Of fátæk til að kaupa í matinn 12. ágúst 2004 00:01 Laun annars hvers Ísraela duga ekki til að ná endum saman og sjöundi hver Ísraeli á ekki nógu mikinn pening til að kaupa mat, samkvæmt nýrri tekjukönnun ísraelsku hagstofunnar sem greint er frá í dagblaðinu Jerusalem Post. Ísraelskt efnahagslíf hefur, líkt og efnahagur Palestínumanna, hrunið vegna átaka Ísraela og Palestínumanna undanfarin ár. "Hér eru nú tvær þjóðir. Önnur rík, hin fátæk. Á því leikur enginn vafi. Fjármálaráðherrann er Hrói Höttur hinna ríku," sagði verkalýðsforkólfurinn Etti Peretz. Peretz sagði í útvarpsviðtali að fæðuskortur yrði til þess að skaða líkamsbyggingu, skilningsvit og heilsu fólks. "Þetta þýðir að hluti ísraelskra barna elst upp með vanþroska líkama og að sumir hinna öldruðu íbúa Ísraels eru að farast úr fátækt," sagði hann. Könnunin leiðir meðal annars í ljós að munurinn á milli ríkra og fátækra fer stækkandi. Á nær fjörutíu prósentum heimila hafa íbúar ekki efni á því að hita heimili sín og meira en helmingur Ísraela kvaðst hvorki hafa keypt sér föt né skó árið sem tekjukönnunin tók til. Fjórði hver maður bjó við að lokað hefði verið fyrir síma eða rafmagn á sama tímabili. Versnandi afkoma almennings hefur mikil áhrif á hversu líklegt fólk er til að leita sér lækninga. Nær helmingur þeirra sem þurfti að leita til tannlæknis sleppti því vegna kostnaðar. Sjötti hver Ísraeli sleppti því að leysa út lyf sem læknar ávísuðu á og annar hver Ísraeli sem er ekki með sjúkratryggingu sagðist hafa gefið hana upp á bátinn vegna fjárhagserfiðleika. Að einu leyti kann fátæktin þó að hafa stuðlað að betri heilsu. Rúmlega fjórðungur reykingafólks kvaðst hafa þurft að hætta að reykja eða draga úr reykingum vegna kostnaðar. Þrátt fyrir þetta lýsti nær helmingur sig ánægðan með efnahagsástandið. Tveir af hverjum fimm telja að staða sín batni á næstu árum en fjórðungur Ísraela telur hana munu versna. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Laun annars hvers Ísraela duga ekki til að ná endum saman og sjöundi hver Ísraeli á ekki nógu mikinn pening til að kaupa mat, samkvæmt nýrri tekjukönnun ísraelsku hagstofunnar sem greint er frá í dagblaðinu Jerusalem Post. Ísraelskt efnahagslíf hefur, líkt og efnahagur Palestínumanna, hrunið vegna átaka Ísraela og Palestínumanna undanfarin ár. "Hér eru nú tvær þjóðir. Önnur rík, hin fátæk. Á því leikur enginn vafi. Fjármálaráðherrann er Hrói Höttur hinna ríku," sagði verkalýðsforkólfurinn Etti Peretz. Peretz sagði í útvarpsviðtali að fæðuskortur yrði til þess að skaða líkamsbyggingu, skilningsvit og heilsu fólks. "Þetta þýðir að hluti ísraelskra barna elst upp með vanþroska líkama og að sumir hinna öldruðu íbúa Ísraels eru að farast úr fátækt," sagði hann. Könnunin leiðir meðal annars í ljós að munurinn á milli ríkra og fátækra fer stækkandi. Á nær fjörutíu prósentum heimila hafa íbúar ekki efni á því að hita heimili sín og meira en helmingur Ísraela kvaðst hvorki hafa keypt sér föt né skó árið sem tekjukönnunin tók til. Fjórði hver maður bjó við að lokað hefði verið fyrir síma eða rafmagn á sama tímabili. Versnandi afkoma almennings hefur mikil áhrif á hversu líklegt fólk er til að leita sér lækninga. Nær helmingur þeirra sem þurfti að leita til tannlæknis sleppti því vegna kostnaðar. Sjötti hver Ísraeli sleppti því að leysa út lyf sem læknar ávísuðu á og annar hver Ísraeli sem er ekki með sjúkratryggingu sagðist hafa gefið hana upp á bátinn vegna fjárhagserfiðleika. Að einu leyti kann fátæktin þó að hafa stuðlað að betri heilsu. Rúmlega fjórðungur reykingafólks kvaðst hafa þurft að hætta að reykja eða draga úr reykingum vegna kostnaðar. Þrátt fyrir þetta lýsti nær helmingur sig ánægðan með efnahagsástandið. Tveir af hverjum fimm telja að staða sín batni á næstu árum en fjórðungur Ísraela telur hana munu versna.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira