Erlent

Skotárás á samkynhneigða í Tel Aviv

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Miðbær Tel Aviv.
Miðbær Tel Aviv.
Kona og karlmaður eru látin og átta til viðbótar sárir eftir skotárás á næturklúbbi fyrir samkynhneigða í Ísraelsku borginni Tel Aviv.

Lögregla telur ekki að árásin hafi með þjóðernisdeilur að gera.

Leit er hafin að byssumanninum sem flýði eftir skotárásina. Vitni segja hann hafa dregið upp skammbyssu og byrjað að skjóta í allar áttir.

Samkvæmt fréttavef BBC er samkvæmislíf samkynhneigðra með besta móti í Tel Aviv, þó sumir hlutar gyðingasamfélagsins sýni samkynhneigðum takmarkaðan skilning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×