Fleiri fréttir Stórsóknin hafin í Najaf Bandarískar og íraskar hersveitir hófu stórsókn inn í Najaf í gær. Þeim tókst ekki að hafa hendur í hári shíta-klerksins Muqtada al-Sadrs. Kveða á niður uppreisn shíta. Uppreisnarmenn verjast í helgustu byggingum borgarinnar</font /></b /> 12.8.2004 00:01 Hjónaböndin dæmd ógild Hæstiréttur Kaliforníu ógilti í gær næstum fjögur þúsund hjónabönd samkynhneigðra. Pörin voru gefin saman í San Fransisco fyrr á árinu og hlutu staðfestingu hjá borgaryfirvöldum þar. 12.8.2004 00:01 Smáríki gegna stóru hlutverki Minni ríki innan Evrópusambandsins munu hafa mikil áhrif í nýskipaðri framkvæmdastjórn sambandsins undir forsæti Portúgalans Jose Manuels Barroso. Stóru ríki þrjú; Þýskaland, Frakkland og Bretland, munu þó fara með stjórn efnahagsmála að mestu. 12.8.2004 00:01 Svíar orðnir níu milljónir Svíar urðu í gær níu milljón talsins. Samkvæmt opinberum áætlunartölum fæddist barnið sem kom fólksfjöldanum í níu milljónir klukkan 12.58 að íslenskum tíma. Svíum hefur fjölgað um eina milljón síðan árið 1969 og því er spáð að þeir verði orðnir tíu milljón talsins fyrir árið 2027. 12.8.2004 00:01 Palestínumenn reiðir eigin mönnum Margir Palestínumenn eru reiðir eftir sprengjuárás sem beint var gegn Ísraelum. Sprengjan sprakk í grennd við landamærastöð á Vesturbakkanum í gær. Hún varð tveim Palestínumönnum að bana og særði tíu. Auk þess særðust sex ísraelskir hermenn. 12.8.2004 00:01 Bush berst gegn staðreyndum George W. Bush heldur því fram að efnahagsástandið í Bandaríkjum sé gott. Hagtölur sýna hið gagnstæða. Vont efnahagsástand í lykilríkjum gæti reynst Bush dýrkeypt í kosningunum. </font /></b /> 11.8.2004 00:01 Handtekinn fyrir að kvikmynda Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur Pakistanskan borgara í haldi, eftir að lögregluþjónn veitti manninum athygli þar sem hann var að kvikmynda sextíu hæða byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna og annan skýjakljúf, í Norður Karólínu ríki. 11.8.2004 00:01 Varaforsetinn vill að herinn hörfi Varaforseti íröksku bráðabirgðastjórnarinnar, Ibrahim Jaafari, vill að liðsmenn hernaðarbandalags Bandaríkjanna hörfi frá borginni Najaf, þar sem bardagar hafa geisað milli fjölþjóðahersins og íraskra uppreisnarmanna. 11.8.2004 00:01 Sprengjuhótun á flugvelli í Sofiu Komusal flugvallarins í Sofíu, í Búlgaríu, var lokað um hálfsjöleytið í morgun, að íslenskum tíma, vegna sprengjuhótunar, samkvæmt innanríkisráðuneytinu í landinu. Stjórnendur flugvallarins segja að ekki hafi þurft að fresta flugi en fjölmiðlar í landinu segja að tuttugu mínútna seinkun hafi orðið á lendingu vélar frá Tyrklandi vegna málsins. 11.8.2004 00:01 Olíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð í Bandaríkjunum náði sögulegu hámarki í gær, eða um 45 dollurum fyrir tunnuna, eftir að fregnir bárust af því að dregið yrði úr olíuvinnslu við Mexíkóflóða vegna yfirvofandi óveðurs. 11.8.2004 00:01 Vilja fella neyðarlög úr gildi Tíu útlendingar, sem haldið hefur verið í Bretlandi í nærri því þrjú ár án ákæru, töpuðu áfrýjunarmáli í morgun. Þeir eru grunaðir hryðjuverkamenn. Mannréttindasamtök og breskir þingmenn hafa hvatt stjórnvöld í Bretlandi til að fella úr gildi neyðarlög sem þau settu eftir hryðjuverkin ellefta september. 