Erlent

Hitabylgja á Ítalíu

Hitabylgja geisar á Ítalíu. Í höfuðborginni Róm hafa sveittir ferðamenn og heimamenn flykkst að hinum fræga Trevi-gosbrunni í þeim tilgangi að kæla sig niður og busla í vatninu. Undanfarna daga hefur hitinn í Róm farið vel yfir 30 gráður og spá veðurfræðingar því að hitabylgjan vari fram í næstu viku. Ungu kynslóðinni finnst gaman að nota tækifærið og busla á meðan þeir eldri kjósa að halda sig í skugganum. Vatnið í Trevi- gosbrunninum er óneitanlega freistandi við svona aðstæður en það er hins vegar bannað að fá sér sundsprett í því og hver sá sem lætur vaða er sektaður um jafnvirði tólf þúsund króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×