Erlent

Handtekinn fyrir að kvikmynda

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur Pakistanskan borgara í haldi, eftir að lögregluþjónn veitti manninum athygli þar sem hann var að kvikmynda sextíu hæða byggingu Seðlabanka Bandaríkjanna og annan skýjakljúf, í Norður Karólínu ríki. Lögreglumaðurinn segir manninn hafa hörfað þegar hann gekk að honum til að kanna tilgang myndbandsupptökunnar. Maðurinn er þrjátiu og fimm ára og var handtekinn tuttugasta júlí, þar sem hann gat ekki gefið nógu greinargóðar skýringar á upptökunni. Í fórum hans fundust einnig myndbandsupptökur af byggingum í Atlanta, Houston, Dallas og fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Sagt var frá málinu á blaðamannafundi í gær og munu maðurinn verða kallaður fyrir dóm á föstudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×