Erlent

Mótmælendur handteknir í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn í dag.
Frá Kaupmannahöfn í dag. Mynd/AP
Til þessa hefur verið friðsamlegt í kringum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn en óttast var að fjöldamótmæli og slagsmál settu svip sinn á ráðstefnuna sem hófst á mánudag. Í dag kom loks til átaka á milli lögreglu og mótmælenda og voru 68 handteknir. Lögreglan segir þó að þetta hafi ekki verið mikil læti og menn hafi aðallega verið handteknir í forvarnarskyni.

Von er á fleiri mótmælendum, þar á meðal fjölmörgum útlendingum, til Kaupmannahafnar í kvöld og á morgun. Búist er við að mótmælin á morgun verði þau fjölmennustu til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×