11.8.2004 00:01 Spassky hvetur til eigin handtöku Skáksnillingurinn Boris Spassky, gamall keppinautur Bobbys Fishers, hefur hvatt stjórnvöld í Bandaríkjunum til að handtaka sig og setja í fangaklefa með Fisher þar sem báðir mennirnir brutu í bága við viðskiptabann Bandaríkjanna í Júgóslavíu árið 1992. 11.8.2004 00:01 Harðir bardagar í Najaf Enn geisa bardagar í borginni Najaf í Írak. Varaforseti landsins krefst þess að Bandaríkjamenn fari frá borginni. Barist er í Najaf sjöunda daginn í röð. Bandaríski herinn telur að dregið hafi úr átökunum í gær og í dag en þeir segja að yfir 350 uppreisnarmenn hafi látið lífið síðustu daga. 11.8.2004 00:01 15 særast í árásum Ísraelshers 15 særðust, þar á meðal tvö börn, í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist hafa skotið flugskeyti að palestínskum vígamönnum á opnu svæði. Tíu ísraelskir skriðdrekar og nokkrir valtarar voru þar til að brjóta niður hús Palestínumanna. 11.8.2004 00:01 Klóna stofnfrumur í lækningaskyni Vísindamenn í Newcastle-háskóla í Bretlandi ætla að klóna stofnfrumur úr mönnum til að finna lækningu við sykursýki. Bresk stjórnvöld hafa veitt mönnunum leyfi til að klóna stofnfrumurnar í þágu læknavísinda. 11.8.2004 00:01 Ermasundsgöngunum lokað um stund Ermarsundsgöngunum milli Bretlands og Frakklands, var lokað rétt fyrir ellefu í morgun vegna bilana í merkjabúnaði lestarkerfis. Lokunin hefur áhrif á Eurostar-lestirnar sem flytja farþega á milli Parísar, Brussel, Lille og Lundúna, sem og lestir sem flytja bíla á milli Parísar og Lundúna. 11.8.2004 00:01 Leitað að sprengju á baðströnd Spænska lögreglan leitar nú dyrum og dyngjum að 150 kílóa sprengju, sem á að vera falin einhverstaðar á baðströndum í Tarragona, á miðjarðarhafsströndinni. Lögreglu barst nafnlaust símtal eftir hádegi, þar sem sagt var að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA , hefði komið sprengjunni fyrir. 11.8.2004 00:01 Torri Edwards í tveggja ára bann Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi kvenna, Torri Edwards, hefur hlotið tveggja ára keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi. Edwards hafði áður verið valin í Bandaríska liðið á Ólympíuleikana. 11.8.2004 00:01 Lestarslys í Tyrklandi Sex fórust og um hundrað slösuðust þegar tvær lestir rákust saman í vestur Tyrklandi í dag. Ekki er enn vitað um tildrög slyssins, en það varð skammt frá þeim stað þar sem 39 manns fórust í lestarslysi í síðasta mánuði. 11.8.2004 00:01 Ekki meira kossaflens Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, er orðin hundleið á stöðugu kossaflensi karlmanna sem hún hittir. Hún frábiður sér nú frekari atlot. Arroyo segist vera siðprúð og hún muni aðeins kyssa eiginmann sinn héðan í frá. 11.8.2004 00:01 Kviknaði í slökkvistöðinni Slökkviliðsmenn á Flórída eru ekki óvanir því að eiga við elda sem kvikna í kjölfar eldinga. Þeir voru hins vegar teknir í bólinu þegar eldingu laust niður í gamla slökkvistöð í timburhúsi í dreifbýli norðarlega á Flórídaskaganum. 