Segir stríð vera nauðsyn 11. desember 2009 04:15 Barack Obama Bandaríkjaforseti tók við friðarverðlaunum Nóbels í gær, fáeinum dögum eftir að hafa ákveðið að senda fleiri hermenn til Afganistan. „Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. „Ofbeldislaus hreyfing hefði ekki getað stöðvað hersveitir Hitlers. Samningaviðræður geta ekki sannfært leiðtoga Al Kaída um að leggja niður vopn," sagði Obama. Hins vegar viðurkenndi hann að stríð hefði alltaf óbærilegan kostnað í för með sér. „Engu skiptir hvernig stríð er réttlætt, það er alltaf ávísun á mannlegan harmleik." Hann dró heldur ekkert undan þegar hann minntist á hermennina, sem hann hefur nýlega ákveðið að senda til Afganistans: „Sumir þeirra munu drepa, sumir verða drepnir." Hins vegar lagði hann áherslu á að reyna þyrfti allar aðrar leiðir áður en gripið væri til þess ráðs að fara í stríð. Áður en Obama mætti til verðlaunaafhendingarinnar sagðist hann telja að margir aðrir ættu þau frekar skilið en hann sjálfur. Norðmenn voru margir hverjir ósáttir við að Obama skyldi ekki hafa þegið matarboð hjá Haraldi Noregskonungi, eins og löng hefð er fyrir þegar friðarverðlaun Nóbels eru afhent. Hann brá einnig út af ýmsum öðrum venjum, sem fylgt hafa verðlaunaafhendingunni áratugum saman. Hann efndi ekki til blaðamannafundar, bauð ekki upp á sjónvarpsviðtal og kom hvorki fram á friðarsamkomu barna né tónleikum, eins og fyrri verðlaunahafar hafa gert. Hann mætti heldur ekki í kvöldmat með norsku Nóbelsverðlaunanefndinni og fór ekki að skoða sýningu sem sett hefur verið upp honum til heiðurs. „Af öllu því sem hann hefur afboðað tel ég verst að hann skuli afboða hádegisverð með konunginum," sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, í viðtali við dagblaðið Verdens Gang. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins telja 44 prósent Norðmanna Obama hafa sýnt dónaskap með því að setjast ekki að snæðingi með Haraldi konungi. Í Stokkhólmi fór einnig fram Nóbelsverðlaunahátíð í gær þar sem afhent voru verðlaun í bókmenntum, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
„Trúin á það að friður sé æskilegur dugar sjaldnast til þess að öðlast hann," sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar hann tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló. „Ofbeldislaus hreyfing hefði ekki getað stöðvað hersveitir Hitlers. Samningaviðræður geta ekki sannfært leiðtoga Al Kaída um að leggja niður vopn," sagði Obama. Hins vegar viðurkenndi hann að stríð hefði alltaf óbærilegan kostnað í för með sér. „Engu skiptir hvernig stríð er réttlætt, það er alltaf ávísun á mannlegan harmleik." Hann dró heldur ekkert undan þegar hann minntist á hermennina, sem hann hefur nýlega ákveðið að senda til Afganistans: „Sumir þeirra munu drepa, sumir verða drepnir." Hins vegar lagði hann áherslu á að reyna þyrfti allar aðrar leiðir áður en gripið væri til þess ráðs að fara í stríð. Áður en Obama mætti til verðlaunaafhendingarinnar sagðist hann telja að margir aðrir ættu þau frekar skilið en hann sjálfur. Norðmenn voru margir hverjir ósáttir við að Obama skyldi ekki hafa þegið matarboð hjá Haraldi Noregskonungi, eins og löng hefð er fyrir þegar friðarverðlaun Nóbels eru afhent. Hann brá einnig út af ýmsum öðrum venjum, sem fylgt hafa verðlaunaafhendingunni áratugum saman. Hann efndi ekki til blaðamannafundar, bauð ekki upp á sjónvarpsviðtal og kom hvorki fram á friðarsamkomu barna né tónleikum, eins og fyrri verðlaunahafar hafa gert. Hann mætti heldur ekki í kvöldmat með norsku Nóbelsverðlaunanefndinni og fór ekki að skoða sýningu sem sett hefur verið upp honum til heiðurs. „Af öllu því sem hann hefur afboðað tel ég verst að hann skuli afboða hádegisverð með konunginum," sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, í viðtali við dagblaðið Verdens Gang. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins telja 44 prósent Norðmanna Obama hafa sýnt dónaskap með því að setjast ekki að snæðingi með Haraldi konungi. Í Stokkhólmi fór einnig fram Nóbelsverðlaunahátíð í gær þar sem afhent voru verðlaun í bókmenntum, efnafræði, eðlisfræði, læknisfræði og hagfræði. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira