Fleiri fréttir Tvinnbíll á Suðurlandsvegi brann til kaldra kola Þrír farþegar komust undan þegar eldur kviknaði í tvinn-rafbíl á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13.3.2023 16:49 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13.3.2023 16:37 Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13.3.2023 14:45 Tekist á um tíu milljóna samkomulag í nauðgunarmáli Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að vísa skuli frá dómi ákæru á hendur manni fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að skjal með samkomulagi sem maðurinn og fyrrverandi sambýliskona hans gerðu, sem fól í sér að hann greiddi henni tíu milljónir króna fyrir þau brot sem hann hafi framið gegn henni, flokkaðist sem nýtt sönnunargagn eða ekki. 13.3.2023 14:14 Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13.3.2023 13:51 Stuðningsmaður Leiknis með þrettán rétta Ein tippari, sem er stuðningsmaður Leiknis í Reykjavík, var með alla leikina þréttan rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. 13.3.2023 13:28 Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. 13.3.2023 12:29 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí. 13.3.2023 11:32 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um skotárásina sem gerð var á The Dubliner í miðborginni í gærkvöldi. 13.3.2023 11:31 Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13.3.2023 10:09 Færri að greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Færri greindust með staðfesta inflúensu í viku níu samanborið við síðustu þrjár vikur. Heildarfjöldi greindra var 38. Þá greindust færri með Covid-19 en hlutfall jákvæðra sýna af var þó svipað og verið hefur. 13.3.2023 08:10 Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13.3.2023 06:47 Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12.3.2023 22:44 Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12.3.2023 22:14 Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun verður á Suðausturlandi á morgun. Viðvörunin tekur gildi klukkan 11. 12.3.2023 21:37 Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12.3.2023 19:32 „Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. 12.3.2023 19:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann ætlar að stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og stefnir á að leggja málið fyrir Alþingi næsta vetur. 12.3.2023 18:15 Edda segir skilið við Eigin konur Edda Falak mun hætta með hlaðvarpsþættina Eigin konur og þess í stað byrja með nýja þætti á Heimildinni. Þættirnir munu heita Edda Falak og hefja göngu sína í mars. 12.3.2023 17:44 „Níutíu ára vinna sem reynt er að hafa af okkur“ Landeigendur í Eyjafirði hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra í því skyni að hafa af félaginu umráðarétt yfir Vaðlaskógi. Skógræktarfélagið er það elsta á landinu. 12.3.2023 16:31 Leit að Gunnari Svan heldur áfram án þyrlu gæslunnar Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni, sem ekkert hefur spurst til í um hálfan mánuð, heldur áfram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við leitina, eins og til stóð, vegna bilunar. 12.3.2023 14:57 Blönduós orðinn þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að Blönduós sé orðið þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu vegna starfsemi Textílmiðstöðvar Íslands á staðnum. Prjónahátíðin á Blönduósi er hluti af starfsemi textílmiðstöðvarinnar en verður haldin 9. til 11. júní í sumar á Blönduósi. 12.3.2023 14:05 Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12.3.2023 13:46 Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. 12.3.2023 13:41 Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. 12.3.2023 13:12 Segir mönnunarvanda feluorð yfir vanfjármögnun: „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, telur þyrlur landhelgisgæslunnar ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og hefur áhyggjur af viðbragðsgetu þeirra. Hann telur að þrátt fyrir að á síðustu árum hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi ferlið ekki þróast í rétta átt hvorki með tilliti til mönnunar né tækjabúnaðar. 