Fleiri fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.1.2023 18:00 Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16.1.2023 17:29 Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. 16.1.2023 15:37 Árni yfirgefur Moggann og gengur til liðs við RÚV Árni Matthíasson fyrrverandi netritstjóri Morgunblaðsins, pistlahöfundur og blaðamaður þar til fjörutíu ára hefur yfirgefið Hádegismóa og gengið til liðs við Ríkisútvarpið. 16.1.2023 15:30 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16.1.2023 15:16 Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16.1.2023 14:58 Nýir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins kosta 150 milljónir Í svari við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingar til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, kemur fram að fjölgað hefur í ráðuneytinu frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við 2021. 16.1.2023 13:40 Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16.1.2023 13:17 „Mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum“ Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum. 16.1.2023 13:01 Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16.1.2023 12:16 Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. 16.1.2023 12:00 Bergþór segir Katrínu þjakaða af hatursorðræðublæti Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, telur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, seka um tvískinnung og skinhelgi þegar mannréttindi eru annars vegar. 16.1.2023 11:38 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fræðumst við um hina nýju þjóðarhöll sem kynnt er á blaðamannafundi nú í hádeginu. 16.1.2023 11:35 Ausandi rigningu spáð næsta föstudag Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að líklega frysti aftur á laugardagskvöld þannig að við búið er að svell verði á landinu á sunnudaginn. 16.1.2023 10:30 Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16.1.2023 10:12 Neyðarskýlin í Reykjavík verða opin í dag og á miðvikudag Dagopnun verður í neyðarskýlunum í Reykjavík í dag. Þau verða jafnframt opin á miðvikudag, gangi spár um mikinn kulda eftir. Skýlin hafa verið opin um helgina. 16.1.2023 09:56 Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. 16.1.2023 08:01 Heppilegast að allir fái að kjósa um samninginn sem bauðst Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður kjaramálasviðs Eflingar og fyrrverandi trúnaðarmaður starfsfólks, segist eiga erfitt með að sjá að það sé lýðræðislegt að ráðast í umfangsmiklar verkfallsaðgerðir fyrir skammtíma kjarasamning ef stjórnin hefur ekki fullt lýðræðislegt umboð til þess. 16.1.2023 06:38 Reyndi að bíta lögreglumenn og hótaði þeim lífláti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti. 16.1.2023 06:17 Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. 15.1.2023 22:31 Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. 15.1.2023 22:30 „Þetta er húseigandans að passa upp á“ Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. 15.1.2023 20:35 Nemendur mega taka sér blund í Keili Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. 15.1.2023 20:04 Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15.1.2023 19:24 Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. 15.1.2023 18:54 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar vísar því á bug að fólk sé að reyna að yfirgefa félagið og hefur litla trú á lýðræðisást formanns samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. 15.1.2023 18:05 Eldsvoðinn reyndist ruslabrenna og slökkviliðið snýr við Ferðalangar hringdu í slökkviliðið á fimmta tímanum í dag og tilkynntu um eld rétt austan við Hvolsvöll í Rangárþingi eystra. Slökkviliðið sneri þó við á miðri leið þegar í ljós kom að um litla ruslabrennu væri að ræða. 15.1.2023 17:27 „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15.1.2023 17:12 „Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. 15.1.2023 17:01 Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. 15.1.2023 16:06 Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. 15.1.2023 15:16 „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15.1.2023 14:45 „Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“ Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. 15.1.2023 13:19 Vélarvana bátur dreginn til hafnar á Siglufirði Um níu leytið í morgun var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar vélarvana bát sem staddur var rúmlega sex sjómílur norð norðvestur af Siglunesi. 15.1.2023 13:15 Umfangsminni leit í dag og engar vísbendingar hafa borist Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. 15.1.2023 12:47 Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. 