Fleiri fréttir Skaut gísl og stytti sér svo aldur Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur. 21.4.2007 10:30 Kjörfundur hafinn í Nígeríu Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. 21.4.2007 09:59 Fórnarlambanna minnst með þögn Algjör þögn ríkti á háskólasvæði Virginíu Tækniháskólans á hádegi í dag við upphaf minningarathafnar sem þar fór fram. Hundruð stúdenta af svæðinu og íbúar í kring, söfnuðust saman við skólann, til að minnast þeirra þrjátíu og tveggja sem létu lífið í skotárás í skólanum á mánudaginn. 20.4.2007 20:53 Rice opin fyrir beinum viðræðum við Írana Condoleezza Rice, varnarmálaherra Bandaríkjanna, er opin fyrir beinum viðræðum við Írana. Rice ætlar að funda með nágrönnum Írana, Egyptum, í næsta mánuði. Opinber heimsókn Rice til Egyptalands verður dagana 1. til 4. maí. 20.4.2007 20:43 Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. 20.4.2007 19:15 Óheppileg þýðingarvilla Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; "Nigger brown." 20.4.2007 16:33 Bráðasveit landamæravarða Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í dag að stofna 450 manna bráðasveit landamæravarða. Sveitina verður hægt að senda til landa eins og Spánar, ef fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda sé að hellast yfir landið. Á síðasta ári komu 31.000 ólöglegir innflytjendur til Spánar. 20.4.2007 16:27 Bagdad skipt með múrveggjum Verkfræðingasveit bandaríska hersins er að reisa varnarvegg um hverfi súnní múslima í Bagdad. Bygging hans er sögð lykilþáttur í nýrri áætlun til að rjúfa vítahring ofbeldis milli súnní og sjía múslima í borginni. Þetta er annar múrveggurinn sem byggður er um hverfi súnnía í höfuðborginni. 20.4.2007 14:58 Hommar tapa máli í Moskvu Rússneskur dómstóll vísaði í dag frá máli tveggja homma gegn borgarstjóranum í Moskvu. Málið var höfðað vegna þess að Yuri Luzhkov hafði lýst hinsegin dögum sem djöfullegu athæfi. Yfirvöld í Moskvu bönnuðu hinsegin daga á síðasta ári. Þegar engu að síður var farið í skrúðgöngu handtók lögreglan þáttakendur. Herskáir kristnir menn 20.4.2007 14:41 Skýrslu skilað um sölu á aðalstignum Breska lögreglan hefur sent skýrslu sína um hugsanlega sölu á aðalstignum til ríkissaksóknarans. Málið hefur varpað skugga á ríkisstjórn Tonys Blair, síðustu mánuði hans í embætti. Saksóknari mun nú ákveða hvort gefin verður út ákæra og hvort forsætisráðherrann verður meðal hinna ákærðu. 20.4.2007 14:12 Neyddi börn sín til að berjast 20.4.2007 13:30 Átök blossa upp á ný Bardagar hafa blossað upp á ný í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, en þrjátíu manns hafa látið þar lífið í ofbeldisverkum undanfarins sólarhrings. Sameinuðu þjóðirnar segja algert neyðarástand ríkja meðal borgarbúa. 20.4.2007 13:00 Handfarangur minnkaður Evrópusambandið hefur frestað því til maí á næsta ári að setja reglur um stærð handfarangurs sem fólk má hafa með sér í flugvélar. Það er gert að beiðni flugfélaga, sem vilja fá rýmri tíma til þess að upplýsa farþega sína um nýju reglurnar. 20.4.2007 12:37 Segir engan markað fyrir fríblöð í Danmörku Eftir átta mánuði hefur verið hætt útgáfu danska fríblaðsins Datos. Eitt af stóru dönsku útgáfufélögunum segir engan markað fyrir slík blöð í Danmörku. 20.4.2007 12:15 Höfuðlaust lík finnst í London Lík af konu sem á vantar höfuð og hendur fannst í gærmorgun í ánni Thames í London. Líkinu hafði verið komið fyrir í plastpoka áður en því var fleygt út í ánna. Einn maður hefur hefur verið handtekinn vegna málsins. 