Fleiri fréttir

Páfi veikburða í Frakklandi

Jóhannes Páll páfi annar virtist afar veikburða þegar hann flutti útimessu í Lourdes í Frakklandi í dag. Bærinn er einkum þekktur fyrir helgidóm þar sem María mey er sögð birtast og líkna sjúkum. Páfi átti erfitt með að flytja prédikun sína og sagði á einum stað í henni „hjálpið mér“ á pólsku.

Árásir við upphaf þings

Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir.

Mikilvægar kosningar í Venesúela

Íbúar í Venesúela greiddu í dag atkvæði um hvort reka ætti forseta landsins úr embætti. Niðurstaðna er beðið með eftirvæntingu þar sem þær gætu haft víðtæk áhrif, meðal annars hér á landi.

Ekki orðnir bandamenn

Rússar og Bandaríkjamenn "eru sannarlega ekki lengur óvinir en eru sennilega ekki heldur orðnir bandamenn," sagði Sergei Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar hann lýsti samskiptum landanna að loknum fundi sínum með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Bardagar blossa upp á nýjan leik

Bardagar í Najaf eru hafnir af krafti á nýjan leik eftir að stríðandi fylkingum mistókst að ná samkomulagi um vopnahlé.

Eins og eftir sprengjuárás

Íbúar Flórída eru byrjaðir að hreinsa til í rústunum og byggja upp það sem eyðilagðist þegar hvirfilbylurinn Charley gekk þar yfir. Talið er að skemmdirnar megi meta á allt að 800 milljarða króna og er þá aðeins horft til þess sem íbúarnir voru búnir að tryggja áður en ósköpin gengu yfir.

Tíu milljónir skráðar á kjörskrá

"Þetta sýnir mikinn vilja afgönsku þjóðarinnar til að taka þátt í kosningunum," sagði Manoel de Almeida e Silva, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, þegar hann greindi frá því að nær tíu milljónir manna og kvenna hefðu skráð sig á kjörskrá.

Pakistanar fagna sjálfstæðisafmæli

Pakistanar halda upp á fimmtíu og sjö ára afmæli sjálfstæðis síns í dag. Perves Musharraf, forseti landsins, sagði í ávarpi af því tilefni að Pakistan væri nú ógnað sem aldrei fyrr og ógnin væri hryðjuverkamenn Al-Kaída. Forsetinn hét því að herferðin gegn Al-Kaída yrði enn efld og henni haldið áfram þar til búið væri að uppræta samtökin.

Páfi í heimsókn í Frakklandi

Jóhannes Páll páfi kom í dag í tveggja daga heimsókn til frönsku borgarinnar Lourdes. Þetta er pílagrímsför fyrir páfa til þessa helga staðar kaþólskra manna þar sem vatnið er talið hafa lækningarmátt.

Ómögulegt að sporna við hækkun

Fulltrúi Írans hjá Samtökum olíuframleiðsluríkja segir að samtökin geti ekkert gert til þess að lækka hið himinháa olíuverð. Framleiðslan sé þegar 2,8 milljónir fata umfram eftirspurn og það hafi því enga þýðingu að auka framleiðsluna.

70 þúsund hermenn heim

Bandaríkjamenn stefna að því að kalla 70 þúsund hermenn heim frá Evrópu og Asíu í náinni framtíð að sögn yfirmanns innan hersins. Þetta er tilkomið vegna endurskipulagningu hersins í kjölfar endaloka kalda stríðsins og upphafs stríðsins gegn hryðjuverkum.

Níutíu féllu umhverfis Bagdad

Bandarískir hermenn felldu um níutíu uppreisnarmenn í borgum umhverfis Bagdad í nótt en allt var með kyrrum kjörum í Najaf þar sem sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr er að reyna að semja vopnahlé.

Tjón Charley um 70 milljarðar

Fellibylurinn Charley jafnaði hús við jörðu og reif tré upp með rótum þegar hann gekk yfir Flórída í gær. Það má segja að Charley hafi komið aftan að Flórídabúum því hann tók land miklu sunnar en við var búist.

Óttast um töluvert mannfall

Óttast er að tugir manna hafi farist þegar fellibylurinn Charley jafnaði hús við jörðu og reif tré upp með rótum á Flórída í gær. Þegar er búið að finna fimmtán lík og leitin svo til nýbyrjuð.

Vopnahlésviðræður út í sandinn

Vopnahlésviðræður við múslimaklerkinn Muqtada al-Sadr eru runnar út í sandinn. Hann hvetur landa sína til harðari baráttu gegn hinu „ameríska nýlenduveldi“. 

Páfi í pílagrímsför

Jóhannes Páll páfi annar hélt í pílagrímsför til lindanna í Lourdes í Frakklandi sem margir telja að lækni ýmis mein þeirra sem halda þangað í pílagrímsför.

Gífurlegt eignatjón og mannfall

Öflugasti hvirfilbylurinn til að ríða yfir Flórída kostaði fimmtán manns hið minnsta lífið og olli gífurlegu eignatjóni sem skildi mörg þúsund íbúa eftir heimilislausa.