15.1.2023 12:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Að minnsta kosti 60 eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. Flugélin sem var með 72 innanborðs brotlenti við lendingu og kviknaði samstundis í henni. 15.1.2023 11:39 Kjaramál, stríðsátök og tjáningafrelsi á dagskrá Sprengisandur hefst á bylgjunni klukkan 10 í dag. Tengsl Kelta og Íslendinga, kjaramál, stríðsátök og tjáningarfrelsi verða í brennidepli. 15.1.2023 09:59 Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki. 15.1.2023 09:00 Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. 15.1.2023 08:00 Þremenningar vopnaðir hnífum í slagsmálum Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt ef marka má dagbók lögreglu; hnífaslagsmál, mikil ölvun og grunur um ólöglega dvöl hérlendis koma við sögu. 15.1.2023 07:29 „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. 14.1.2023 21:17 Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“ Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta. 14.1.2023 20:03 Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. 14.1.2023 19:53 Stálheppinn Íslendingur 36 milljónum ríkari Ljónheppinn Lottó-áskrifandi hlaut stóra vinninginn í kvöld. Hann var með allar tölur réttar og fær því rétt rúmar 36 milljónir króna í vinning. 14.1.2023 19:33 Sjá næstu 50 fréttir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.1.2023 18:00
Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16.1.2023 17:29
Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. 16.1.2023 15:37
Árni yfirgefur Moggann og gengur til liðs við RÚV Árni Matthíasson fyrrverandi netritstjóri Morgunblaðsins, pistlahöfundur og blaðamaður þar til fjörutíu ára hefur yfirgefið Hádegismóa og gengið til liðs við Ríkisútvarpið. 16.1.2023 15:30
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16.1.2023 15:16
Sökuð um að hafa þröngvað næringardrykkjum ofan í konuna Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum. 16.1.2023 14:58
Nýir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins kosta 150 milljónir Í svari við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingar til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, kemur fram að fjölgað hefur í ráðuneytinu frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við 2021. 16.1.2023 13:40
Hjúkrunarfræðingurinn segist saklaus um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á öðrum tímanum. 16.1.2023 13:17
„Mannekla er að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum“ Forstjóri Landspítala segir tillögur viðbragðsteymis um bráðaþjónustu stórt skref og löngu tímabært. Á bráðamóttöku Landspítala hafi staðan verið mjög þung undanfarið en þó skánað. Þegar holskefla veirusýkinga fari að renna sitt skeið muni hagurinn vænkast en mannekla sé aftur á móti að verða langstærsti vandi heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndunum. 16.1.2023 13:01
Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025. 16.1.2023 12:16
Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. 16.1.2023 12:00
Bergþór segir Katrínu þjakaða af hatursorðræðublæti Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, telur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, seka um tvískinnung og skinhelgi þegar mannréttindi eru annars vegar. 16.1.2023 11:38
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fræðumst við um hina nýju þjóðarhöll sem kynnt er á blaðamannafundi nú í hádeginu. 16.1.2023 11:35
Ausandi rigningu spáð næsta föstudag Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að líklega frysti aftur á laugardagskvöld þannig að við búið er að svell verði á landinu á sunnudaginn. 16.1.2023 10:30
Svona var upplýsingafundurinn um nýja þjóðarhöll Boðað hefur verið til blaðamannafundar um nýja þjóðarhöll, þar sem farið verður yfir áætlaða stærð, staðsetningu og ýmislegt fleira. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu hér á Vísi. 16.1.2023 10:12
Neyðarskýlin í Reykjavík verða opin í dag og á miðvikudag Dagopnun verður í neyðarskýlunum í Reykjavík í dag. Þau verða jafnframt opin á miðvikudag, gangi spár um mikinn kulda eftir. Skýlin hafa verið opin um helgina. 16.1.2023 09:56
Hugvíkkandi efni lofi góðu en vísindin þurfi að ráða för Höfundur metsölubókar og vinsællar þáttaraðar um hugvíkkandi efni á Netflix segir sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á gagnsemi þeirra við algengum geðröskunum. Hins vegar sé brýnt að láta vísindin ráða ferðinni þegar kemur að notkun þeirra. Það geti verið varasamt að fara of geyst. 16.1.2023 08:01
Heppilegast að allir fái að kjósa um samninginn sem bauðst Gabríel Benjamin, fyrrverandi starfsmaður kjaramálasviðs Eflingar og fyrrverandi trúnaðarmaður starfsfólks, segist eiga erfitt með að sjá að það sé lýðræðislegt að ráðast í umfangsmiklar verkfallsaðgerðir fyrir skammtíma kjarasamning ef stjórnin hefur ekki fullt lýðræðislegt umboð til þess. 16.1.2023 06:38
