Erlent

Jarðarbúar nærri 6,5 milljarðar

Mannkyninu fjölgar jafnt og þétt og eru íbúar jarðarinnar nú nærri 6,5 milljarðar samkvæmt upplýsingum frá frönsku lýðfræðirannsóknastofnuninni. Helmingur íbúanna býr í aðeins sex löndum: Kína, Indlandi, Bandaríkjunum, Indónesíu, Brasilíu og Pakistan. Sextíu og einn af hverjum hundrað íbúum jarðar býr í Asíu, fjórtán í Afríku, ellefu í Evrópu, níu í Suður-Ameríku, fimm í Norður-Ameríku og tæplega einn í Ástralíu. Lífslíkur eru mestar í Japan, 82 ár en Ísland fylgir á eftir með áttatíu ár. Lægsti meðalaldurinn er hins vegar í ríkjum sunnanverðrar Afríku þar sem lífslíkur eru á milli 30 og 40 ár, einkum vegna alnæmisfaraldurs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×