Erlent

Læknar komi að yfirheyrslum

MYND/Reuters
Læknar í fangelsinu á Guantanamo-flóa á Kúbu hafa aðstoðað fangaverði við útfærslu á grimmdarlegum yfirheyrslum. Í viðtölum bandaríska dagblaðsins New York Times við nokkra fangaverði kemur fram að læknar hafi gefið þeim upplýsingar um hvernig mætti notfæra sér fælni fanganna til þess að fá þá til að leysa frá skjóðunni. Þá hafi þeir einnig kennt fangavörðunum aðferðir til þess að auka streitu og ótta meðal fanganna. Yfirmenn innan Pentagon eru þó ekki á því að læknarnir hafi brotið siðareglur þar sem þeir hafi í þessu tilviki starfað sem atferlisfræðingar en ekki læknar. Það hafi verið þeirra hlutverk að rannsaka persónuleika fanganna og þeir hafi ekki brotið af sér við þau störf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×