12.3.2023 12:13 Óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segist óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter. 12.3.2023 12:09 Krefjandi aðstæður tollvarða á Íslandi: „Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna" „Farþegafjöldinn er galinn, álagið er sturlað suma daga. Það er ótrúlegt að það gangi svona vel miðað við hvað það er mikið álag og hvað við erum fá.“ Þetta segir íslenskur tollvörður aðspurður um þann veruleika sem tollverðir hérlendis starfa við og og þær áskoranir sem þeir upplifa í störfum sínum. 12.3.2023 10:38 Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. 12.3.2023 10:30 Sprengisandur: Virkjanir, iðnaður, flóttafólk og breytingar á verslun Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 12.3.2023 09:31 Fluttur á slysadeild eftir gamnislag Sex gista fangageymslur eftir erilsama nótt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þeirra er aðili sem grunaður er um að hafa verið að stela símum á skemmtistað í miðbænum. 12.3.2023 07:37 Lifa við stöðugar árásir, hótanir og áreiti: „Það er ekkert gert“ Kona sem hefur mátt þola stöðugar árásir, ógnir, skemmdarverk, hótanir og áreiti af hálfu fyrrum maka segir kerfið hafa brugðist sér. Þrátt fyrir nálgunarbann og fjölda kæra hefur ekkert verið gert. Hún og kærasti hennar óttast hvað maðurinn tekur upp á næst og telja að lögregla sé að bíða eftir því að einhver verði drepinn. Aðgerðarleysið sé algjört. 12.3.2023 07:00 Leit að Gunnari Svan bar ekki árangur Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni stóð yfir í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans. Leit bar ekki árangur. 12.3.2023 00:03 Féllust í faðma að loknum mótmælum Mótmælum við Hörpu lauk í kvöld með faðmlögum eftir að óperustjóri Íslensku óperunnar ræddi við mótmælendur. 11.3.2023 21:56 Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. 11.3.2023 21:30 Kynntust á Íslandi og opnuðu saman búð Þrír vinir frá Írak og Sýrlandi sem búið hafa á Íslandi um nokkurt skeið hafa nú opnað fyrstu matvöruverslunina í Hlíðarendahverfinu. Þeir segja íbúa hverfisins hafa tekið þeim vel. 11.3.2023 21:01 Vaka kynnir framboðslistana Framboðslistar Vöku - hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í í gærkvöldi. Kosningarnar fara fram 22.-23. mars næstkomandi. 11.3.2023 18:44 Segir skipstjórnarmenn ekki vera að rjúfa samstöðu sjómanna Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. 11.3.2023 18:30 Mótmælendum bannað að mótmæla inni í Hörpu Þeim mótmælendum, sem hyggjast mótmæla förðun á sýningu Íslensku óperunnar, hefur verið meinað að mótmæla inni í Hörpunni sjálfri. Mótmælin hefjast því fyrir utan Hörpuna klukkan 19. 11.3.2023 18:25 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.3.2023 18:01 Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli Í morgun kl. 7:02 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,1 í vestanverðum Mýrdalsjökli. 11.3.2023 16:08 800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11.3.2023 13:04 Mesta frost frá árinu 1998 Mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá árinu 1998 mældist í morgun þegar frost fór niður í - 14,8°C. 11.3.2023 12:06 Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum 11.3.2023 11:53 Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum. 11.3.2023 11:46 Sjá næstu 50 fréttir
Tvinnbíll á Suðurlandsvegi brann til kaldra kola Þrír farþegar komust undan þegar eldur kviknaði í tvinn-rafbíl á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í dag. 13.3.2023 16:49
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13.3.2023 16:37
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. 13.3.2023 14:45
Tekist á um tíu milljóna samkomulag í nauðgunarmáli Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að vísa skuli frá dómi ákæru á hendur manni fyrir nauðgun. Tekist var á um hvort að skjal með samkomulagi sem maðurinn og fyrrverandi sambýliskona hans gerðu, sem fól í sér að hann greiddi henni tíu milljónir króna fyrir þau brot sem hann hafi framið gegn henni, flokkaðist sem nýtt sönnunargagn eða ekki. 13.3.2023 14:14