20.4.2007 11:45 Gráðugi samverjinn Þrjátíu og tveggja ára gamall maður fannst látinn í járnbrautarlest á leið til Hamborgar. Hann var einn í vagninum og tuttugu og sex ára gamall maður sem fann hann var ekkert að láta af því vita. Þess í stað stal hann veski hins látna. Og sneri svo aftur og aftur að líkinu til þess að plokka af því armbandsúrið og aðra verðmæta hluti. 20.4.2007 11:38 Enga blauta kossa Ísraelsk kona beit óvart stykki úr tungu kærasta síns, í heitum ástarleik. Sem betur fer gleypti hún ekki bitann, og ók kærastanum á ofsahraða á næsta sjúkrahús, þar sem hann komst undir læknishendur. Heilbrigðisþjónusta er á háu stigi í Ísrael, og læknum tókst að sauma hinn brottnumda bita aftur á tunguna. 20.4.2007 11:26 Óvissuferðir Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association. 20.4.2007 10:39 Skíthræddir Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis. 20.4.2007 10:32 Kasparov yfirheyrður hjá FSB vegna meints ofstækis Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, gekk í dag á fund rússnesku leyniþjónustunnar vegna ásakana um að hann hefði haft uppi orð sem túlka mætti sem ofstæki. 20.4.2007 10:28 Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur. 20.4.2007 09:29 Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist. 19.4.2007 21:15 Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag. 19.4.2007 20:57 Húninum Knút hótað lífláti Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir. 19.4.2007 19:29 Reid:Íraksstríðið er tapað Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað. 19.4.2007 19:23 Lögregla harmar myndbirtingu NBC Lögregla í Virginíu, sem rannsakar skotárásina í Virginia Tech háskólanum á mánudag, harmaði í dag þá ákvörðun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að sýna myndband sem morðinginn, Cho Seung-hui, sendi stöðinni. Þar líkir hann meðal annars dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. 19.4.2007 18:25 Abbas segir Johnston á lífi Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir breska fréttamanninn Alan Johnston, sem rænt var á Gasasvæðinu fyrir um mánuði, enn á lífi. 19.4.2007 16:15 Gonzales segir illa staðið að brottrekstri saksóknara Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, baðst í dag afsökunar á því hvernig staðið var að því reka átta alríkisssaksóknara úr starfi. Það gerði hann í yfirheyrslum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. 19.4.2007 15:44 Keimlík mörk hjá Messi og Maradona Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. 19.4.2007 15:07 Asnalæti vegna skúrs í Dallas Það var heldur asnalegt mál sem tekið var fyrir í dómhúsi í Dallas í Texas í gær. Þar var asninn Buddy mættur í tengslum við deilur tveggja manna í borginni. Nágrannarnir John Cantrell og Gregory Shamoun deildu um skúr sem Shamoun er að byggja á lóð sinni. 19.4.2007 14:48 Noregur verði kolefnishlutlaust land árið 2050 Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins, greindi frá því á landsfundi flokksins í dag stefnt yrði að því að Noregur yrði kolefnishlutlaust land árið 2050, fyrst allra landa. 19.4.2007 14:28 Knútur með 15 lífverði eftir líflátshótanir Hinn heimsfrægi húnn Knútur í dýragarðinum í Berlín sætir nú sérstakri gæslu eftir að honum bárust nýlega líflátshótanir. Eftir því sem fram kemur í þýska blaðinu bild barst dýragarðinum handskrifað bréf þar sem birninum er hótað en þýska lögreglan neitar að tjá sig meira um efni bréfsins. 19.4.2007 14:05 Dato fyrsta fórnarlambið í fríblaðastríðinu í Danmörku Tilkynnt var um það í dag að hætt yrði að gefa út danska fríblaðið Dato en blaðið rennur saman við annað slíkt, Urban. Fram kemur í dönskum miðlum að blaðið komi ekki oftar út . 