Fleiri fréttir

Jóhannes og Krist­mundur nýir í stjórn Sam­takanna '78

Á aðalfundi Samtakanna '78 sem fram fór í dag var kosið í þrjú sæti. Jóhannes Þór Skúlason og Kristmundur Pétursson koma nýir inn í stjórnina en Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir var endurkjörin. Þá var Álfur Birkir Bjarnason endurkjörinn formaður. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í Valmundi Valmundssyni formanni Sjómannasambands Íslands en í dag felldu félagar í öllum sextán aðildarfélögum sambandsins nýgerðan kjarasamning með miklum meirihluta atkvæða. Samningnum var hafnað með 67 prósentum atkvæða en 32 prósent samþykktu samninginn. Hann þótti marka tímamót þótt ekki væri fyrir annað en gildistímann sem var tíu ár. Skipstjórnarmenn í Sjómannafélagi Íslands hafa hins vegar samþykkt samninginn.

Skjálfti upp á 3,8 austan Grímseyjar

Jarðskjálfti upp á 3,8 varð fjórtán kílómetra austnorðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fjögur síðdegis í dag. Skjálftahrina hefur verið á svæðinu síðan í nótt og hafa rúmlega sextíu skjálftar mælst.

Frá­vísun í hryðju­verka­málinu stað­fest með minnsta mun

Landsréttur hefur staðfest frávísun á þeim köflum ákæru á hendur tveimur karlmönnum á þrítugsaldri er fjallar um hryðjuverk, tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Tveir dómarar Landsréttar vildu staðfesta frávísun úr héraðsdómi en einn vildi fella úrskurðinn úr héraði úr gildi. Héraðssaksóknari hefur þrjá mánuði til að gefa út nýja ákæru.

Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu.

Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum

Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur.

Ör­magnaðist á göngu

Síðdegis í gær óskuðu tveir ferðamenn eftir aðstoð björgunarsveita. Ferðamennirnir voru á ferð að eða frá íshelli í Kötlujökli þegar annar þeirra örmagnaðist á göngunni.

Söfnun fyrir ungbörn fer vel af stað

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir söfnun á barnafatnaði og öðrum nauðsynjum fyrir nýbura hafa farið vel af stað. Konur sem hafi fengið hæli hér á landi skorti oft þessa hluti og hafi einnig ekki alltaf áttað sig á veðurfarinu á Íslandi.

Krafði Katrínu og Bjarna um skýr svör

Stúdentar við Háskóla Íslands mótmæltu fyrir utan Ráðherrabústaðinn í dag, vegna þess sem þeir telja vera vanfjármögnun hins opinbera háskólakerfis. Forseti Stúdendaráðs HÍ afhenti forsætis- og fjármálaráðherra áskorun stúdenta og lét ráðherra vinna fyrir kaupinu sínu með krefjandi spurningum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í stúdentum sem eru ósáttir við fyrirhugaða hækkun á skráningagjöldum Háskóla Íslands. 

Um­fangs­mikið út­kall vegna manns sem fannst svo á röltinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út þyrlu Landhelgisgæslunnar, sérsveit ríkislögreglustjóra og kafarahóp Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna manns sem virtist hafa horfið í sjóinn eftir að hafa gengið út á sker.

31 sótti um starf verk­efna­stjóra al­þjóða­mála

Umsækjendur um starf verkefnastjóra alþjóðamála voru 31 en valið var í starfið útfrá hæfni umsækjenda miðað við kröfur í auglýsingu, frammistöðu umsækjenda í viðtölum og umsögnum meðmælenda.

Leita Gunnars áfram í Eskifirði

Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar.

„Kjarninn er að í allt of mörg ár höfum við verið of fá“

Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á meðferð kynferðisbrota og skipulagðrar brotastarfsemi, samkvæmt nýrri áætlun dómsmálaráðherra. Þörfin sé brýn vegna erfiðra mála sem ítrekað hafi komið upp síðustu misseri. Ráða á tugi nýrra starfsmanna til að bregðast við vandanum. Ríkislögreglustjóri segir þau geta gert betur víða. 

Garðyrkjubændur undirbúa vorið inn í hlýjunni

Á sama tíma og landsmenn þurfa að sætta sig við frost og kulda úti þessa dagana, þá nýtur starfsfólk garðyrkjustöðva þess að fá að vera inn í hlýjunni og undirbúa blómin fyrir vorið.

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“

Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi

Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra telur að árangur af umfangsmiklum breytingum í löggæslumálum, sem kynntar voru í dag, komi fram strax á þessu ári. Breytingarnar hafa verið heilt ár í vinnslu; áttatíu nýir lögreglumenn verða ráðnir og stórefla á aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Óperustjóri hafnar á­sökunum um ras­isma

Óperustjóri hafnar með öllu ásökunum um rasisma vegna leikgerva í sýningunni Madame Butterfly. Hár og búningar séu notaðir til að fanga tíðaranda þessa klassíska verks.

Lögreglu tilkynnt um dansandi konu í garði

Nokkuð óvenjuleg tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Tilkynnt var um konu sem sögð var dansa og tala út í loftið í garði.

Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 

Gefst ekki upp og leggur aðra fyrir­spurn fyrir þing­for­seta

Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið.

Máttu reka hjúkrunar­fræðing sem neitaði hrað­prófi

Heilbrigðisfyrirtæki var heimilt að rifta ráðningarsamningi skurðhjúkrunarfræðings sem neitaði að gangast undir hraðpróf þegar ómíkronafbrigði kórónuveirunnar blossaði fyrst upp árið 2021. Héraðsdómur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á samningi sínum við fyrirtækið.

Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi

Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega?

Fjögur kosin í stjórn Sam­taka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var tilkynnt um úrslit kosninga til stjórnar. Kosningaþátttaka var 76,26% en kosið var um fjögur almenn stjórnarsæti. Sjö framboð bárust til almennra stjórnarsæta.

Fátæk börn í skugga metárs í fjármagnstekjum og arðgreiðslum

Þingmenn Flokks fólksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi vegna vaxandi fjölda barna sem byggju við fátækt á Alþingi í dag. Á sama tíma væri metár í fjármagnstekjum og greiðslu arðs hjá stórútgerðinni. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina hafa gripið til margvíslegra aðgerða fyrir þennan hóp og aðrar væru í undirbúningi.

Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 

Sjá næstu 50 fréttir