Fleiri fréttir

Opna fjöldahjálparstöð fyrir flóttamenn í fyrsta sinn á Íslandi

Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að opna fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en þetta er í fyrsta sinn sem slík fjöldahjálparstöð er opnuð hér á landi. Sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum ítrekar að aðeins sé um tímabundið úrræði að ræða og kallar eftir frekari aðkomu sveitarfélaganna. 

Sparkaði í líkama og sló í­trekað í and­lit starfs­manns Krónunnar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að starfsmanni verslunar Krónunnar í Rofabæ í Reykjavík í janúar 2021. Maðurinn sparkaði í líkama starfsmannsins og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit.

Full ástæða til að halda áfram að kortleggja hatursorðræðu á Íslandi

Fulltrúar frá á þriðja tug hagsmunasamtaka hafa sótt fundi starfshóps forsætisráðherra gegn hatursorðræðu en formaður hópsins segir ljóst að ákveðnir hópar komi verr út en aðrir. Þó erfitt sé að meta hvort hatursorðræða fari beinlínis vaxandi hér á landi sé full ástæða til að halda vinnunni áfram.

Alvarlegt bílslys á Suður­lands­braut

Alvarlegt bílslys varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Reykjavegar ofan við Laugardalinn í Reykjavík um klukkan hálf eitt í dag. Tveir voru inni í fólksbíl sem virðist hafa verið ekið upp á kant, á gönguljós og oltið með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur.

Grettir Sterki mættur til Stykkis­hólms

Dráttarbáturinn Grettir Sterki er kominn til Stykkishólms. Báturinn er í leigu hjá Vegagerðinni, Sæferðum og Stykkishólmsbæ en Sæferðir sjá um að manna bátinn.

Bylting í MH: Vilja ekki mæta nauðgurum sínum á göngunum

Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð mótmæltu því í gær að nemendur skólans sem eru þolendur kynferðisofbeldis þurfi að mæta gerendum sínum á göngum skólans. Þeir segja viðbrögð skólans vera ófullnægjandi. Fyrrverandi nemandi við skólann segir söguna vera að endurtaka sig. Fyrir tíu árum hafi henni verið nauðgað af samnemanda sínum. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Manndráp á Ólafsfirði, lækkuð veiðiráðgjöf loðnu, málefni hinsegin fólks og stríðið í Úkraínu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Kópavogur greiðir mest en þar með er ekki öll sagan sögð

Kópavogsbær greiðir 56 þúsund krónur í frístundastyrk til barna í sveitarfélaginu. Styrkurinn er sá hæsti sem veittur er hér á landi. Frístundastyrkur segir þó ekki alla söguna enda bæði misjafnt hve dýrt er fyrir börn að stunda tómstundir í sveitarfélögum.

Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ.

Tugmilljóna tjón á ótryggðri kornrækt

Áætlað tjón á kornuppskeru í Eyjafirði vegna einnar helgar hvassviðris í september er áætlað á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Þá er áætlað að frostskemmdir, sem urðu sums staðar í ágúst, hafi eyðilagt uppskeru fyrir 10 til 12 milljónir.

Sprengdu hryðju­verka­sprengju í bíl í æfinga­skyni

Um fjögur hundruð manns taka þátt í æfingu gegn hryðjuverkum sem fer nú fram á vegum íslensku Landhelgisgæslunnar. Yfirlautinant í breska sjóhernum segir um mikilvæga og rótgróna sprengjuleitaræfingu að ræða og að nú sé einblínt á nýjar ógnir í hernaðarmálum.

Kölluðu rúss­neska sendi­herrann á teppið vegna inn­limunarinnar

Utanríkisráðuneytið kallaði rússneska sendiherrann á Íslandi til fundar til að lýsa fordæmingu sinni á tilraun rússneskra stjórnvalda til þess að innlima fjögur úkraínsk héruð í dag. Íslensk stjórnvöld ætla ekki að viðurkenna héruðin sem hluta af Rússlandi.

Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur

Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bara á Ólafsfirði í nótt og lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir þremur vegna málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af fjórum

Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að fara fram á gæsluvarðhald yfir þremur af fjórum sem handteknir voru á Ólafsfirði í nótt. Karlmaður á fimmtugsaldri lést af stunguáverkum. Annar hlaut áverka á vettvangi og var fluttur á slysadeild.

Þung umferð í Ártúnsbrekku eftir árekstur

Töluverð umferð er á annantímanum nú síðdegis upp Ártúnsbrekkuna. Árekstur tveggja fólksbíla í neðri hluta brekkunnar hefur hægt enn frekar á umferð sem allajafna er nokkuð þung á þessum tíma dags.

Nægt vatn ekki tryggt á Hvann­eyri fyrir slökkvi­lið Borgar­byggðar

Slökkivilið Borgarbyggðar framkvæmdi æfingar í Borgarnesi og á Hvanneyri þann 1. október síðastliðinn. Á meðan á æfingunni á Hvanneyri stóð á aðeins að hafa tekið nokkrar mínútur að tæma vatn úr dreifikerfi á svæðinu og varð vatnslaust í nærliggjandi byggð í kjölfarið.

Færsla Bjarna Frímanns fjarlægð af Facebook

Starfsmenn Facebook fjarlægðu færslu Bjarna Frímanns Bjarnasonar fiðluleikara og hljómsveitarstjóra af Facebook. Í færslunni, sem vakti mikla athygla og fór í mikla dreifingu, sakaði Bjarni Frímann fyrrverandi tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands um kynferðisbrot. Bjarni Frímann hefur kallað eftir skýringum frá Facebook.

Á batavegi eftir fólskulega hnífstunguárás við Sprengisand

Móðir pilts sem ráðist var á í undirgöngum við Sprengisand segist hafa í gegnum tíðina haft áhyggjur af því að sonur hennar noti ekki hjálm við hjólreiðarnar en grunaði ekki að hann gæti orðið fyrir hnífstunguárás á leið sinni á íþróttaæfingu. Pilturinn er ekki með bílpróf og er hjólið hans fararskjótur en eftir árásina er eðlilega óhugur í honum og foreldrunum.

Kyrrðar­stund í Ólafs­fjarðar­kirkju vegna mann­drápsins

Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra.

Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga

Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 

Lækka dagpeninga um fimmtung

Starfsmenn ríkisins fá hér eftir 34.500 krónur í dagpeninga fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring á ferðalögum sínum innanlands í vetur. Um er að ræða lækkun um 7.900 krónur frá því sem var í sumar.

Rebekka ráðin til að starfa með starfs­hópum Svan­dísar

Rebekka Hilmarsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri Vesturbyggðar, hefur verið ráðin í tímabundið starf sérfræðings á skrifstofu sjávarútvegs til að hafa umsjón með vinnu við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í tengslum við stefnumótun matvælaráðherra í sjávarútvegi á kjörtímabilinu.

Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins.

„Samfélagið harmi slegið“

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Stunguárás í Ólafsfirði, viðbragðsæfing vegna hryðjuverka, rannsóknir á hugbreytandi efnum og ráðningar í opinber embætti verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag.

Of­skynjunar­sveppir engin töfra­lausn en mikil­væg við­bót

22 þingmenn úr öllum flokkum nema Vinstri grænum hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að heimila rannsóknir og tilraunir hér á landi með hugvíkkandi efni sem finnst í sveppum. Flutningsmaður frumvarpsins segir marga nota ofskynjunarsveppi í lækningaskyni og því sé mikilvægt að skapa lagalega umgjörð utan um notkunina.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.