Erlent

Varaforsetinn vill að herinn hörfi

Varaforseti írösku bráðabirgðastjórnarinnar, Ibrahim Jaafari, vill að liðsmenn hernaðarbandalags Bandaríkjanna hörfi frá borginni Najaf, þar sem bardagar hafa geisað milli fjölþjóðahersins og íraskra uppreisnarmanna. Varaforsetinn lét þessi orð falla í sjónvarpsviðtali á arabísku sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í gærkvöldi. Hann vill að írakskar öryggissveitir verða áfram í borginni til að koma á friði. Áður hefur forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar krafist þess að leiðtogi uppreisnarmanna, Al-Sadr, dragi sína menn frá Najaf, einni helgustu borg múslima, til að koma þar á friði. Í morgun létust sex og tíu særðust þegar sprengja sprakk á götumarkaði í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×