19.4.2007 13:44 Frambjóðendur í Frakklandi á lokaspretti kosningabaráttunnar Síðustu kosningafundirnir vegna forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag fara fram í dag og hjá helstu frambjóðendum liggur leiðin suður á bóginn. Allt útlit er fyrir spennandi kosningar en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, nýtur mest fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 19.4.2007 13:24 Myndband sýnir hversu truflaður byssumaður var Skotárásarmaðurinn í Virginíu sendi myndband til NBC sjónvarpstöðvarinnar sem hann útbjó að öllum líkindum milli árásanna tveggja. Þar líkir hann dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. Skilaboð hans eru full af heift og á köflum reynist erfitt að skilja hvað hann er að segja. 19.4.2007 12:00 Robert Gates í Ísrael Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem í morgun. Á fundinum ræddu þeir þróun mála á svæðinu undanfarið. 19.4.2007 10:30 Myndband fjöldamorðingjans í Virginíu birt Cho Seung-hui, maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum á mánudag, sendi pakka til útvarpsstöðvar í New York og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á milli fyrri og seinni árasar sinnar. Í pakkanum voru myndir af honum með byssu og myndband þar sem hann flutti reiðilestur um rík ungmenni og nautnalíf þeirra. 19.4.2007 09:46 Hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásina? Vangaveltur eru um það hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásirnar í Virginia Tech í Bandaríkjunum í gær. Cho Seung- Hui fór á geðspítala fyrir um tveimur árum síðan eftir að nokkrir kvennemendur innan skólans kvörtuðu undan honum. Einnig hafði prófessor innan skólans kvartað undan honum, en ekkert var aðhafst. 18.4.2007 22:21 Um 170 manns létust í Bagdad í dag. Um 170 manns létust í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Eru þetta mannskæðustu sprengingar sem orðið hafa síðan Bandaríkjamenn byrjuðu að herða öryggi í borginni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í einni árásinni fórust um 120 manns og aðrir 100 særðust þegar bílsprengja sprakk á markaðnum Sadriyah. Í febrúar síðastliðin sprakk sprengja á þessum sama markaði og varð þá 130 manns að bana. 18.4.2007 21:08 Lýsir fjöldamorðunum sem hreinni aftöku Karlmaður sem lifði af árás fjöldamorðingjans í Virginíu lýsir því sem fram fór í kennslustofu skólans sem hreinni aftöku. Kennari við skólann segist ítrekað hafa varað skólayfirvöld við hegðun mannsins en ekkert mark hafi verið tekið á því. 18.4.2007 19:05 Sæll, hún er hætt með þér Flestir kannast við það að hafa grátið eða valdið táraflóði við sambandsslit elskenda. Sumir bara treysta sér ekki til þess að horfast í augu við elskuna sína og segja að allt sé búið. Þýskur maður hefur tekið að sér að gera það, gegn 4000 króna greiðslu. 18.4.2007 16:29 160 fórust í bílsprengjuárásum Bílsprengjur urðu að minnsta kosti 160 manns að fjörtjóni í Bagdad, í dag. Hver sprengjan af annarri sprakk nokkrum klukkustundum eftir að Nuiri al-Maliki, forsætisráðherra, lýsti því yfir að íraskar öryggissveitir muni taka við gæslu í öllu landinu um næstu áramót. 18.4.2007 14:14 Reykingamenn mótmæla reykingabanni í Danmörku Reykingamenn alls staðar að úr Danmörku söfnuðust saman fyrir framan danska þinghúsið í Kaupmannahöfn í dag með sígarettu og bjórglas í hendi til þess að mótmæla fyrirhuguðum lögum um bann við reykingum á veitingahúsum í landinu. 