Erlent

Lögreglumorð í Seattle: Morðinginn skotinn til bana

Lögreglumenn höfðu leitað hús úr húsi í Seattle.
Lögreglumenn höfðu leitað hús úr húsi í Seattle. MYND/Getty

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur skotið til bana mann sem grunaður var um að hafa myrt fjóra lögreglumenn með köldu blóði. Morðin voru framin á kaffihúsi á sunnudagsmorgun og hefur verið gerð gríðarleg leit að morðingjum síðan.

Talsmaður lögreglustjórans í Pierce sýslu hefur nú greint frá því að hinn grunaði, Maurice Clemmons, hafi fundist í einu hverfi Seattle borgar í morgun og í kjölfarið hafi lögreglumenn skotið hann til bana. Enn er allt á huldu um hvað olli því að Clemmons myrti lögregluþjónana.




Tengdar fréttir

Fjórir lögreglumenn myrtir úr launsátri

Fjórir lögreglumenn voru myrtir í borginni Parkland í Washington fylki í dag. Borgin er grennd við Seattle og herstöð bandaríska hersins. Lögreglumennirnir voru skotnir til bana þar sem þeir sátu á kaffihúsi.

Clemmons talinn njóta aðstoðar vina

Maurice Clemmons, sem er á flótta undan lögreglu í Washington eftir að hafa skotið fjóra lögreglumenn til bana á veitingastað í fyrradag, er talinn njóta aðstoðar vina sinna við að fara huldu höfði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×