Erlent

Einn látinn í flugslysi í Tælandi

MYND/AP

Flugstjóri lést og nokkrir farþegar slösuðust í morgun þegar farþegaflugvél frá Bangkok Airways hlekktist á í lendingu á flugvelli á eyjunni Koh Samui sem vinsæl er á meðal ferðamanna.

Atvik eru enn óljós en vitni segja að flugvélin hafi rekist á flugturn á vellinum sem var mannlaus. Um sjötíu manns voru um borð í vélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×