Erlent

Olíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð í Bandaríkjunum náði sögulegu hámarki í gær, eða um 45 dollurum fyrir tunnuna, eftir að fregnir bárust af því að dregið yrði úr olíuvinnslu við Mexíkóflóða vegna yfirvofandi óveðurs. Þær fréttir bárust í kjölfar fregna í gærmorgun um skemmdarverk á olíuleiðslu í Írak, sem dró verulega úr framleiðslu þar og enn nýjar hremmingar rússneska olíurisans Yukosar, en stjórnvöld þar í landi halda áfram að þjarma að félaginu þannig að dregið hefur úr framleiðslu hans svo um munar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×