Fleiri fréttir

Ekki meira kossaflens

Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, er orðin hundleið á stöðugu kossaflensi karlmanna sem hún hittir. Hún frábiður sér nú frekari atlot. Arroyo segist vera siðprúð og hún muni aðeins kyssa eiginmann sinn héðan í frá.

Kviknaði í slökkvistöðinni

Slökkviliðsmenn á Flórída eru ekki óvanir því að eiga við elda sem kvikna í kjölfar eldinga. Þeir voru hins vegar teknir í bólinu þegar eldingu laust niður í gamla slökkvistöð í timburhúsi í dreifbýli norðarlega á Flórídaskaganum.

Schwarzenegger mjög vinsæll

Arnold Schwarzenegger er vinsælasti ríkisstjóri í Kaliforníu í þrjátíu ár, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Um 65% kjósenda í ríkinu styðja leikarann og hasarhetjuna sem hefur gegnt embætti í níu mánuði.</font />

Gildistöku vegabréfalaga frestað

Forseti Bandaríkjanna skrifaði í gær undir lög sem fresta gildistöku laga um vegabréf með lífkenni, um eitt ár fyrir þau lönd sem þurfa ekki áritun til Bandaríkjanna, en áður hafði reglugerðin verið samþykkt árið 2002. Með þessu frestast gildistaka laganna til 26. október 2005

Níræður í handjárnum

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni úr fréttaskýringaþættinum 60 mínútum var handjárnaður og færður á lögreglustöð eftir að hafa lent í útistöðum við stöðumælaverði í New York á þriðjudag.

Bloggari fangelsaður

Yfirréttur í Kína staðfesti í gær dóm undirréttar yfir manni sem dæmdur hafði verið í þriggja ára fangelsi fyrir að grafa undan kínverskum yfirvöldum með því að halda úti pólitískri vefsíðu.

Sauma fyrir munn sér

Afganskir flóttamenn í Indónesíu hafa saumað fyrir munn sér og hafið hungurverkfall til að þrýsta á um að þeim verði veitt hæli.

Spilltar löggur fengu þunga dóma

Þrír lögreglumenn fengu þunga fangelsisdóma þegar dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að þeir væru meðlmir í glæpasamtökum. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í 23 ára fangelsi.

Schröder heimsækir gröf föður síns

Gerhard Schröder kanslari Þýskalands mun heimsækja gröf föður síns í fyrsta sinn þegar hann fer í opinbera heimsókn til Rúmeníu í dag.

Fortíð CIA-stjóra á huldu

Porter J. Goss, sem tilnefndur var í gær sem næsti forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, var leyniþjónustumaður í Mið-Ameríku á miklum umbrotatímum í bandarískum öryggismálum á 7. áratugnum. Margt er á huldu um fortíð Goss sem verið hefur formaður leyniþjónustunefndar bandaríska þingsins.

Sænskum börnum haldið á Gaza

Palestínskur maður hefur numið á brott fimm börn sín sem hann á með sænskri konu og dvelur nú með þau í Gaza-borg.

Íranar hóta öllu illu

Íranar hóta Bandaríkjamönnum öllu illu vegna bardaganna í írösku borginni Najaf en þar berjast Bandaríkjamenn við fylgismenn shíta- klerksins Muqtada al-Sadr og er mannfall mikið.</font />

Ósló og París dýrastar

Ósló og París eru dýrustu borgir Evrópu samkvæmt nýrri könnun rannsóknarstofnunarinnar EIU.

Glæpsamleg vanræksla

Stjórnendur sjúkrahússins Ullevål í Osló viðurkenndu í gær að mistök hefðu átt sér stað við meðferð geðsjúka mannsins sem sakaður er um að hafa stungið mann til bana í miðborg Óslóar í síðustu viku.

Stórárás vofir yfir

Harðir bardagar hafa staðið í Najaf í heila viku. Bandaríkjamenn undirbúa stórárás á borgina. Sjíaklerkurinn al-Sadr hvetur sína menn til dáða. </font /></b />

Górillu tvíburar

Það er ekki á hverjum degi sem tveir górilluungar líta dagsins ljós, hvað þá að þeir séu tvíburar. Móðirin var stolt á að líta með ungana sína tvo fyrir framan myndavélarnar en hún býr ásamt karli sínum í friðuðum þjóðgarði í Rúanda þar sem 16 górilluungar hafa komið í heiminn síðasta árið.

Rútuslys í Austurríki

Fimm létust og 40 eru slasaðir, þar á meðal fjögur börn, eftir að rúta fór út af vegi suður af borginni Salzburg í Austurríki í gær. 49 voru í rútunni, flestir þeirra Bretar í sumarleyfi. Talið er að lítil rúta hafi ætlað að taka fram úr rútunni, en þegar bíll kom á móti minni rútunni ók hún á þá stærri sem valt rúma 30 metra niður brekku.

