Lítill árangur í Ulsan 24. júní 2005 00:01 Fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu lauk í dag með litlum árangri. Hvorki gekk né rak að taka ákvarðanir eða marka nýja stefnu og er staðan því óbreytt. Hópur ríkja sem aðild á að Alþjóðahvalveiðiráðinu berst ötullega gegn því að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný og þau ríki vilja reyndar flest ganga lengra í hina áttina og banna einnig allar vísindaveiðar. Hinn hagsmunahópurinn vill að ráðið fari hina leiðina og leyfi hvalveiðar í atvinnuskyni á ný og hafi umsjón með þeim enda sé þetta Alþjóðahvalveiðiráð, ekki hvalfriðunarráð. Niðurstaða fundarins í ár var engin. Hvorki verður dregið úr vísindaveiðum né verða veiðar í atvinnuskyni leyfðar. Nokkrar þjóðir hafa lagt til að haldnir verði minni ráðherrafundir þar sem málið verði rætt og jafnvel komi til greina að flétta samningum um hvalveiðar inn í aðra alþjóðasamninga. Japanar eru ekki yfir sig hrifnir af þessum tillögum og segja að þar sem hvalveiðar séu svo viðkvæmt málefni geti það skemmt aðrar samningaviðræður að blanda þeim saman við. Enginn virðist því ánægður eftir fundinn. Hvalfriðunarsinnar benda á að líklegt sé að um 2.500 hvalir verði veiddir löglega næsta árið, en það eru fleiri en nokkru sinni frá því að hvalveiðar voru bannaðar árið 1986. Hvalveiðiþjóðir eru ósáttar við að ekkert hafi gengið að semja um veiðar í atvinnuskyni. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra mun á næstu dögum tilkynna fjölda hvala sem leyft verður að veiða við Íslandsstrendur í vísindaskyni. Næsti fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður haldinn í St. Kitts og Nevis í Karíbahafinu en sú þjóð hefur skipað sér í raðir þeirra ríkja sem styðja hvalveiðar. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu lauk í dag með litlum árangri. Hvorki gekk né rak að taka ákvarðanir eða marka nýja stefnu og er staðan því óbreytt. Hópur ríkja sem aðild á að Alþjóðahvalveiðiráðinu berst ötullega gegn því að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni á ný og þau ríki vilja reyndar flest ganga lengra í hina áttina og banna einnig allar vísindaveiðar. Hinn hagsmunahópurinn vill að ráðið fari hina leiðina og leyfi hvalveiðar í atvinnuskyni á ný og hafi umsjón með þeim enda sé þetta Alþjóðahvalveiðiráð, ekki hvalfriðunarráð. Niðurstaða fundarins í ár var engin. Hvorki verður dregið úr vísindaveiðum né verða veiðar í atvinnuskyni leyfðar. Nokkrar þjóðir hafa lagt til að haldnir verði minni ráðherrafundir þar sem málið verði rætt og jafnvel komi til greina að flétta samningum um hvalveiðar inn í aðra alþjóðasamninga. Japanar eru ekki yfir sig hrifnir af þessum tillögum og segja að þar sem hvalveiðar séu svo viðkvæmt málefni geti það skemmt aðrar samningaviðræður að blanda þeim saman við. Enginn virðist því ánægður eftir fundinn. Hvalfriðunarsinnar benda á að líklegt sé að um 2.500 hvalir verði veiddir löglega næsta árið, en það eru fleiri en nokkru sinni frá því að hvalveiðar voru bannaðar árið 1986. Hvalveiðiþjóðir eru ósáttar við að ekkert hafi gengið að semja um veiðar í atvinnuskyni. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra mun á næstu dögum tilkynna fjölda hvala sem leyft verður að veiða við Íslandsstrendur í vísindaskyni. Næsti fundur Alþjóðahvalveiðiráðsins verður haldinn í St. Kitts og Nevis í Karíbahafinu en sú þjóð hefur skipað sér í raðir þeirra ríkja sem styðja hvalveiðar.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira