Erlent

Berlusconi orðhákur

Finnska sendiráðið á Ítalíu hefur sent formlega kvörtun til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna ummæla sem hann lét falla um Tarju Halonen, forseta Finnlands. Berlusconi grínaðist með það fyrr í vikunni að hann hefði þurft á "öllum sínum flagarahæfileikum að halda" til að sannfæra hana um að matvælastofnun Evrópusambandsins ætti heima á Ítalíu en ekki í Finnlandi þar sem finnskur matur væri nánast óætur. Ummælin hafa vakið svo mikla reiði í Finnlandi að sumt þarlent fólk íhugar að sniðganga ítalskar vörur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×