Bílsprengja sprakk í Jerúsalem

Tveir létust og 19 særðust þegar bílsprengja sprakk við ísraelskar eftirlitsstöðvar fyrir utan Jerúsalem í dag. Þeir sem létust voru Palestínumenn. Vígamenn úr Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, forseta Palestínu, hafa lýst tilræðinu á hendur sér, en þeir báðust afsökunar á því að tveir Palestínumenn hefðu látið lífið,

Undirbúa árásir á uppreisnarmenn

Bandaríski herinn undirbýr harðar árásir á uppreisnarmenn í Írak. Vígamenn hóta að ráðast á olíuleiðslur láti Bandaríkjamenn sverfa til stáls í borginni Najaf. Barist var í mörgum borgum í Írak í dag. Yfir 350 uppreisnarmenn eru dánir.

Hryðjuverkaárásir í Tyrklandi

Tveir eru látnir og sjö sárir eftir sprengjuárásir á tvö hótel og gasverksmiðju í Tyrklandi í nótt. Tvær sprengjur sprungu samtímis við hótel í ferðamannahverfi í borginni Istanbúl og kenna yfirvöld hryðjuverkamönnum um.

Al-Sadr fer hvergi

Átök brutust út í íröksku borginni Najaf í morgun, sjötta daginn í röð. Viðlíka átök hafa verið í sjítahverfum í fleiri borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad, þar sem sprengja sprakk í vegkanti í morgun.

Skemmdarverk á olíuleiðslum

Skemmdarverk voru unnin á annarri af tveimur olíuleiðslum á Faw-skaganum í Írak í morgun. Leiðslan er hundrað og tuttugu metrar í þvermál og vegna skemmdanna hefur framleiðslugeta Íraka minnkað úr 1,9 milljónum tunna á dag í 1,1 milljón.

Börnum bjargað af eyju

Þrjú áströlsk börn, sem lifðu af nokkurra daga dvöl á lítilli eyju í hafinu norður undan Ástralíu, segjast hafa lifað á ostrum, kókoshnetum og berjum. Börnin eru á aldrinum tíu til fimmtán ára.

Íslandsbryggju lokað vegna slysa

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að loka höfninni við Íslandsbryggju, tímabundið að minnsta kosti, vegna tveggja slysa þar. Tíu ára drengur drukknaði þar í gær og þremur dögum áður drukknaði þar karlmaður.

Kjarnorkuver verði yfirfarin

Ríkisstjórn Japans fyrirskipaði rafveitufyrirtækjum að yfirfara kjarnorkuver sín í morgun í kjölfar þess að sprenging varð í kjarnorkuveri í japönsku borginni Míhama, rúmum 300 km vestur af Tókýó, í gær. Fjórir létust í slysinu og sjö slösuðust þegar gufa streymdi út um sprungur á leiðslu.

Sþ meti ástandið í Darfur

Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það væri undir Sameinuðu þjóðunum komið að ákvarða hvort óöldin í Darfur-héraði í Súdan jafngilti þjóðarmorði.

Bendlaður við atburðina 11. sept.

Réttarhöld yfir þrjátíu ára gömlum Marokkómanni, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum 11. september, hófust í Hamborg í Þýskalandi í morgun. Mounir el Motassadeq er ákærður fyrir að hafa verið í slagtogi við þrjá flugræningja sem rændu vélum daginn örlagaríka í Bandaríkjunum en mennirnir bjuggu allir í Hamborg.

Kóreuríkin sem eitt

Ólympíulið Norður- og Suður-Kóreu munu ganga saman inn á Ólympíuleikvanginn við setningarathöfn leikanna á föstudaginn. Þetta er til marks um batnandi sambúð ríkjanna á Kóreuskaganum.

900 Bandaríkjamenn hafa fallið

Rúmlega níu hundruð bandarískir hermenn hafa látið lífið í Írak en flestir þeirra, eða rúmlega átta hundruð, létust eftir að George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu í Írak væri lokið í maí á síðasta ári. Af níu hundruð hafa yfir tvö hundruð látist af slysförum.

Hefndarmorð á breskum hjónum?

Breska lögreglan rannsakar nú morð á hjónum sem voru skotin til bana á heimili sínu í Lincolnskíri í Bretlandi á sunnudaginn. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en talið er að morðin kunni að tengjast syni þeirra. Hann framdi morð í fyrra og var dæmdur í ævilangt fangelsi í síðasta mánuði.

Hryðjuverkaógn í Las Vegas

Yfirvöld í Las Vegas í Bandaríkjunum skýrðu almenningi ekki frá hugsanlegri hryðjuverkaógn í borginni samkvæmt skýrslu sem bandaríska fréttastofan Associated Press komst yfir eftir hryðjuverkin 11. september.

