Erlent

Ahmadinejad sór embættiseið

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans sór embættiseið fyrir annað kjörtímabil sitt í morgun í Íranska þinginu. Ahmadinejad bar sigur úr býtum í kosningum á dögunum en kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar og yfirvöld sökuð um kosningasvindl.

Að sögn sjónarvotta eru hundruð mótmælenda fyrir framan þinghúsið í höfuðborginni Teheran en ekki hefur slegið í brýnu á milli þeirra og öryggissveita lögreglu. Erlendir leiðtogar á borð við Obama Bandaríkjaforseta, Sarkozy í Frakklandi og Merkel í Þýskalandi hafa allir sagt að ekki standi til að senda Ahmadinejad hamingjuóskir að þessu tilefni þótt þau viðurkenni hann sem forseta landsins. Ahmadinejad kom inn á þetta í ræðu sem hann hélt í morgun.

Hann sagðist ekki hafa búist við hamingjuóskum úr þeirri áttinni og að engin eftirspurn væri í Íran eftir skilaboðum frá væstrænu leiðtogunum. Ahmadinejad hefur nú tvær vikur til þess að skipa í ríkisstjórn sem leggja þarf fyrir þingið til samþykktar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×