Breskar lestar-löggur fá rafbyssur Lögregluþjónar sem starfa við lestarkerfi þriggja stórborga í Bretlandi verða vopnaðir rafbyssum á þriggja mánaða reynslutímabili. Borgirnar eru Lundúnir, Manchester og Cardiff. 9.12.2009 13:15
Tyggjó sprengdi af neðri kjálkann Tuttugu og fimm ára gamall nemandi í efnafræði fannst látinn á heimili sínu í borginni Konotop í Úkraínu á sunnudag og var af honum neðri kjálkinn. 9.12.2009 10:52
Verðum að handtaka eða drepa bin Laden Stanley McCrystal yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Afganistan kom í gær fyrir þingnefnd til þess að gera grein fyrir gangi mála í landinu. 9.12.2009 10:29
Ohio notar eitt lyf við aftöku - fyrst ríkja Ohio varð í gær fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að taka dauðadæmdan mann af lífi með því að nota aðeins eitt lyf. 9.12.2009 08:45
Ítarlegar upplýsingar um öryggisleit óvart á vefinn Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna birti fyrir hreina slysni á heimasíðu sinni leiðbeiningar um öryggisleit á farþegum. 9.12.2009 08:42
Hershöfðingi skotinn til bana í Honduras Einn helsti andstæðingur eiturlyfjabaróna í Honduras, hershöfðinginn Julian Gonzalez, sem jafnframt er forstöðumaður eftirlitsstofnunar gegn eiturlyfjasmygli í landinu, var skotinn til bana í bíl sínum þar sem hann var á ferð í Tegucigalpa, höfuðborg Honduras, í gær. 9.12.2009 08:39
Ísbirnir éta hver annan í hungursneyð Ísbirnir á Norðurpólnum og í nágrenni hans eru farnir að éta hver annan í þeirri hungursneyð sem þeir hafa mátt sæta eftir að ísbráðnun á pólnum varð svo mikil að örðugt fór að verða fyrir birnina að veiða sér seli til matar en á ísbreiðunum náðu þeir helst í seli. 9.12.2009 08:13