Erlent

„Drepum bin Laden“

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sagt er að mynd segi meira en þúsund orð og sjaldan hefur það átt betur við en hér.
Sagt er að mynd segi meira en þúsund orð og sjaldan hefur það átt betur við en hér. MYND/Reuters

Nemandi við West Point-herskólann í New York sendi Barack Obama Bandaríkjaforseta þögul en áhrifamikil skilaboð þegar forsetinn ávarpaði nemendur skólans á þriðjudaginn og ræddi um stefnu Bandaríkjanna í Afganistan og Pakistan. Nemandinn, Konrad Bunde, sat framarlega í áheyrendahópnum, djúpt sokkinn í bókina „Drepum bin Laden" eða „Kill Bin Laden" á frummálinu, og hélt bókinni þannig að kápa hennar blasti við Obama.

Titillinn er prentaður stórum stöfum ofan á mynd af fjalllendi í Tora Bora í Austur-Afganistan en þar er einn hugsanlegra felustaða bin Laden talinn vera. Höfundur bókarinnar er Dalton Fury en það er í raun dulnefni fyrrum sérsveitarforingjans Thomas Greer sem stjórnaði leit Delta-sveitar Bandaríkjahers að bin Laden í Afganistan á haustmánuðum 2001. Ávarp Obama stóð yfir í rúman hálftíma en ekki er vitað til þess að hann hafi gert athugasemd við lesefni herskólanemans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×