Líbíumenn samþykkja bótagreiðslur

Stjórnvöld í Líbíu hafa samþykkt að greiða bætur til rúmlega 160 fórnarlamba sprengjuárásar á skemmtistað í Berlín í Þýskalandi árið 1986. Þýskir dómstólar úrskurðuðu fyrir þremur árum að líbíska leyniþjónustan hafi staðið fyrir tilræðinu og fjórir menn voru þá dæmdir til fangavistar.

Egypskur gísl afhöfðaður

Myndband þar sem egypskur gísl í haldi mannræningja í Írak er afhöfðaður birtist á íslamskri vefsíðu í dag. Á myndbandinu segist hann heita Mohammed Mutawalli og hafa unnið fyrir bandaríska herliðið í landinu, meðal annars við njósnir. Honum er svo ýtt í gólfið af grímuklæddum mönnum, höfuð hans skorið af og því haldið fyrir framan myndavélina.

Víkur sér undan umbótum

Jasser Arafat, forseti Palestínu, hefur vikið sér undan því að staðfesta umbætur í stjórnkerfi landsins sem hann lofaði í síðasta mánuði að sögn palestínskra þingmanna. Loforðin gaf Arafat þegar allt var á suðupunkti í palestínskum stjórnmálum og fastar sótt að honum en áður eru dæmi um.

Fetar í fótspor föður síns

Tæpum fjörutíu árum eftir að Lee Kuan Yew varð fyrsti forsætisráðherra Singapúr er orðið ljóst að sonur hans Lee Hsien Loong tekur við þessu sama embætti.

Bush skipar nýjan stjóra CIA

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur valið eftirmann George Tenet í starf forstjóra leyniþjónustunnar, CIA. Sá heitir Porter Goss og er þingmaður repúblikana. Hann er auk þess formaður þeirrar deildar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna.

Kjúklingar hömluðu umferð

Loka þurfti sænskum vegi í hátt í hálfan sólarhring vegna þess að hann var þakinn í kjúklingum. Nokkur þúsund kjúklingar gengu lausir eftir að flutningabíll sem flutti þá hvolfdi skammt frá Gautaborg.

Með upptökur af byggingum

Pakistanskur maður sem var handtekinn í Charlotte í Bandaríkjunum í síðasta mánuði hafði í fórum sínum myndbandsupptökur af byggingum í ýmsum bandarískum borgum, þar á meðal Atlanta, Houston, Dallas og New Orleans. Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá þessu fyrr í dag.

Fjórar sprengingar í Istanbúl

Tveir eru látnir og ellefu eru sárir eftir fjórar sprengingar í Istanbúl í Tyrklandi í nótt. Hryðjuverkamenn tengdir Al-Kaída samtökunum hafa lýst sprengingunum á hendur sér. 

Hryðjuverkamaður látinn laus?

Marokkómaður, sem grunaður er um að hafa aðstoðað hryðjuverkamennina 11. september 2001, verður ef til vill látinn laus í Þýskalandi vegna þess að Bandaríkjamenn vilja ekki leyfa lykilvitnum, sem eru í haldi þeirra, að bera vitni.

90% féllu „eftir“ stríð

Níu af hverjum tíu föllnum hermönnum í Írak féllu eftir að George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar átökum í Írak væri lokið. Ekkert lát er á árásum uppreisnarmanna í borgunum Najaf og Bagdad.

2 milljónir í flóttamannabúðum

Fimmtíu þúsund manns hafa látið lífið í átökum í Súdan og hátt í tvær milljónir manna hafast við í flóttamannabúðum. Íslensk kona sér um daglegan rekstur heilsugæslu í flóttamannabúðum í Darfúr fyrir Alþjóða Rauðakrossinn. 

Aurskriða í Japan

Ótrúlegar myndir náðust af aurskriðu í Nara-héraði í Japan í dag en það var hópur opinberra embættismanna sem náði myndunum. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu undanfarnar vikur og voru embættismennirnir komnir til að rannsaka jarðveginn.

Kvennaathvarf á eyðieyju

Öryggi ofsóttra kvenna er ekki nægilega tryggt segja forsvarsmenn danskra kvennaathvarfa við Berlingske Tidende. Tillögur um opnun kvennaathvarfs á hinni afskekktu eyju Anholt, þar sem aðeins 160 manns búa, hefur vakið háværar þjóðfélagsumræður í Danmörku.

Athyglin beinist nú að Bush

Meðan sjónir Bandaríkjamanna beindust einkum að John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata, tókst honum að bæta ímynd sína nokkuð en náði samt ekki að hrista svo neinu nam upp í kosningabaráttunni.

Sjá næstu 50 fréttir