Erlent

Þúsundir flýja á Spáni

Miklir skógareldar geisa nú í Valensía-héraði á austanverðum Spáni og hafa þúsundir manna orðið að flýja heimili sín. Sjö hundruð hektarar skóglendis hafa brunnið til kaldra kola í Síerra de Calderon þjóðgarðinum síðan eldarnir kviknuðu í gærkvöldi. Greenpeace-samtökin segja að aðeins tíu prósent skógarelda kvikni af náttúrulegum orsökum. Helmingur kvikni fyrir slysni hjá mannfólkinu og brennuvargar kveiki fjörutíu prósent allra skógarelda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×