Erlent

Bretar telja bin Laden vera í Pakistan

Óli Tynes skrifar
Osama bin Laden
Osama bin Laden

Bretar telja að Osama bin Laden sé í felum í Pakistan og vilja að þarlend stjórnvöld geri meira til þess að hafa uppá honum.

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að mikið hefði áunnist á síðustu mánuðum.

Menn hlytu að spyrja sig hvers vegna bin Laden gengi enn laus átta árum eftir árásirnar á Bandaríkin.

Tvö síðustu árin reyndu stjórnvöld í Pakistan að friða þarlenda talibana með því að láta þeim eftir stór landsvæði þar sem þeir gátu komið á sínum ströndu sharia lögum.

Það þótti mörgum galið þar sem talibanar í Pakistan eru í beinu og nánu samstarfi við talibana í Afganistan.

Pakistönsku talibanarnir notuðu svæðin sem stjórnvöld létu þeim eftir til frekari landvinninga og um mitt þetta ár gáfust stjórnvöld upp á þeim.

Hafin var stórsókn til þess að brjóta veldi þeirra á bak aftur og hefur sú sókn gengið ágætlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×