Viðræður út um þúfur

Tilraunir til að semja um vopnahlé í Najaf eftir meira en vikulanga bardaga virtust í gærkvöld við það að renna út í sandinn. Þar með eykst ótti manna við að bardagar brjótist út af fullum krafti á nýjan leik.

Al-Sadr heill á húfi

Leiðtogi uppreisnarmanna sjíta-múslima í Írak, Moqtada al-Sadr, er ekki særður eftir árásir Bandaríkjamanna á borgina Nafaj í gær eins og talsmenn hans héldu fram í morgun, segir innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks.

63 látnir í fellibyl í Kína

Sextíu og þrír létust og átján hundruð eru slasaðir eftir að fellibylurinn Rananim gekk yfir Kína í gærkvöldi. Nærri tvö hundruð eru alvarlega slasaðir og yfir átján þúsund byggingar hrundu til grunna.

Fellibylurinn Charley á Kúbu

Meira en hálfri milljón íbúa á strönd Flórída í Bandaríkjunum var fyrirskipað að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins Charley sem gekk á land á Kúbu í gær. Þúsundir íbúar Kúbu yfirgáfu heimili sín einnig en vindhraði stormsins fer yfir fjörutíu metra á sekúndu.

Bandaríkin betur stödd

George Bush Bandaríkjaforseti segist þess fullviss að Bandaríkin séu betur stödd nú en fyrir fjórum árum, bæði í innanríkismálum og utanríkismálum. Þessu lýsti forsetinn yfir í spjallþætti Larry King í gær þar sem hann sagði einnig að heimurinn væri öruggari staður eftir fjögurra ára setu sína á forsetastóli.

Ástand al-Sadrs óvíst

Sjítaklerkurinn Moqtada al-Sadr, foringi uppreisnarmanna sjíta í Írak, særðist í bardögum í Najaf í nótt að sögn talsmanna hans. Innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks segir þessar upplýsingar hins vegar rangar.

Al-Sadr reynir að semja

Bráðabirgðastjórnin í Írak segir að sjíta klerkurinn Moqtada al-Sadr sé að semja um að fá að yfirgefa bænahús í borginni Najaf, óáreittur. Klerkurinn hefur haldið sig þar síðan Bandaríkjamenn hófu stórsókn inn í borgina í gær.

Karl Gústaf skrópar í brúðkaup

Sylvía, drottning Svíþjóðar, er sögð hafa talið Karl Gústaf konung ofan af því að vera viðstaddur brúðkaup besta vinar síns, greifans Noppe Lewenhaupts. Ástæðan mun vera sú að brúðurin er þrettán árum yngri en brúðguminn sem er 57 ára gamall.

Malaría í Darfúr

Malaría hefur brotist út í flóttamannabúðunum í Darfúr-héraði í Súdan. Margar flóttamannabúðir þar skortir bæði hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Lifrarbólgufaraldur hefur einnig gengið yfir búðirnar.

Gæti valdið 700 milljarða tjóni

Fellibylurinn Charley sem nú stefnir á Tampa-flóa á Flórída-skaga gæti valdið tíu milljarða dollara tjóni, sem gerir 700 milljarða íslenskar krónur, að mati tryggingafræðinga. Þá er miðað við svokallaðan þriðja stigs fellibyl þar sem vindhraðinn er um hundrað og áttatíu kílómetrar á klukkustund.

Krafa al-Sadr í tíu liðum

Sjíta klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur lagt fram kröfur í tíu liðum fyrir að binda enda á átökin í borginni Najaf í Írak. Hann segist reiðubúinn að flytja hersveitir sínar þaðan, gegn því að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama.

Þúsundir flýja á Spáni

Miklir skógareldar geisa nú í Valensía-héraði á austanverðum Spáni og hafa þúsundir manna orðið að flýja heimili sín. Sjö hundruð hektarar skóglendis hafa brunnið til kaldra kola í Síerra de Calderon þjóðgarðinum síðan eldarnir kviknuðu í gærkvöldi.

115 látnir og 1800 slasaðir í Kína

Eitt hundrað og fimmtán hafa látist og átján hundruð eru slasaðir eftir að fellibylurinn Rananim gekk yfir Kína í gærkvöldi.  Nærri tvö hundruð eru alvarlega slasaðir og yfir fjörutíu þúsund byggingar hafa hrunið til grunna.

Olíuverð ekki hærra í 20 ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið hærra í tuttugu ár en fatið kostar nú 45,35 dollara. Ótryggt ástand í Írak og Venesúela, fellibylur á Mexíkóflóa og ófremdarástand hjá rússneska olíurisanum Yukon eru sagðar ástæður hækkunarinnar.

Olli miklum skemmdum á Kúbu

Fellibylurinn Charley, sem nú stefnir á Tampa-flóa á Flórídaskaga, gekk yfir Kúbu fyrr í dag og olli miklum skemmdum. Þök fuku af húsum og pálmatré rifnuðu upp með rótum þegar fellibylurinn fór yfir eyjuna en þó varð ekkert manntjón. Tæplega hundrað og fimmtíu þúsund manns á vesturhluta Kúbu urðu að yfirgefa heimili sín í dag vegna bylsins.

