Erlent

Blettatígrum fjölgar í Washington

Fimm blettatígurshvolpar voru í fyrsta sinn í dag leiddir fyrir sjónir almennings í dýragarðinum í Washington í Bandaríkjunum. Hvolparnir fæddust í garðinum fyrir 10 vikum og eru aðeins annar hvolpahópurinn sem kemur þar í heiminn í 116 ára sögu dýragarðsins. Blettatígurshvolparnir munu enn vera á spena en þeir voru getnir á náttúrlegan hátt í dýragarðinum. Blettatígrar eru meðal fótfráustu skepna á jarðríki og geta hlaupið á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund. Á milli 12 og 15 þúsund dýr lifa villt í náttúrunni og því telst tegundin í útrýmingarhættu, en í dýragarðinum í Washington er unnið að fjölgun þeirra og fleiri dýrategunda með sérstakri áætlun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×