18.4.2007 13:36 Dýrt að kúga konur Misrétti gagnvart konum kostar Asíu- og Kyrrahafsþjóðir um 80 milljarða dollara á ári, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta fé tapast með því að takmarka aðgang kvenna að heilbrigðisþjónustu, skólum og atvinnutækifærum. Ef til dæmis indverskar konur kæmust út á vinnumarkaðinn í sama mæli og þær bandarísku, myndi það auka þjóðarframleiðsluna um meira en eitt prósent, eða 19 milljarða dollara. 18.4.2007 13:30 Kasparov settur í fjölmiðlabann Fréttamenn við eina stærstu einkareknu útvarpsstöð Rússlands, sögðu í dag að þeim hafi verið skipað að hleypa ekki stjórnarandstæðingum í þætti sína og fréttir. Skipanirnar koma frá nýjum stjórnendum stöðvarinnar sem voru fengnir frá ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Nær allir ljósvakamiðlar Rússland hafa lent undir stjórn húsbændanna í Kreml, síðan Vladimir Putin varð forseti fyrir sjö árum. 18.4.2007 13:28 Sjá næstu 50 fréttir
Skaut gísl og stytti sér svo aldur Umsátri lögreglunnar í Houston í Texas um Johnson-geimferðamiðstöð NASA lauk í nótt með að gíslatökumaðurinn sem þar var innandyra skaut annan gísl sinn til bana og stytti sér svo aldur. 21.4.2007 10:30
Kjörfundur hafinn í Nígeríu Umtalsverð vandræði hafa verið við framkvæmd nígerísku forsetakosninganna sem fram fara í dag. Kjörseðlar sem nota á í kosningunum voru prentaðir erlendis og bárust því ekki til landsins fyrr en seint í gærkvöld. Snemma í morgun var reynt að sprengja upp skrifstofur landskjörstjórnar í höfuðborginni Abúdja en tilræðismönnunum tókst ekki að sprengja upp fleytifullan olíubíl sem þeir höfðu hlaðið á hvellhvettum. 21.4.2007 09:59
Fórnarlambanna minnst með þögn Algjör þögn ríkti á háskólasvæði Virginíu Tækniháskólans á hádegi í dag við upphaf minningarathafnar sem þar fór fram. Hundruð stúdenta af svæðinu og íbúar í kring, söfnuðust saman við skólann, til að minnast þeirra þrjátíu og tveggja sem létu lífið í skotárás í skólanum á mánudaginn. 20.4.2007 20:53
Rice opin fyrir beinum viðræðum við Írana Condoleezza Rice, varnarmálaherra Bandaríkjanna, er opin fyrir beinum viðræðum við Írana. Rice ætlar að funda með nágrönnum Írana, Egyptum, í næsta mánuði. Opinber heimsókn Rice til Egyptalands verður dagana 1. til 4. maí. 20.4.2007 20:43
Óákveðnir gætu ráðið úrslitum Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á sunnudag, en formlegri kosningabaráttu lýkur í kvöld. Þótt kannanir bendi til að kosið verði á milli þeirra Nicolas Sarkozy og Segolene Royal í síðari umferðinni gæti fjöldi óákveðinna kjósenda sett strik í reikninginn. 20.4.2007 19:15
Óheppileg þýðingarvilla Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; "Nigger brown." 20.4.2007 16:33
Bráðasveit landamæravarða Innanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í dag að stofna 450 manna bráðasveit landamæravarða. Sveitina verður hægt að senda til landa eins og Spánar, ef fyrirsjáanlegt að mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda sé að hellast yfir landið. Á síðasta ári komu 31.000 ólöglegir innflytjendur til Spánar. 20.4.2007 16:27
Bagdad skipt með múrveggjum Verkfræðingasveit bandaríska hersins er að reisa varnarvegg um hverfi súnní múslima í Bagdad. Bygging hans er sögð lykilþáttur í nýrri áætlun til að rjúfa vítahring ofbeldis milli súnní og sjía múslima í borginni. Þetta er annar múrveggurinn sem byggður er um hverfi súnnía í höfuðborginni. 20.4.2007 14:58
Hommar tapa máli í Moskvu Rússneskur dómstóll vísaði í dag frá máli tveggja homma gegn borgarstjóranum í Moskvu. Málið var höfðað vegna þess að Yuri Luzhkov hafði lýst hinsegin dögum sem djöfullegu athæfi. Yfirvöld í Moskvu bönnuðu hinsegin daga á síðasta ári. Þegar engu að síður var farið í skrúðgöngu handtók lögreglan þáttakendur. Herskáir kristnir menn 20.4.2007 14:41