11.8.2004 00:01 Schwarzenegger mjög vinsæll Arnold Schwarzenegger er vinsælasti ríkisstjóri í Kaliforníu í þrjátíu ár, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Um 65% kjósenda í ríkinu styðja leikarann og hasarhetjuna sem hefur gegnt embætti í níu mánuði.</font /> 11.8.2004 00:01 Gildistöku vegabréfalaga frestað Forseti Bandaríkjanna skrifaði í gær undir lög sem fresta gildistöku laga um vegabréf með lífkenni, um eitt ár fyrir þau lönd sem þurfa ekki áritun til Bandaríkjanna, en áður hafði reglugerðin verið samþykkt árið 2002. Með þessu frestast gildistaka laganna til 26. október 2005 11.8.2004 00:01 Níræður í handjárnum Sjónvarpsmaðurinn góðkunni úr fréttaskýringaþættinum 60 mínútum var handjárnaður og færður á lögreglustöð eftir að hafa lent í útistöðum við stöðumælaverði í New York á þriðjudag. 11.8.2004 00:01 Bloggari fangelsaður Yfirréttur í Kína staðfesti í gær dóm undirréttar yfir manni sem dæmdur hafði verið í þriggja ára fangelsi fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum með því að halda úti pólitískri vefsíðu. 11.8.2004 00:01 Sauma fyrir munn sér Afganskir flóttamenn í Indónesíu hafa saumað fyrir munn sér og hafið hungurverkfall til að þrýsta á um að þeim verði veitt hæli. 11.8.2004 00:01 Spilltar löggur fengu þunga dóma Þrír lögreglumenn fengu þunga fangelsisdóma þegar dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru meðlmir í glæpasamtökum. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í 23 ára fangelsi. 11.8.2004 00:01 Schröder heimsækir gröf föður síns Gerhard Schröder kanslari Þýskalands mun heimsækja gröf föður síns í fyrsta sinn þegar hann fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu í dag. 11.8.2004 00:01 Fortíð CIA-stjóra á huldu Porter J. Goss, sem tilnefndur var í gær sem næsti forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, var leyniþjónustumaður í Mið-Ameríku á miklum umbrotatímum í bandarískum öryggismálum á 7. áratugnum. Margt er á huldu um fortíð Goss sem verið hefur formaður leyniþjónustunefndar bandaríska þingsins. 11.8.2004 00:01 Sænskum börnum haldið á Gaza Palestínskur maður hefur numið á brott fimm börn sín sem hann á með sænskri konu og dvelur nú með þau í Gaza-borg. 11.8.2004 00:01 Íranar hóta öllu illu Íranar hóta Bandaríkjamönnum öllu illu vegna bardaganna í írösku borginni Najaf en þar berjast Bandaríkjamenn við fylgismenn shíta- klerksins Muqtada al-Sadr og er mannfall mikið.</font /> 11.8.2004 00:01 Ósló og París dýrastar Ósló og París eru dýrustu borgir Evrópu samkvæmt nýrri könnun rannsóknarstofnunarinnar EIU. 11.8.2004 00:01 Glæpsamleg vanræksla Stjórnendur sjúkrahússins Ullevål í Osló viðurkenndu í gær að mistök hefðu átt sér stað við meðferð geðsjúka mannsins sem sakaður er um að hafa stungið mann til bana í miðborg Óslóar í síðustu viku. 11.8.2004 00:01 Stórárás vofir yfir Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Bandaríkjamenn undirbúa stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn til dáða. </font /></b /> 11.8.2004 00:01 Górillu tvíburar Það er ekki á hverjum degi sem tveir górilluungar líta dagsins ljós, hvað þá að þeir séu tvíburar. Móðirin var