Erlent

Fjórir grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Ástralíu

MYNd/AP

Lögreglan í Ástralíu hefur handtekið fjóra menn sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um sjálfsmorðsárás á herstöð í landinu. Mennirnir sem allir hafa ástralskan ríkisborgararétt en eru af sómölskum og líbönskum uppruna voru handteknir í Melbourne.

Þeir eru taldir tengjast sómölskum hryðjuverkahópi sem kallast al-Shabab en hópurinn er talinn tengjast Al Kaída hryðjuverkasamtökunum. Ætlun mannanna var að ráðast á herstöð í útjaðri Sidney og reyna að fella eins marga hermenn og mögulegt væri áður en þeir féllu sjálfir í valinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×