Færri leikskólabörn innrituð í Reykjavík í haust vegna framkvæmda Úthlutun leikskólaplássa í Reykjavík hefst á morgun. Einn leikskóli mun ekki taka við nýjum börnum og endurbætur á húsnæði munu hafa áhrif á innritun sex annarra leikskóla. 13.3.2023 13:51
Stuðningsmaður Leiknis með þrettán rétta Ein tippari, sem er stuðningsmaður Leiknis í Reykjavík, var með alla leikina þréttan rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. 13.3.2023 13:28
Slagurinn harðnar og bæði saka hitt um ósannindi og óhróður Enn harðnar kosningabaráttan um formannsstólinn hjá VR en Ragnar Þór Ingólfsson núverandi formaður hefur verið sakaður um að standa fyrir áróðursherferð gegn Höllu Gunnarsdóttur, sem býður sig fram til stjórnar. 13.3.2023 12:29
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Úkraínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru á leið til Kænugarðs í Úkraína til fundar við Volodymyr Zelensky forseta landsins og aðra ráðamenn. Meðal annars verður rætt um þátttöku Úkraínu á leiðtogafundi Evrópuráðsríkja sem fram fer í Reykjavík í maí. 13.3.2023 11:32
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um skotárásina sem gerð var á The Dubliner í miðborginni í gærkvöldi. 13.3.2023 11:31
Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. 13.3.2023 10:09
Færri að greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Færri greindust með staðfesta inflúensu í viku níu samanborið við síðustu þrjár vikur. Heildarfjöldi greindra var 38. Þá greindust færri með Covid-19 en hlutfall jákvæðra sýna af var þó svipað og verið hefur. 13.3.2023 08:10
Hæfi biskups ekki tekið til umræðu í þriðju lotu kirkjuþings Þriðja þinglota kirkjuþings 2022 til 2023 lauk á laugardag en hæfi biskups, sem hefur verið dregið í efa, var ekki til umræðu. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, segir málið í höndum kjörstjórnar Þjóðkirkjunnar. 13.3.2023 06:47
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12.3.2023 22:44
Skotið úr byssu inn á The Dubliner í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12.3.2023 22:14
Gul viðvörun á Suðausturlandi Gul veðurviðvörun verður á Suðausturlandi á morgun. Viðvörunin tekur gildi klukkan 11. 12.3.2023 21:37
Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. 12.3.2023 19:32
„Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. 12.3.2023 19:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann ætlar að stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og stefnir á að leggja málið fyrir Alþingi næsta vetur. 12.3.2023 18:15
Edda segir skilið við Eigin konur Edda Falak mun hætta með hlaðvarpsþættina Eigin konur og þess í stað byrja með nýja þætti á Heimildinni. Þættirnir munu heita Edda Falak og hefja göngu sína í mars. 12.3.2023 17:44
„Níutíu ára vinna sem reynt er að hafa af okkur“ Landeigendur í Eyjafirði hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra í því skyni að hafa af félaginu umráðarétt yfir Vaðlaskógi. Skógræktarfélagið er það elsta á landinu. 12.3.2023 16:31
Leit að Gunnari Svan heldur áfram án þyrlu gæslunnar Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni, sem ekkert hefur spurst til í um hálfan mánuð, heldur áfram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður ekki notuð við leitina, eins og til stóð, vegna bilunar. 12.3.2023 14:57
Blönduós orðinn þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu Sveitarstjóri Húnabyggðar segir að Blönduós sé orðið þekktur staður á meðal stórborga í Evrópu vegna starfsemi Textílmiðstöðvar Íslands á staðnum. Prjónahátíðin á Blönduósi er hluti af starfsemi textílmiðstöðvarinnar en verður haldin 9. til 11. júní í sumar á Blönduósi. 12.3.2023 14:05
Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. 12.3.2023 13:46
Segir mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt kjarasamninga Það eru mikil vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Erfitt sé að fullyrða um hvaða atriði það voru sem urðu til þess að kjarasamningurinn hafi verið felldur. 12.3.2023 13:41
Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. 12.3.2023 13:12
Segir mönnunarvanda feluorð yfir vanfjármögnun: „Það vantar mannskap vegna þess að það vantar pening“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, telur þyrlur landhelgisgæslunnar ekki uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra og hefur áhyggjur af viðbragðsgetu þeirra. Hann telur að þrátt fyrir að á síðustu árum hafi verið gerðar ýmsar úrbætur hafi ferlið ekki þróast í rétta átt hvorki með tilliti til mönnunar né tækjabúnaðar. 12.3.2023 12:13
Óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, segist óviss um hvort hann sé enn starfsmaður Twitter. 12.3.2023 12:09
Krefjandi aðstæður tollvarða á Íslandi: „Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna" „Farþegafjöldinn er galinn, álagið er sturlað suma daga. Það er ótrúlegt að það gangi svona vel miðað við hvað það er mikið álag og hvað við erum fá.“ Þetta segir íslenskur tollvörður aðspurður um þann veruleika sem tollverðir hérlendis starfa við og og þær áskoranir sem þeir upplifa í störfum sínum. 12.3.2023 10:38
Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. 12.3.2023 10:30
Sprengisandur: Virkjanir, iðnaður, flóttafólk og breytingar á verslun Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 12.3.2023 09:31
Fluttur á slysadeild eftir gamnislag Sex gista fangageymslur eftir erilsama nótt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þeirra er aðili sem grunaður er um að hafa verið að stela símum á skemmtistað í miðbænum. 12.3.2023 07:37
Lifa við stöðugar árásir, hótanir og áreiti: „Það er ekkert gert“ Kona sem hefur mátt þola stöðugar árásir, ógnir, skemmdarverk, hótanir og áreiti af hálfu fyrrum maka segir kerfið hafa brugðist sér. Þrátt fyrir nálgunarbann og fjölda kæra hefur ekkert verið gert. Hún og kærasti hennar óttast hvað maðurinn tekur upp á næst og telja að lögregla sé að bíða eftir því að einhver verði drepinn. Aðgerðarleysið sé algjört. 12.3.2023 07:00
Leit að Gunnari Svan bar ekki árangur Leit að Gunnari Svan Björgvinssyni stóð yfir í dag á Eskifirði. Leitað var í fjörum og í sjó sem og í bænum og nágrenni hans. Leit bar ekki árangur. 12.3.2023 00:03
Féllust í faðma að loknum mótmælum Mótmælum við Hörpu lauk í kvöld með faðmlögum eftir að óperustjóri Íslensku óperunnar ræddi við mótmælendur. 11.3.2023 21:56
Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar. 11.3.2023 21:30
Kynntust á Íslandi og opnuðu saman búð Þrír vinir frá Írak og Sýrlandi sem búið hafa á Íslandi um nokkurt skeið hafa nú opnað fyrstu matvöruverslunina í Hlíðarendahverfinu. Þeir segja íbúa hverfisins hafa tekið þeim vel. 11.3.2023 21:01
Vaka kynnir framboðslistana Framboðslistar Vöku - hagsmunafélags stúdenta við Háskóla Íslands vegna kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kynntir í í gærkvöldi. Kosningarnar fara fram 22.-23. mars næstkomandi. 11.3.2023 18:44
Segir skipstjórnarmenn ekki vera að rjúfa samstöðu sjómanna Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. 11.3.2023 18:30
Mótmælendum bannað að mótmæla inni í Hörpu Þeim mótmælendum, sem hyggjast mótmæla förðun á sýningu Íslensku óperunnar, hefur verið meinað að mótmæla inni í Hörpunni sjálfri. Mótmælin hefjast því fyrir utan Hörpuna klukkan 19. 11.3.2023 18:25
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.3.2023 18:01
Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli Í morgun kl. 7:02 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,1 í vestanverðum Mýrdalsjökli. 11.3.2023 16:08
800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda 11.3.2023 13:04
Mesta frost frá árinu 1998 Mesta frost í Reykjavík í marsmánuði frá árinu 1998 mældist í morgun þegar frost fór niður í - 14,8°C. 11.3.2023 12:06
Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum 11.3.2023 11:53
Hádegisfréttir Bylgjunnar Formaður Sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum. 11.3.2023 11:46