Skýrslu skilað um sölu á aðalstignum Breska lögreglan hefur sent skýrslu sína um hugsanlega sölu á aðalstignum til ríkissaksóknarans. Málið hefur varpað skugga á ríkisstjórn Tonys Blair, síðustu mánuði hans í embætti. Saksóknari mun nú ákveða hvort gefin verður út ákæra og hvort forsætisráðherrann verður meðal hinna ákærðu. 20.4.2007 14:12
Átök blossa upp á ný Bardagar hafa blossað upp á ný í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, en þrjátíu manns hafa látið þar lífið í ofbeldisverkum undanfarins sólarhrings. Sameinuðu þjóðirnar segja algert neyðarástand ríkja meðal borgarbúa. 20.4.2007 13:00
Handfarangur minnkaður Evrópusambandið hefur frestað því til maí á næsta ári að setja reglur um stærð handfarangurs sem fólk má hafa með sér í flugvélar. Það er gert að beiðni flugfélaga, sem vilja fá rýmri tíma til þess að upplýsa farþega sína um nýju reglurnar. 20.4.2007 12:37
Segir engan markað fyrir fríblöð í Danmörku Eftir átta mánuði hefur verið hætt útgáfu danska fríblaðsins Datos. Eitt af stóru dönsku útgáfufélögunum segir engan markað fyrir slík blöð í Danmörku. 20.4.2007 12:15
Höfuðlaust lík finnst í London Lík af konu sem á vantar höfuð og hendur fannst í gærmorgun í ánni Thames í London. Líkinu hafði verið komið fyrir í plastpoka áður en því var fleygt út í ánna. Einn maður hefur hefur verið handtekinn vegna málsins. 20.4.2007 11:45
Gráðugi samverjinn Þrjátíu og tveggja ára gamall maður fannst látinn í járnbrautarlest á leið til Hamborgar. Hann var einn í vagninum og tuttugu og sex ára gamall maður sem fann hann var ekkert að láta af því vita. Þess í stað stal hann veski hins látna. Og sneri svo aftur og aftur að líkinu til þess að plokka af því armbandsúrið og aðra verðmæta hluti. 20.4.2007 11:38
Enga blauta kossa Ísraelsk kona beit óvart stykki úr tungu kærasta síns, í heitum ástarleik. Sem betur fer gleypti hún ekki bitann, og ók kærastanum á ofsahraða á næsta sjúkrahús, þar sem hann komst undir læknishendur. Heilbrigðisþjónusta er á háu stigi í Ísrael, og læknum tókst að sauma hinn brottnumda bita aftur á tunguna. 20.4.2007 11:26
Óvissuferðir Það er þrettán sinnum hættulegra að fljúga í Rússlandi en annarsstaðar í heiminum. Að Afríku meðtalinni. Afríka er þó ekki rómuð fyrir flugöryggi. Þetta kemur fram í tölum International Air Transport Association. 20.4.2007 10:39
Skíthræddir Það var alveg sama hvað yfirvöld í Austurríki reyndu, það tókst ekki að venja ökumenn af því að stoppa í vegkantinum og ganga örna sinna í næsta runna eða skurði. Sérstaklega voru það ökumenn frá Austur-Evrópu sem gerðu þetta, frekar en fara inn á næstu bensínstöð, þar sem salernisaðstaðan er þó ókeypis. 20.4.2007 10:32
Kasparov yfirheyrður hjá FSB vegna meints ofstækis Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, gekk í dag á fund rússnesku leyniþjónustunnar vegna ásakana um að hann hefði haft uppi orð sem túlka mætti sem ofstæki. 20.4.2007 10:28
Larijani og Solana funda um kjarnorkumál á miðvikudag Ákveðið hefur verið að Ali Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, fundi með utanríkismálastjóra ESB, Javier Solana, á miðvikudaginn kemur. 20.4.2007 09:29
Slapp ómeiddur þegar herþota hrapaði í Svíþjóð Flugmaður sænskrar orrustuþotu slapp ómeiddur þegar vélin brotlenti um miðjan dag í dag. Maðurinn var á æfingu nálægt herstöð í Vidsel í Norður-Svíþjóð og hugðist koma inn til lendingar þegar eitthvað gerðist. 19.4.2007 21:15
