Fleiri fréttir

NASA birtir þrívíddarmyndir af sólinni

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, birti dag fyrstu þrívíddarmyndirnar sem teknar hafa verið af sólinni. Myndirnar voru teknar með tveimur gervitunglum sem eru hvort sínum megin sólarinnar en með því að hafa þá þannig og taka mynd náði Nasa dýptinni í myndunum.

Staðfastur í friði, frelsi og framförum

„Hann hélt um stjórnartaumana á erfiðum tímum en sagan mun bera honum fagurt vitni því hann var hugrakkur og staðfastur í helstu áherslumálum sínum, friði, frelsi og framförum," sagði Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í yfirlýsingu í dag í kjölfar fráfalls Borísar Jeltsíns, fyrrverandi forseta Rússalands.

Fórnarlambanna í Virgina Tech minnst í skólanum í dag

Nemendur og kennarar við Virgina Tech háskólann minntust í dag þeirra 33 sem létust í skotárás í skólanum fyrir viku. Lítill hópur kom saman um klukkan sjö í morgun við heimavistina þar sem Cho Seung-hui lét fyrst til skarar skríða og drap tvo.

Telja hugsanlegt að Íranar hafi rænt fyrrverandi FBI-manni

Bandaríkjastjórn telur hugsanlegt að fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sé í haldi Írana. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir ónafngreindum heimildarmanni í bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Átti marga aðdáendur og fjendur

Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði.

Þrír létust í flugeldasprengingum í Napólí

Þrír létust þegar sprenging varð í flugeldaverksmiðju í Napólí á Ítalíu í dag. Eftir því sem ANSA-fréttastofan greinir frá flugu líkamshlutar mörg hundð metra í sprengingunum og rúður í nærliggjandi veitingastöðum brotnuðu.

Stuðningur Bayrou gæti ráðið úrslitum

Svo virðist sem miðjumaðurinn Francois Bayrou ráði miklu um hver verði næsti forseti Frakklands þó hann hafi ekki náð í seinni umferð kosninganna. Stuðningur hans gæti ráðið úrslitum að mati stjórnmálaskýrenda. Valið stendur milli hægrimannsins Nicolas Sarkozy og sósíalistans Segolen Royal.

Koffín-kikk í sturtunni

Nú hefur verið sett á markað koffínsápa fyrir þá sem hafa ekki tíma til að fara bæði í sturtu á morgnana og að fá sér kaffi. Framleiðendur sápunnar Shower Shock segja að koffeinið fari inn í líkama notandans þegar hann þvær sér. Einn þvottur samsvarar koffíni úr tveimur bollum af kaffi.

Litríkur forseti látinn

Boris Jeltsín , fyrrverandi forseti Rússlands, er látinn. Þessi umdeildi leiðtogi Rússlands varð 76 ára gamall. Hann var fyrsti þjóðkjörni forseti landsins og sat tvö kjörtímabil sem einkenndust af miklum átökum, bæði innan lands og utan.

12 ára gamall böðull

Talibanar í Afganistan notuðu tólf ára gamlan dreng sem böðul, þegar þeir tóku af lífi mann sem var sakaður um að hafa aðstoðað bandaríska hermenn. Drengurinn hjó höfuðið af manninum, og var það tekið upp á myndband.

Sarkozy með forskot á Royal

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, berjast um franska forsetaembættið í seinni umferð kosninga þar í landi eftir hálfan mánuð. Kosningabarátta þeirra er þegar hafin. Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum hefur Sarkozy allt að sex prósentustiga forskot á Royal.

Söguleg bankaviðskipti

Samið var um ein stærstu kaup í sögu bankaviðskipta í morgun þegar tilboð breska Barclays bankans í hollenska bankann ABN AMRO var samþykkt. Kaupverðið nemur jafnvirði sex þúsund milljarða íslenskra króna. Royal Bank of Scotland gæti þó boðið betur og bolað Barclays frá samningaborðinu

Danskar löggur skotglaðar

Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex.

Sms drttning arsns krynd:-)

Þrettán ára gömul stúlka frá Pennsilvaníu hefur hlotið titilinn SMS Meistari ársins í Bandaríkjunum. Morgan Pozgar segist senda um það bil 260 sms á dag. Flest eru til vina hennar, en hún sendir að meðaltali sms með fimm mínútna millibili. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York þar sem 250 keppendur víðsvegar að frá Bandaríkjunum kepptu um titilinn.

Nýja prinsessan ljósmynduð

Danir voru með tárin í augunum, í dag, þegar þeir fengu að sjá nýju prinsessuna sína. Hún fæddist síðastliðinn laugardag og fór heim af fæðingadeildinni í dag, með pabba og mömmu. Heima beið hennar stóri bróðirinn Christian. Meðal ljósmyndara sem mynduðu prinsessuna í dag var Íslendingurinn Teitur Jónasson, sem tók meðfylgjandi mynd fyrir Nyhedsavisen.

