Erlent

Uppbyggingarstarf geti tekið 10 ár

MYND/AP
Þrátt fyrir að framlög til uppbyggingar hafi aldrei verið meiri en eftir fljóðbylgjuna í Suðaustur-Asíu annan dag jóla í fyrra mun það taka allt að tíu ár að ljúka uppbyggingarstarfinu. Þetta segir Jan Egeland sem fer fyrir neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna á svæðinu við Indlandshaf. Egeland ræddi í dag við fulltrúa Evrópusambandsins um ástandið á hamfarasvæðinum og sagði eftir fundinn að alls hefðu 90 þjóðir heitið 11 milljörðum bandaríkjadala, andvirði 715 milljarða króna, til uppbyggingar á þeim svæðum sem flóðbylgjan reið yfir. Hins vegar væri mikið verk óunnið og mikilvægt að standa vel að uppbyggingunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á fót kerfi á Netinu þar sem fylgst er með því hvernig fjármunum, sem ætlaðir eru til uppbyggingar, er varið en þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að misfarið verði með féð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×