Erlent

Frelsishetja látin á Filipseyjum

Óli Tynes skrifar

Corazon Aquino fyrrverandi forseti Philipseyja er látin. Hún er dýrkuð sem þjóðhetja fyrir að koma á lýðræði í landinu.

Coranzon Aquino var 76 ára gömul. Hún sparkaði einræðisherranum Ferdinand Marcos úr embætti forseta árið 1986 í byltingu án blóðsúthellinga og stóð sjálf af sér sjö valdaránstilraunir.

Friðsamleg bylting hennar varð fyrirmynd um allan heim, meðal annars í Austur-Evrópu þar sem kommúnistaríkin féllu hvert af öðru án blóðsúthellinga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×