Fleiri fréttir

Boðar stríð gegn skipu­lagðri brota­starf­semi

Dómsmálaráðherra boðar stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi með átaki sem lögreglan ætlar að ráðast í á næstunni. Vel geti verið að stigin verði umdeild skref í því átaki, meðal annars varðandi vopnaburð lögreglumanna.

Óvelkomnir í annarlegu ástandi neita að fara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi þar sem menn í annarlegu ástandi neituðu að yfirgefa staði þar sem þeir voru óvelkomnir. Þá barst henni einnig tilkynning um líkamsárás á veitingastað.

Gekk sár­kvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs

Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar.

Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum

Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Deilur milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club hafa stigmagnast eftir að árásin var gerð á fimmtudag. Dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengju hafi verið kastað í hús, sem skapi hættu fyrir almenning. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Hótanir, brotnar rúður og bensínsprengjur

Hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Loksins byggt fyrir fatlaða á Suðurlandi

Því er nú fagnað á Suðurlandi að nú eigi loksins að hefja framkvæmdir við byggingu á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk en slíkur kjarni hefur ekki verið byggður á svæðinu í 15 ár. Nýi kjarninn verður á Selfossi en þar verður heimili sex einstaklinga með sólarhringsþjónustu.

Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum.

Bana­slysið setur svip sinn á minningar­daginn

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag.

Hvorki list né vísindi að selja banka

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb samgönguslysa sem fer fram í dag. Nánar verður fjallað um málið í hádegisfréttum. 

Taldir hafa flúið land

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Skilur þú skilaboðin?: Nenna ekki að skrifa nenna

Í Íslandi í dag á miðvikudag var fjallað um stöðu tungumálsins í ýmsu tilliti. Á meðal dagskrárliða voru skammstafanir í smáskilaboðum ungmenna sem grafnar höfðu verið upp á TikTok.

Bana­slys á Baróns­stíg

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

Menningin blómstrar á Skagaströnd

Eitt elsta hús Skagastrandar, Bjarmanesi hefur nú verið breytt í menningar- og samveruhús, en í húsinu hefur meðal annars verið barnaskóli, verslun og lögreglustöð.

Sneri alltaf aftur á lögreglustöðina

Ökumaður sem stöðvaður var í Breiðholti vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna virðist ekki hafa verið á þeim buxunum að yfirgefa lögreglustöðina í Kópavogi að lokinni sýnatöku í gær.

Enn varað við vatnsveðri

Búast má við talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum fram undir hádegi. Því eru líkur á vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum.

Eru allar tær eins?

Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum.

Fjórir til viðbótar í gæsluvarðhald og rúmlega tíu í felum

Þeir fjórir sem lögregla handtók í nótt í tengslum við rannsókn á hnífstunguárás sem var gerð á Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld voru rétt í þessu úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Alls eru nú níu í gæsluvarðhaldi en lögregla hefur sleppt hinum fimm sem hún hefur handtekið við rannsóknina úr haldi. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Átta hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við hnífstunguárás í miðbænum á fimmtudag. Beðið er eftir úrskurði í máli eins til viðbótar. Lögregla leitar enn rúmlega tíu manna sem eru í felum og eru taldir tengjast málinu. Fórnarlömb árásarinnar opnuðu sig um málið í dag en annað þeirra hlaut stungu í lungað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Ólga meðal kennara í Hvassa­leitis­skóla og skóla­stjóri í leyfi

Óánægja og ókyrrð ríkir meðal starfsfólks Hvassaleitisskóla í Reykjavík. Óánægjan snýr að stjórnunarháttum skólastjórans og starfsaðstæðum í skólanum. Fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur skólastjóranum. Hann er sem stendur í leyfi frá störfum. 

Fjór­tán hand­teknir og einn látinn laus

Lögregla handtók fjóra menn í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club í gærkvöldi og í nótt. Alls hafa nú fjórtán verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og fimm verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einum hefur verið sleppt úr haldi og býst lögregla við að fleirum verði sleppt í dag.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tveir mannanna sem voru stungnir í árás inni á skemmtistaðnum Bankastræti Club á fimmtudagskvöld segjast ekki hafa áttað sig strax á því að árásarmennirnir hefðu stungið þá. Annar þeirra var stunginn sjö sinnum. Lögregla leitar enn um tuttugu manna sem eru taldir hafa átt þátt í árásinni. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Mikil úrkoma fyrir austan

Gera má ráð fyrir talsverðri mikilli rigningu á sunnanverðu landinu til Austfjarða um helgina. Vegfarendur á leið við Reynisfjall og undir Eyjafjöllum eru varaðir við öflugum vindhviðum.

Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barna­verndar­yfir­valda

Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata.

Tesla Model S með fimm stjörnur í NCAP

Tesla Model S hlaut á dögunum fimm stjörnu öryggiseinkunn há Euro NCAP. Euro NCAP gerði prófanir á nýjustu útgáfu af Model S, í samræmi við nýjustu og ströngustu prófunarstaðlana frá 2020-2022, þar sem geta ökutækisins til að vernda fullorðna einstaklinga, börn og gangandi vegfarendur er í forgangi ásamt mat á hegðun til að forðast árekstra og aðra öryggisaðstoð.

Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram

Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. 

Sjá næstu 50 fréttir