stolt á að líta með ungana sína tvo fyrir framan myndavélarnar en hún býr ásamt karli sínum í friðuðum þjóðgarði í Rúanda þar sem 16 górilluungar hafa komið í heiminn síðasta árið. 11.8.2004 00:01 Rútuslys í Austurríki Fimm létust og 40 eru slasaðir, þar á meðal fjögur börn, eftir að rúta fór út af vegi suður af borginni Salzburg í Austurríki í gær. 49 voru í rútunni, flestir þeirra Bretar í sumarleyfi. Talið er að lítil rúta hafi ætlað að taka fram úr rútunni, en þegar bíll kom á móti minni rútunni ók hún á þá stærri sem valt rúma 30 metra niður brekku. 11.8.2004 00:01 Bílsprengja sprakk í Jerúsalem Tveir létust og 19 særðust þegar bílsprengja sprakk við ísraelskar eftirlitsstöðvar fyrir utan Jerúsalem í dag. Þeir sem létust voru Palestínumenn. Vígamenn úr Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, forseta Palestínu, hafa lýst tilræðinu á hendur sér, en þeir báðust afsökunar á því að tveir Palestínumenn hefðu látið lífið, 11.8.2004 00:01 Undirbúa árásir á uppreisnarmenn Bandaríski herinn undirbýr harðar árásir á uppreisnarmenn í Írak. Vígamenn hóta að ráðast á olíuleiðslur láti Bandaríkjamenn sverfa til stáls í borginni Najaf. Barist var í mörgum borgum í Írak í dag. Yfir 350 uppreisnarmenn eru dánir. 11.8.2004 00:01 Hryðjuverkaárásir í Tyrklandi Tveir eru látnir og sjö sárir eftir sprengjuárásir á tvö hótel og gasverksmiðju í Tyrklandi í nótt. Tvær sprengjur sprungu samtímis við hótel í ferðamannahverfi í borginni Istanbúl og kenna yfirvöld hryðjuverkamönnum um. 10.8.2004 00:01 Al-Sadr fer hvergi Átök brutust út í íröksku borginni Najaf í morgun, sjötta daginn í röð. Viðlíka átök hafa verið í sjítahverfum í fleiri borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad, þar sem sprengja sprakk í vegkanti í morgun. 10.8.2004 00:01 Skemmdarverk á olíuleiðslum Skemmdarverk voru unnin á annarri af tveimur olíuleiðslum á Faw-skaganum í Írak í morgun. Leiðslan er hundrað og tuttugu metrar í þvermál og vegna skemmdanna hefur framleiðslugeta Íraka minnkað úr 1,9 milljónum tunna á dag í 1,1 milljón. 10.8.2004 00:01 Börnum bjargað af eyju Þrjú áströlsk börn, sem lifðu af nokkurra daga dvöl á lítilli eyju í hafinu norður undan Ástralíu, segjast hafa lifað á ostrum, kókoshnetum og berjum. Börnin eru á aldrinum tíu til fimmtán ára. 10.8.2004 00:01 Íslandsbryggju lokað vegna slysa Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að loka höfninni við Íslandsbryggju, tímabundið að minnsta kosti, vegna tveggja slysa þar. Tíu ára drengur drukknaði þar í gær og þremur dögum áður drukknaði þar karlmaður. 10.8.2004 00:01 Kjarnorkuver verði yfirfarin Ríkisstjórn Japans fyrirskipaði rafveitufyrirtækjum að yfirfara kjarnorkuver sín í morgun í kjölfar þess að sprenging varð í kjarnorkuveri í japönsku borginni Míhama, rúmum 300 km vestur af Tókýó, í gær. Fjórir létust í slysinu og sjö slösuðust þegar gufa streymdi út um sprungur á leiðslu. 10.8.2004 00:01 Sþ meti ástandið í Darfur Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það væri undir Sameinuðu þjóðunum komið að ákvarða hvort óöldin í Darfur-héraði í Súdan jafngilti þjóðarmorði. 10.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stórsóknin hafin í Najaf Bandarískar og íraskar hersveitir hófu stórsókn inn í Najaf í gær. Þeim tókst ekki að hafa hendur í hári shíta-klerksins Muqtada al-Sadrs. Kveða á niður uppreisn shíta. Uppreisnarmenn verjast í helgustu byggingum borgarinnar</font /></b /> 12.8.2004 00:01