Leita manns sem hótar að myrða líkt og Cho Lögregla og sérsveitir hafa verið kallaðar út og skólum hefur verið lokað í borginni Yuba City nærri Sacramento í Kaliforníu vegna hótana manns um að myrða fjölda fólks líkt og Cho Seung-hui gerði í Virgina Tech háskólanum á mánudag. 19.4.2007 20:57
Húninum Knút hótað lífláti Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur og dáður. Því hefur heimsfrægi húnninn Knútur sem býr í dýragarðinum í Berlín fengið að kynnast. Lífverðir fylgjast nú með hverri hreyfingu hans eftir að honum bárust líflátshótanir. 19.4.2007 19:29
Reid:Íraksstríðið er tapað Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði George Bush Bandaríkjaforseta á fundi í gær að hann teldi að Íraksstríðið væri tapað og að viðbótarherafli sem sendur hefði verið nýverið til Íraks hefði engu skilað. 19.4.2007 19:23
Lögregla harmar myndbirtingu NBC Lögregla í Virginíu, sem rannsakar skotárásina í Virginia Tech háskólanum á mánudag, harmaði í dag þá ákvörðun NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að sýna myndband sem morðinginn, Cho Seung-hui, sendi stöðinni. Þar líkir hann meðal annars dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. 19.4.2007 18:25
Abbas segir Johnston á lífi Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir breska fréttamanninn Alan Johnston, sem rænt var á Gasasvæðinu fyrir um mánuði, enn á lífi. 19.4.2007 16:15
Gonzales segir illa staðið að brottrekstri saksóknara Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, baðst í dag afsökunar á því hvernig staðið var að því reka átta alríkisssaksóknara úr starfi. Það gerði hann í yfirheyrslum fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. 19.4.2007 15:44
Keimlík mörk hjá Messi og Maradona Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. 19.4.2007 15:07
Asnalæti vegna skúrs í Dallas Það var heldur asnalegt mál sem tekið var fyrir í dómhúsi í Dallas í Texas í gær. Þar var asninn Buddy mættur í tengslum við deilur tveggja manna í borginni. Nágrannarnir John Cantrell og Gregory Shamoun deildu um skúr sem Shamoun er að byggja á lóð sinni. 19.4.2007 14:48
Noregur verði kolefnishlutlaust land árið 2050 Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins, greindi frá því á landsfundi flokksins í dag stefnt yrði að því að Noregur yrði kolefnishlutlaust land árið 2050, fyrst allra landa. 19.4.2007 14:28
Knútur með 15 lífverði eftir líflátshótanir Hinn heimsfrægi húnn Knútur í dýragarðinum í Berlín sætir nú sérstakri gæslu eftir að honum bárust nýlega líflátshótanir. Eftir því sem fram kemur í þýska blaðinu bild barst dýragarðinum handskrifað bréf þar sem birninum er hótað en þýska lögreglan neitar að tjá sig meira um efni bréfsins. 19.4.2007 14:05
Dato fyrsta fórnarlambið í fríblaðastríðinu í Danmörku Tilkynnt var um það í dag að hætt yrði að gefa út danska fríblaðið Dato en blaðið rennur saman við annað slíkt, Urban. Fram kemur í dönskum miðlum að blaðið komi ekki oftar út . 19.4.2007 13:44
Frambjóðendur í Frakklandi á lokaspretti kosningabaráttunnar Síðustu kosningafundirnir vegna forsetakosninganna í Frakklandi á sunnudag fara fram í dag og hjá helstu frambjóðendum liggur leiðin suður á bóginn. Allt útlit er fyrir spennandi kosningar en Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægrimanna, nýtur mest fylgis samkvæmt nýrri skoðanakönnun. 19.4.2007 13:24
Myndband sýnir hversu truflaður byssumaður var Skotárásarmaðurinn í Virginíu sendi myndband til NBC sjónvarpstöðvarinnar sem hann útbjó að öllum líkindum milli árásanna tveggja. Þar líkir hann dauða sínum við píslardauða Jesú Krists. Skilaboð hans eru full af heift og á köflum reynist erfitt að skilja hvað hann er að segja. 19.4.2007 12:00
