Erlent

Kjörfundur lengdur aftur

Yfirvöld í Íran framlengdu í annað sinn opnunartíma kjörstaða í seinni umferð forsetakosninga í landinu í dag vegna langra biðraða við kjörstaði. Upphaflega stóð til að loka kjörstöðum klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma en þeir verða nú opnir til hálfsex. Í fyrri umferðinni í síðustu viku var opnunartími kjörstaðanna framlengdur nokkrum sinnum, en tveir efstu menn í þeirri umferð, Akbar Rafsanjani, umbótasinni og fyrrverandi forseti landsins, og harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad, etja nú kappi hvor við annan. Búist er við spennandi kosningum en alls eru 47 milljónir Írana á kjörskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×