Hjónaböndin dæmd ógild Hæstiréttur Kaliforníu ógilti í gær næstum fjögur þúsund hjónabönd samkynhneigðra. Pörin voru gefin saman í San Fransisco fyrr á árinu og hlutu staðfestingu hjá borgaryfirvöldum þar. 12.8.2004 00:01
Smáríki gegna stóru hlutverki Minni ríki innan Evrópusambandsins munu hafa mikil áhrif í nýskipaðri framkvæmdastjórn sambandsins undir forsæti Portúgalans Jose Manuels Barroso. Stóru ríki þrjú; Þýskaland, Frakkland og Bretland, munu þó fara með stjórn efnahagsmála að mestu. 12.8.2004 00:01
Svíar orðnir níu milljónir Svíar urðu í gær níu milljón talsins. Samkvæmt opinberum áætlunartölum fæddist barnið sem kom fólksfjöldanum í níu milljónir klukkan 12.58 að íslenskum tíma. Svíum hefur fjölgað um eina milljón síðan árið 1969 og því er spáð að þeir verði orðnir tíu milljón talsins fyrir árið 2027. 12.8.2004 00:01
Palestínumenn reiðir eigin mönnum Margir Palestínumenn eru reiðir eftir sprengjuárás sem beint var gegn Ísraelum. Sprengjan sprakk í grennd við landamærastöð á Vesturbakkanum í gær. Hún varð tveim Palestínumönnum að bana og særði tíu. Auk þess særðust sex ísraelskir hermenn. 12.8.2004 00:01
Bush berst gegn staðreyndum George W. Bush heldur því fram að efnahagsástandið í Bandaríkjum sé gott. Hagtölur sýna hið gagnstæða. Vont efnahagsástand í lykilríkjum gæti reynst Bush dýrkeypt í kosningunum. </font /></b /> 11.8.2004 00:01
Handtekinn fyrir að kvikmynda Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur Pakistanskan borgara í haldi, eftir að lögregluþjónn veitti manninum athygli þar sem hann var að kvikmynda sextíu hæða byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna og annan skýjakljúf, í Norður Karólínu ríki. 11.8.2004 00:01
Varaforsetinn vill að herinn hörfi Varaforseti íröksku bráðabirgðastjórnarinnar, Ibrahim Jaafari, vill að liðsmenn hernaðarbandalags Bandaríkjanna hörfi frá borginni Najaf, þar sem bardagar hafa geisað milli fjölþjóðahersins og íraskra uppreisnarmanna. 11.8.2004 00:01
Sprengjuhótun á flugvelli í Sofiu Komusal flugvallarins í Sofíu, í Búlgaríu, var lokað um hálfsjöleytið í morgun, að íslenskum tíma, vegna sprengjuhótunar, samkvæmt innanríkisráðuneytinu í landinu. Stjórnendur flugvallarins segja að ekki hafi þurft að fresta flugi en fjölmiðlar í landinu segja að tuttugu mínútna seinkun hafi orðið á lendingu vélar frá Tyrklandi vegna málsins. 11.8.2004 00:01
Olíuverð í sögulegu hámarki Olíuverð í Bandaríkjunum náði sögulegu hámarki í gær, eða um 45 dollurum fyrir tunnuna, eftir að fregnir bárust af því að dregið yrði úr olíuvinnslu við Mexíkóflóða vegna yfirvofandi óveðurs. 11.8.2004 00:01
Vilja fella neyðarlög úr gildi Tíu útlendingar, sem haldið hefur verið í Bretlandi í nærri því þrjú ár án ákæru, töpuðu áfrýjunarmáli í morgun. Þeir eru grunaðir hryðjuverkamenn. Mannréttindasamtök og breskir þingmenn hafa hvatt stjórnvöld í Bretlandi til að fella úr gildi neyðarlög sem þau settu eftir hryðjuverkin ellefta september. 11.8.2004 00:01
