Erlent

Enn séns fyrir ítalska lottóspilara

Enginn var með allar tölur réttar í ítalska lottóinu en dregið var í gærkvöldi. Potturinn er sá næst stærsti sem í boði hefur verið í Evrópu en sá sem hefði haft heppnina með sér í gær væri nú 116 milljónum evra ríkari eða rúmum 20 milljörðum íslenskra króna.

Engum hefur tekist að vinna í lottóinu síðan í janúar enda þarf að velja sex réttar tölur af nítíu sem eru í pottinum. Stærðfræðingar segja líkurnar á því að velja réttu tölurnar vera 622 milljónir á móti einum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×