Robert Gates í Ísrael Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hitti Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á fundi í Jerúsalem í morgun. Á fundinum ræddu þeir þróun mála á svæðinu undanfarið. 19.4.2007 10:30
Myndband fjöldamorðingjans í Virginíu birt Cho Seung-hui, maðurinn sem myrti 32 í Virginia Tech háskólanum á mánudag, sendi pakka til útvarpsstöðvar í New York og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar á milli fyrri og seinni árasar sinnar. Í pakkanum voru myndir af honum með byssu og myndband þar sem hann flutti reiðilestur um rík ungmenni og nautnalíf þeirra. 19.4.2007 09:46
Hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásina? Vangaveltur eru um það hvort það hefði verið hægt að koma í veg fyrir skotárásirnar í Virginia Tech í Bandaríkjunum í gær. Cho Seung- Hui fór á geðspítala fyrir um tveimur árum síðan eftir að nokkrir kvennemendur innan skólans kvörtuðu undan honum. Einnig hafði prófessor innan skólans kvartað undan honum, en ekkert var aðhafst. 18.4.2007 22:21
Um 170 manns létust í Bagdad í dag. Um 170 manns létust í sprengjuárásum í Bagdad í dag. Eru þetta mannskæðustu sprengingar sem orðið hafa síðan Bandaríkjamenn byrjuðu að herða öryggi í borginni fyrir tveimur mánuðum síðan. Í einni árásinni fórust um 120 manns og aðrir 100 særðust þegar bílsprengja sprakk á markaðnum Sadriyah. Í febrúar síðastliðin sprakk sprengja á þessum sama markaði og varð þá 130 manns að bana. 18.4.2007 21:08
Lýsir fjöldamorðunum sem hreinni aftöku Karlmaður sem lifði af árás fjöldamorðingjans í Virginíu lýsir því sem fram fór í kennslustofu skólans sem hreinni aftöku. Kennari við skólann segist ítrekað hafa varað skólayfirvöld við hegðun mannsins en ekkert mark hafi verið tekið á því. 18.4.2007 19:05
Sæll, hún er hætt með þér Flestir kannast við það að hafa grátið eða valdið táraflóði við sambandsslit elskenda. Sumir bara treysta sér ekki til þess að horfast í augu við elskuna sína og segja að allt sé búið. Þýskur maður hefur tekið að sér að gera það, gegn 4000 króna greiðslu. 18.4.2007 16:29
160 fórust í bílsprengjuárásum Bílsprengjur urðu að minnsta kosti 160 manns að fjörtjóni í Bagdad, í dag. Hver sprengjan af annarri sprakk nokkrum klukkustundum eftir að Nuiri al-Maliki, forsætisráðherra, lýsti því yfir að íraskar öryggissveitir muni taka við gæslu í öllu landinu um næstu áramót. 18.4.2007 14:14
Reykingamenn mótmæla reykingabanni í Danmörku Reykingamenn alls staðar að úr Danmörku söfnuðust saman fyrir framan danska þinghúsið í Kaupmannahöfn í dag með sígarettu og bjórglas í hendi til þess að mótmæla fyrirhuguðum lögum um bann við reykingum á veitingahúsum í landinu. 18.4.2007 13:36
Dýrt að kúga konur Misrétti gagnvart konum kostar Asíu- og Kyrrahafsþjóðir um 80 milljarða dollara á ári, að mati Sameinuðu þjóðanna. Þetta fé tapast með því að takmarka aðgang kvenna að heilbrigðisþjónustu, skólum og atvinnutækifærum. Ef til dæmis indverskar konur kæmust út á vinnumarkaðinn í sama mæli og þær bandarísku, myndi það auka þjóðarframleiðsluna um meira en eitt prósent, eða 19 milljarða dollara. 18.4.2007 13:30
Kasparov settur í fjölmiðlabann Fréttamenn við eina stærstu einkareknu útvarpsstöð Rússlands, sögðu í dag að þeim hafi verið skipað að hleypa ekki stjórnarandstæðingum í þætti sína og fréttir. Skipanirnar koma frá nýjum stjórnendum stöðvarinnar sem voru fengnir frá ríkisrekinni sjónvarpsstöð. Nær allir ljósvakamiðlar Rússland hafa lent undir stjórn húsbændanna í Kreml, síðan Vladimir Putin varð forseti fyrir sjö árum. 18.4.2007 13:28