Spassky hvetur til eigin handtöku Skáksnillingurinn Boris Spassky, gamall keppinautur Bobbys Fishers, hefur hvatt stjórnvöld í Bandaríkjunum til að handtaka sig og setja í fangaklefa með Fisher þar sem báðir mennirnir brutu í bága við viðskiptabann Bandaríkjanna í Júgóslavíu árið 1992. 11.8.2004 00:01
Harðir bardagar í Najaf Enn geisa bardagar í borginni Najaf í Írak. Varaforseti landsins krefst þess að Bandaríkjamenn fari frá borginni. Barist er í Najaf sjöunda daginn í röð. Bandaríski herinn telur að dregið hafi úr átökunum í gær og í dag en þeir segja að yfir 350 uppreisnarmenn hafi látið lífið síðustu daga. 11.8.2004 00:01
15 særast í árásum Ísraelshers 15 særðust, þar á meðal tvö börn, í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu í nótt. Herinn segist hafa skotið flugskeyti að palestínskum vígamönnum á opnu svæði. Tíu ísraelskir skriðdrekar og nokkrir valtarar voru þar til að brjóta niður hús Palestínumanna. 11.8.2004 00:01
Klóna stofnfrumur í lækningaskyni Vísindamenn í Newcastle-háskóla í Bretlandi ætla að klóna stofnfrumur úr mönnum til að finna lækningu við sykursýki. Bresk stjórnvöld hafa veitt mönnunum leyfi til að klóna stofnfrumurnar í þágu læknavísinda. 11.8.2004 00:01
Ermasundsgöngunum lokað um stund Ermarsundsgöngunum milli Bretlands og Frakklands, var lokað rétt fyrir ellefu í morgun vegna bilana í merkjabúnaði lestarkerfis. Lokunin hefur áhrif á Eurostar-lestirnar sem flytja farþega á milli Parísar, Brussel, Lille og Lundúna, sem og lestir sem flytja bíla á milli Parísar og Lundúna. 11.8.2004 00:01
Leitað að sprengju á baðströnd Spænska lögreglan leitar nú dyrum og dyngjum að 150 kílóa sprengju, sem á að vera falin einhverstaðar á baðströndum í Tarragona, á miðjarðarhafsströndinni. Lögreglu barst nafnlaust símtal eftir hádegi, þar sem sagt var að aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA , hefði komið sprengjunni fyrir. 11.8.2004 00:01
Torri Edwards í tveggja ára bann Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi kvenna, Torri Edwards, hefur hlotið tveggja ára keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi. Edwards hafði áður verið valin í Bandaríska liðið á Ólympíuleikana. 11.8.2004 00:01
Lestarslys í Tyrklandi Sex fórust og um hundrað slösuðust þegar tvær lestir rákust saman í vestur Tyrklandi í dag. Ekki er enn vitað um tildrög slyssins, en það varð skammt frá þeim stað þar sem 39 manns fórust í lestarslysi í síðasta mánuði. 11.8.2004 00:01
Ekki meira kossaflens Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, er orðin hundleið á stöðugu kossaflensi karlmanna sem hún hittir. Hún frábiður sér nú frekari atlot. Arroyo segist vera siðprúð og hún muni aðeins kyssa eiginmann sinn héðan í frá. 11.8.2004 00:01
Kviknaði í slökkvistöðinni Slökkviliðsmenn á Flórída eru ekki óvanir því að eiga við elda sem kvikna í kjölfar eldinga. Þeir voru hins vegar teknir í bólinu þegar eldingu laust niður í gamla slökkvistöð í timburhúsi í dreifbýli norðarlega á Flórídaskaganum. 11.8.2004 00:01
