Erlent

Bandarískir fangar í Íran yfirheyrðir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lögregla yfirheyrir nú bandaríkjamennina þrjá sem teknir voru höndum í Íran um helgina, að því er fram kemur í íranska ríkissjónvarpinu.

Haft er eftir yfirmanni þarlendra öryggissveita að ekki sé vitað hvort mennirnir séu ferðamenn og yfirheyrslur standi yfir.

Íranskir ráðamenn hafa sakað þremenningana um að hafa haft að engu aðvaranir landamæravarða og farið ólöglega yfir landamæri Írans og Íraks.

Þremenningarnir munu vera bandarískur blaðamaður, kærasta hans og vinur þeirra sem á ættir að rekja til Írak. Sagt er að þau hafi verið í gönguferð í fjallasvæðinu á landamærunum, en blaðamaðurinn hafi síðan ætlað að fjalla um kosningar í sjálfstjórnarhéraði Kúrda.

Yfirmaður blaðamannsins hjá New American Media segir hann aldrei hafa sýnt því áhuga að fara til Íran eða fjalla um málefni landsins.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×