Bush með forskot

George W. Bush Bandaríkjaforseti nýtur mests fylgis meðal kjósenda, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Skiptir þá engu hvort bara sé spurt um hann og John Kerry, frambjóðanda demókrata, eða þá tvo og óháða frambjóðandann Ralph Nader.

Hlé á morðum

Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni Najaf í Írak þar sem harðir bardagar höfðu geisað í yfir viku. Uppreisnarmenn, sem rændu breskum blaðamanni í morgun, féllust á að sleppa honum eftir beiðni frá sjítaklerknum Muqtada al-Sadr.

Ólympíuleikarnir settir

108 árum eftir að fyrstu Ólympíuleikar nútímans fóru fram sneru þeir aftur til Aþenu. Tugþúsundir íþróttamanna og áhorfenda á Ólympíuleikvangnum í Aþenu auk milljóna áhorfenda fylgdust með því þegar Nikolaos Kaklamanakis, sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta fyrir átta árum tendraði Ólympíueldinn.</font />

Of fátæk til að kaupa í matinn

Fátækt og misskipting auðsins fer vaxandi í Ísrael. Tekjur helmings landsmanna duga ekki fram að næstu útborgun og sjöundi hver Ísraeli kveðst lenda í vandræðum með að kaupa í matinn vegna fátæktar. </font /></b />

Þúsundir flýja Najaf

Þúsundir íbúa flýja nú íröksku borgina Najaf, þar sem Bandaríkjamenn og írakskar öryggissveitir berjast hatrammlega gegn skæruliðum, meðan aðrir íbúar þustu út á götur til að mótmæla. Bandaríkjamenn aka um borgina og kalla til íbúa í gegnum gjallarhorn að ætlunin sé að svæla út uppreisnarmenn úr röðum sjíta-múslima sem þeir hafa barist við nær linnualust í heila viku.

Sex látnir í rútuslysi í Perú

Að minnsta kosti sex létust og nærri fjörutíu slösuðust þegar tveggja hæða rútu var ekið fram hjá brú í Perú í gær með þeim afleiðingum að hún skall í þurran árfarveg fyrir neðan. Evrópskir ferðamenn voru í rútunni og hefur verið staðfest að einn írskur ríkisborgari er meðal hinna látnu, tuttugu og eins árs að aldri.

Sjaldgæfir Súmötru-tígrar sýndir

Þrír sjaldgæfir Súmötru-tígrisdýrahvolpar voru til sýnis í fyrsta sinn í dýragarði í Washington í gær. Þessi tegund tígrisdýra er í útrýmingarhættu og er talið að aðeins fimm hundruð dýr séu á lífi á indónesísku eyjunni Súmötru og tvö hundruð í dýragörðum.

Olíuverð breytist líklega ekki

Olíuverð er ennþá um fjörutíu og fimm dollarar fatið og er ekki búist við að það breytist mikið næstu daga vegna harðnandi átaka í Írak. Vegna árása á olíuleiðslur framleiðir Írak ekki nema um fimmtíu prósent af daglegri framleiðslugetu.

Réttarhöldin hefjast að nýju

Réttarhöldin yfir rússneska olíujöfrinum Mikhaíl Khodorkovský, aðaleiganda Júkos-olíurisans, vegna meints fjármálamisferlis og skattsvika munu hefjast að nýju í dag eftir viku hlé.

Najaf hertekin

Bandarískar og írakskar hersveitir hafa hertekið miðborg Najaf í stórfelldri árás þar sem beitt hefur verið bæði þyrlum og skriðdrekum. Skilaboð árásarsveitanna til uppreisnarmannanna eru einföld: farið eða þið deyið.

Taívanar svara fyrir sig

Taívanski herinn gæti varið landið fyrir kínverskri innrás í tvær vikur og valdið gríðarlegu manntjóni að sögn taívönsku herstjórnarinnar. Kínverjar eru sannfærðir um að forseti Taívans, Chen Sjú-bían, muni nota síðara kjörtímabil sitt til þess að lýsa yfir fullu sjálfstæði landsins.

Sþ biðla til heimsins vegna flóða

Sameinuðu þjóðirnar biðla nú til alþjóðasamfélagsins um neyðarhjálp til handa þeim fjölmörgu sem misst hafa aleiguna og uppskeruna í gríðarlegum flóðum í Bangladess. Talið er að fólkið þurfi matvælaaðstoð í að minnstakosti hálft ár, ella blasi hungursneyð við milljónum landsmanna.

Hvattir til uppgjafar

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hvatti andspyrnuhreyfingu sjíta-múslima til að leggja niður vopn fyrr í dag en þeir hafa barist hatrammlega við hernámsliðið í nokkrum borgum Íraks í dag. Hann hvatti þá jafnframt til að ganga til liðs við „pólitíska framþróun“ landsins eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum.

Sjá næstu 50 fréttir