Schwarzenegger mjög vinsæll Arnold Schwarzenegger er vinsælasti ríkisstjóri í Kaliforníu í þrjátíu ár, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Um 65% kjósenda í ríkinu styðja leikarann og hasarhetjuna sem hefur gegnt embætti í níu mánuði.</font /> 11.8.2004 00:01
Gildistöku vegabréfalaga frestað Forseti Bandaríkjanna skrifaði í gær undir lög sem fresta gildistöku laga um vegabréf með lífkenni, um eitt ár fyrir þau lönd sem þurfa ekki áritun til Bandaríkjanna, en áður hafði reglugerðin verið samþykkt árið 2002. Með þessu frestast gildistaka laganna til 26. október 2005 11.8.2004 00:01
Níræður í handjárnum Sjónvarpsmaðurinn góðkunni úr fréttaskýringaþættinum 60 mínútum var handjárnaður og færður á lögreglustöð eftir að hafa lent í útistöðum við stöðumælaverði í New York á þriðjudag. 11.8.2004 00:01
Bloggari fangelsaður Yfirréttur í Kína staðfesti í gær dóm undirréttar yfir manni sem dæmdur hafði verið í þriggja ára fangelsi fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum með því að halda úti pólitískri vefsíðu. 11.8.2004 00:01
Sauma fyrir munn sér Afganskir flóttamenn í Indónesíu hafa saumað fyrir munn sér og hafið hungurverkfall til að þrýsta á um að þeim verði veitt hæli. 11.8.2004 00:01
Spilltar löggur fengu þunga dóma Þrír lögreglumenn fengu þunga fangelsisdóma þegar dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru meðlmir í glæpasamtökum. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í 23 ára fangelsi. 11.8.2004 00:01
Schröder heimsækir gröf föður síns Gerhard Schröder kanslari Þýskalands mun heimsækja gröf föður síns í fyrsta sinn þegar hann fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu í dag. 11.8.2004 00:01
Fortíð CIA-stjóra á huldu Porter J. Goss, sem tilnefndur var í gær sem næsti forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, var leyniþjónustumaður í Mið-Ameríku á miklum umbrotatímum í bandarískum öryggismálum á 7. áratugnum. Margt er á huldu um fortíð Goss sem verið hefur formaður leyniþjónustunefndar bandaríska þingsins. 11.8.2004 00:01
Sænskum börnum haldið á Gaza Palestínskur maður hefur numið á brott fimm börn sín sem hann á með sænskri konu og dvelur nú með þau í Gaza-borg. 11.8.2004 00:01
Íranar hóta öllu illu Íranar hóta Bandaríkjamönnum öllu illu vegna bardaganna í írösku borginni Najaf en þar berjast Bandaríkjamenn við fylgismenn shíta- klerksins Muqtada al-Sadr og er mannfall mikið.</font /> 11.8.2004 00:01
Ósló og París dýrastar Ósló og París eru dýrustu borgir Evrópu samkvæmt nýrri könnun rannsóknarstofnunarinnar EIU. 11.8.2004 00:01
Glæpsamleg vanræksla Stjórnendur sjúkrahússins Ullevål í Osló viðurkenndu í gær að mistök hefðu átt sér stað við meðferð geðsjúka mannsins sem sakaður er um að hafa stungið mann til bana í miðborg Óslóar í síðustu viku. 11.8.2004 00:01
Stórárás vofir yfir Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Bandaríkjamenn undirbúa stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn til dáða. </font /></b /> 11.8.2004 00:01
