Erlent

Olíuverð breytist líklega ekki

Olíuverð er ennþá um fjörutíu og fimm dollarar fatið og er ekki búist við að það breytist mikið næstu daga, vegna harðnandi átaka í Írak. Vegna árása á olíuleiðslur framleiðir Írak ekki nema um fimmtíu prósent af daglegri framleiðslugetu. Sádi-Arabar hafa boðist til þess að auka sína framleiðslu til þess að vega þarna upp á móti en ekki er búist við að það hafi mikil áhrif á verðið, fyrr en öldurnar lægir í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×