Erlent

Frakkar styðja kynlífsfíkil

Óli Tynes skrifar

Mikill meirihluti frönsku þjóðarinnar vill að Frederic Mitterand sitji áfram sem menningarmálaráðherra, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

Háværar kröfur hafa verið um afsögn hans eftir að hann sagði frá því í bók að hann hefði greitt ungum mönnum í Taílandi fyrir kynlíf.

Deilur um ráðherrann hófust eftir að hann steig fram til varnar barnaníðningnum Roman Polanski sem var handtekinn í Sviss á dögunum.

Polanski flúði frá Bandaríkjunum meðan hann beið dóms fyrir að hafa nauðgað þrettán ára telpu árið 1977. Hann er nú franskur ríkisborgari.

Sextíu og sjö prósent Frakka vilja að Mitterand sitji áfram í embætti en tuttugu prósent að hann víki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×