Górillu tvíburar Það er ekki á hverjum degi sem tveir górilluungar líta dagsins ljós, hvað þá að þeir séu tvíburar. Móðirin var stolt á að líta með ungana sína tvo fyrir framan myndavélarnar en hún býr ásamt karli sínum í friðuðum þjóðgarði í Rúanda þar sem 16 górilluungar hafa komið í heiminn síðasta árið. 11.8.2004 00:01
Rútuslys í Austurríki Fimm létust og 40 eru slasaðir, þar á meðal fjögur börn, eftir að rúta fór út af vegi suður af borginni Salzburg í Austurríki í gær. 49 voru í rútunni, flestir þeirra Bretar í sumarleyfi. Talið er að lítil rúta hafi ætlað að taka fram úr rútunni, en þegar bíll kom á móti minni rútunni ók hún á þá stærri sem valt rúma 30 metra niður brekku. 11.8.2004 00:01
Bílsprengja sprakk í Jerúsalem Tveir létust og 19 særðust þegar bílsprengja sprakk við ísraelskar eftirlitsstöðvar fyrir utan Jerúsalem í dag. Þeir sem létust voru Palestínumenn. Vígamenn úr Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, forseta Palestínu, hafa lýst tilræðinu á hendur sér, en þeir báðust afsökunar á því að tveir Palestínumenn hefðu látið lífið, 11.8.2004 00:01
Undirbúa árásir á uppreisnarmenn Bandaríski herinn undirbýr harðar árásir á uppreisnarmenn í Írak. Vígamenn hóta að ráðast á olíuleiðslur láti Bandaríkjamenn sverfa til stáls í borginni Najaf. Barist var í mörgum borgum í Írak í dag. Yfir 350 uppreisnarmenn eru dánir. 11.8.2004 00:01
Hryðjuverkaárásir í Tyrklandi Tveir eru látnir og sjö sárir eftir sprengjuárásir á tvö hótel og gasverksmiðju í Tyrklandi í nótt. Tvær sprengjur sprungu samtímis við hótel í ferðamannahverfi í borginni Istanbúl og kenna yfirvöld hryðjuverkamönnum um. 10.8.2004 00:01
Al-Sadr fer hvergi Átök brutust út í íröksku borginni Najaf í morgun, sjötta daginn í röð. Viðlíka átök hafa verið í sjítahverfum í fleiri borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad, þar sem sprengja sprakk í vegkanti í morgun. 10.8.2004 00:01
Skemmdarverk á olíuleiðslum Skemmdarverk voru unnin á annarri af tveimur olíuleiðslum á Faw-skaganum í Írak í morgun. Leiðslan er hundrað og tuttugu metrar í þvermál og vegna skemmdanna hefur framleiðslugeta Íraka minnkað úr 1,9 milljónum tunna á dag í 1,1 milljón. 10.8.2004 00:01
Börnum bjargað af eyju Þrjú áströlsk börn, sem lifðu af nokkurra daga dvöl á lítilli eyju í hafinu norður undan Ástralíu, segjast hafa lifað á ostrum, kókoshnetum og berjum. Börnin eru á aldrinum tíu til fimmtán ára. 10.8.2004 00:01
Íslandsbryggju lokað vegna slysa Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að loka höfninni við Íslandsbryggju, tímabundið að minnsta kosti, vegna tveggja slysa þar. Tíu ára drengur drukknaði þar í gær og þremur dögum áður drukknaði þar karlmaður. 10.8.2004 00:01
Kjarnorkuver verði yfirfarin Ríkisstjórn Japans fyrirskipaði rafveitufyrirtækjum að yfirfara kjarnorkuver sín í morgun í kjölfar þess að sprenging varð í kjarnorkuveri í japönsku borginni Míhama, rúmum 300 km vestur af Tókýó, í gær. Fjórir létust í slysinu og sjö slösuðust þegar gufa streymdi út um sprungur á leiðslu. 10.8.2004 00:01
Sþ meti ástandið í Darfur Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það væri undir Sameinuðu þjóðunum komið að ákvarða hvort óöldin í Darfur-héraði í Súdan jafngilti þjóðarmorði. 10.8.2004 00:01