Erlent

Hættulegar Hondur innkallaðar

Óli Tynes skrifar

Honda verksmiðjurnar hafa innkallað 440 þúsund bíla í Danmörku meðal annars af gerðinni Accord og Civic vegna hugsanlegs hættulegs galla í loftpúðunum sem eiga að verja fólk í árekstrum.

Talskona Honda í Danmörku Sage Marie segir í viðtali við Extra Bladet að of mikill þrýstingur geti valdið því að loftpúðarnir springi og ökumenn og farþegar geti við það fengið í sig málmhluti af miklum krafti.

Einn maður hefur látið lífið og nokkrir slasast vegna þessa að sögn Sage Marie. Gallinn getur verið í vissum tegundum af Honda Accord sem voru framleiddir 2001 og 2002, Honda Civic frá sömu árum og Honda Acura TL frá árinu 2003.

Þessir bílar hafa því verið innkallaðir til skoðunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×