Þungir dómar í Noregi

Ræningjarnir sem rændu Munch málverkunum í Noregi, fengu þunga dóma. Sá sem skipulagði ránið fékk níu ára fangelsi, og sá sem ók flóttabílnum fékk níu og hálfs árs fangelsi. Þriðji maðurinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi.

Englandsdrottning afhjúpuð

Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja.

Chiracs-tímanum lokið

Mörg ár eru frá því að svo spennandi forsetakosningar hafa verið haldnar í Frakklandi, besta sönnun þess er auðvitað kjörsóknin í dag. En baráttan undanfarna mánuði hefur líka verið bæði löng og ströng.

Munaðarleysingjahæli brann

Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu.

Sarko og Sego sögð örugg í aðra umferð

Belgísk fréttastofa birti nú rétt í þessu kosningaspá sem bendir til að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal hafi komist áfram í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Franskir fjölmiðlar mega ekki birta slíkar spár fyrr en eftir að kjörstöðum hefur verið lokað.

Góð kjörsókn í Frakklandi

Um 74 prósent franskra kjósenda höfðu greitt atkvæði um klukkan þrjú í dag en kjörstöðum lokar klukkan átta að frönskum tíma. Er þetta ein besta kjörsókn í fyrri umferð forsetakosninga þar í landi síðan 1981. Í síðustu kosningum höfðu um 59 prósent kjósenda nýtt sér atkvæðisrétt sinn um þetta leyti.

Offita vaxandi vandamál í Evrópu

Fjöldi þeirra Evrópubúa sem glíma við offitu fer vaxandi og þá hefur offita meðal ungra barna aukist verulega á síðustu árum. Þetta kom fram á þingi Evrópulanda um offitu sem haldið var í Búdapest um helgina. Talið er að milli 10 til 20 prósent Evrópubúa glími við offitu.

Of mörg fríblöð á danska markaðinum

Fyrsta fríblaðið hefur hætt keppni í danska fríblaðastríðinu. Danskur fjölmiðlaprófessor telur fríblöðin enn of mörg og að markaðinn í Danmörku beri aðeins tvö fríblöð. Hann segir að staða hins íslenska Nyhedsavisen sé góð, þrátt fyrir að blaðið sé ekki það mest lesna.

Hús hrundu ofan í sprungur

Íbúar smábæjar á Nýfundnalandi í Kanada hafa haft litla ástæðu til að gleðjast yfir komu vorsins þetta árið (LUM). Með hækkandi hitastigi hefur klaki í jörðu þiðnað og við það hefur mikið los komist á jarðveginn undir því svæði sem bærinn stendur á.

Þriðjungur búinn að kjósa

Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn.

Krónprinsessan fer heim á morgun

Mary krónprinsessa Dana fer heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á morgun samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Í fyrstu var haldið að Mary færi heim í dag.

Þota hrapar í miðri flugsýningu

Einn lét lífið og að minnsta kosti átta slösuðust þegar þota úr listflugssveit bandaríska flotans hrapaði í miðri flugsýningu í bænum Bueaufort í Bandaríkjunum í gær. Brak úr þotunni dreifðist yfir íbúðabyggð skammt frá flugvellinum.

Rotnandi lík á strætum Mógadisjú

Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum.

Halda ætti aðrar kosningar

Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum.

Frakkar ganga að kjörborðinu

Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær.

Tólf farast með færeyskum togara

12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar.

Ferðalangur lendir utan úr geimi

Bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi er kominn aftur til jarðar eftir tveggja vikna ferðalag út í geim. Ferðin kostaði hann 25 milljónir dollara, eða rúmlegan einn og hálfan milljarð króna.

Mikil spenna í Frakklandi fyrir kosningar

Mikil spenna ríkir í Frakklandi um þessar mundir en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Nánast öruggt er talið að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal fari áfram í seinni umferðina.

Kosningar í skugga ofbeldis

Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð.

Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa

Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir.

Mun líklega heita Margrét

Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni.

„Falleg og flott fæðing“

„Þetta var falleg og flott fæðing,“ sagði Friðrik, danski krónprinsinn og nýsleginn faðir í annað sinn á blaðamannfundi í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Eiginkona hans Mary fæddi í dag stúlkubarn og heilsast mægðunum vel.

Auðkýfingur snýr aftur til jarðar

Bandaríski auðkýfingurinn, Charles Simonyi, sneri aftur til jarðar í dag eftir að dvalið í tvær vikur um borð í ISS, alþjóðlegu geimstöðinni. Charles er fimmti ferðamaðurinn sem fer út í geim en fyrir túrinn greiddi hann rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Mary krónprinsessa búin að fæða

Mary krónprinsessa Dana fæddi fyrir stundu stúlkubarn á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar heilsast mæðgunum vel.

Mary krónprinssessa í fæðingu

Mary krónprinsessa Dana var lögð inn á spítala nú skömmu fyrir hádegi. Reiknað er með að nýr erfingi dönsku konungsfjölskyldunnar komi í heiminn seinna í dag.

Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta

Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð.

Sjá næstu 50 fréttir