Erlent

Dýrkeypt fegurð

Óli Tynes skrifar
Solange Magnano.
Solange Magnano.

Fyrrverandi ungfrú Argentína lést um helgina eftir misheppnaða fegrunaraðgerð á þjóhnöppun. Þetta hefur beint athyglinni að því að Argentína er að verða alheimsmiðstöð fyrir fegrunaraðgerðir.

Talið er að einn af hverjum þrjátíu Argentínumönnum hafi lagst undir hnífinn til þess að bæta útlit sitt. Argentínskir skurðlæknar hafa því mikla reynslu í slíkum aðgerðum.

Ástæðan fyrir aðsókn erlendis frá er að í Argentínu eru aðgerðirnar miklum mun ódýrari en á Vesturlöndum. Það færist í vöxt að fólk sæki þangað sem ódýrast er að fara í aðgerð.

Talað er um að svokallaður plastik-ferðaiðnaður velti um eitthundrað milljörðum dollara á næsta ári.

Solange Magnano var þrjátíu og sjö ára gömul móðir tvíbura. Hún var kosin ungfrú Argentína árið 1994. Hún stýrði sinni eigin fyrirsætuskrifstofu í Buenos Aires.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×