Erlent

Hjónaböndin dæmd ógild

Hæstiréttur Kaliforníu ógilti í gær næstum fjögur þúsund hjónabönd samkynhneigðra. Pörin voru gefin saman í San Fransisco fyrr á árinu og hlutu staðfestingu hjá borgaryfirvöldum þar. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að staðfesting borgaryfirvalda ætti sér ekki stoð í lögum Kaliforníuríkis sem kvæðu á um að hjónaband gæti einungis verið á milli karls og konu. Hjónavígslurnar í San Fransisco ollu miklum deilum og reyndi George W. Bush forseti að koma í gegnum þingið breytingum á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem bönnuðu alfarið hjónabönd samkynhneigðra. Sú tillaga var felld í þinginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×