Erlent

Árekstrum við lögreglubíla fjölgar

Fólki sem ferst eða slasast alvarlega í árekstrum við lögreglubifreiðar sem bruna á vettvang hefur fjölgað um sextíu prósent á einu ári í Bretlandi. Yfir tvö þúsund manns slösuðust í slysum af þessu tagi í Englandi og Wales á milli apríl 2003 og 2004 og fjölgaði þeim um 700 miðað við sama tíma árið áður. Þykir ástæða til að ætla að bæta þurfi þjálfun lögreglumanna við akstur en einnig að skilgreina betur hvenær réttlætanlegt sé að hefja eltingarleiki á götum úti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×