Reyndi að bíta lögreglumenn og hótaði þeim lífláti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna einstaklings sem var að hoppa ofan á bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla handtók viðkomandi og flutti á lögreglustöð en sá reyndi að bíta lögreglumennina af sér auk þess að hóta þeim lífláti. 16.1.2023 06:17
Hefur litla trúa á lýðræðisást atvinnurekenda Formaður Eflingar segir vinnu við verkfallsboðun vera í gangi og hefur litla trú á lýðræðisást formanns Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. 15.1.2023 22:31
Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. 15.1.2023 22:30
„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. 15.1.2023 20:35
Nemendur mega taka sér blund í Keili Nám í Keili á Suðurnesjunum er alltaf að verða vinsælla og vinsælla en nú eru þar um átta hundruð nemendur í fjölbreyttu námi. Mikil áhersla er á huggulegt umhverfi í kennslustofum og gefst nemendum meira að segja kostur á að halla sér út af í kennslutímum og taka sér fimm mínútna blund ef svo ber undir. 15.1.2023 20:04
Flókið að mynda ríkisstjórn miðað við kannanir Núverandi stjórnarflokkar næðu ekki að mynda meirihluta á Alþingi samkvæmt tveimur nýjustu könnunum Maskínu og Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með álíka mikið fylgi í báðum könnunum. 15.1.2023 19:24
Kennarinn í MS: „Afi minn var forystumaður Sjálfstæðisflokksins“ Kennari í Menntaskólanum við Sund segir af og frá að glæra sem fór í dreifingu í vikunni sé merki um pólitíska innrætingu í framhaldsskólum. Glæran hafi verið til að sýna öfgar í stjórnmálastefnum, til dæmis þegar farið er úr sterkum foringjum yfir í einræði. Nákvæmlega eins glæra hafi verið til að sýna hættulega þróun á vinstrivæng stjórnmála. 15.1.2023 18:54
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Eflingar vísar því á bug að fólk sé að reyna að yfirgefa félagið og hefur litla trú á lýðræðisást formanns samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra segist ekki vera vongóð um að samningar náist á næstunni. 15.1.2023 18:05
Eldsvoðinn reyndist ruslabrenna og slökkviliðið snýr við Ferðalangar hringdu í slökkviliðið á fimmta tímanum í dag og tilkynntu um eld rétt austan við Hvolsvöll í Rangárþingi eystra. Slökkviliðið sneri þó við á miðri leið þegar í ljós kom að um litla ruslabrennu væri að ræða. 15.1.2023 17:27
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15.1.2023 17:12
„Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. 15.1.2023 17:01
Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. 15.1.2023 16:06
Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. 15.1.2023 15:16
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15.1.2023 14:45
„Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“ Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. 15.1.2023 13:19
Vélarvana bátur dreginn til hafnar á Siglufirði Um níu leytið í morgun var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar vélarvana bát sem staddur var rúmlega sex sjómílur norð norðvestur af Siglunesi. 15.1.2023 13:15
Umfangsminni leit í dag og engar vísbendingar hafa borist Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. 15.1.2023 12:47
Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. 15.1.2023 12:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Að minnsta kosti 60 eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. Flugélin sem var með 72 innanborðs brotlenti við lendingu og kviknaði samstundis í henni. 15.1.2023 11:39
Kjaramál, stríðsátök og tjáningafrelsi á dagskrá Sprengisandur hefst á bylgjunni klukkan 10 í dag. Tengsl Kelta og Íslendinga, kjaramál, stríðsátök og tjáningarfrelsi verða í brennidepli. 15.1.2023 09:59
Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki. 15.1.2023 09:00
Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. 15.1.2023 08:00
Þremenningar vopnaðir hnífum í slagsmálum Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt ef marka má dagbók lögreglu; hnífaslagsmál, mikil ölvun og grunur um ólöglega dvöl hérlendis koma við sögu. 15.1.2023 07:29
„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. 14.1.2023 21:17
Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“ Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta. 14.1.2023 20:03
Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. 14.1.2023 19:53
Stálheppinn Íslendingur 36 milljónum ríkari Ljónheppinn Lottó-áskrifandi hlaut stóra vinninginn í kvöld. Hann var með allar tölur réttar og fær því rétt rúmar 36 milljónir króna í vinning. 14.1.2023 19:33
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent