Fleiri fréttir

„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“

Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð.

Hundur beit skokkara í lærið

Klukkan rétt rúmlega fimm í gær barst lögreglu tilkynningu um hund sem hafði stokkið á mann sem var úti að hlaupa í Laugardalnum og bitið hann í lærið. Maðurinn hlaut minniháttar áverka og verður atvikið tilkynnt til MAST.

„Jón Baldvin hagar sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hafa sagt sig frá heiðurssæti lista Samfylkingar árið 2007 að beiðni hennar. Hann hafi hins vegar kvartað yfir höfnuninni í sjónvarpi skömmu síðar vitandi að Ingibjörg Sólrún gæti ekki greint frá hinni raunverulegu ástæðu: frásögnum kvenna af kynferðislegum samskiptum við þær sem unglingsstúlkur.

Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar

Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Knattspyrnuheimurinn er harmi sleginn eftir annað mannskæðasta slys íþróttasögunnar, sem varð í Indónesíu í gærkvöldi. Að minnsta kosti 125 eru látnir eftir að mannþröng myndaðist á fjölmennum knattspyrnuleikvangi. Einn hinna slösuðu staðhæfir að sumir hafi kafnað, aðrir troðist undir en að allt hafi þetta hafist á táragasnotkun lögreglu. Við sýnum sláandi myndir frá vettvangi og heyrum vitnisburð slasaðra.

Sauðfjárrækt er lífsstíll

Það var mikil stemning á Hellu í gær þegar Dagur sauðkindarinnar var haldin hátíðlegur í Rangárhöllinni. Mikill drifkraftur er í sauðfjárrækt í Rangárvallasýslu og mikill metingur á meðal bænda hver ræktar besta féð.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Talið er að minnst 174 hafi látist í troðningi eftir óeirðir á knattspyrnuleik í Indónesíu í gærkvöldi. Forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins segir þetta svartan dag í sögu knattspyrnunnar. Um er að ræða einn mannskæðasta atburð íþróttasögunnar. Við fjöllum um þennan mikla harmleik í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Rann­sóknar­heimildir og orku­mál í brenni­depli

Lögreglumál, vopnaburður og rannsóknarheimildir verður til umræðu hjá þeim Margréti Valdimarsdóttur og Helga Gunnlaugssyni, sem bæði eru afbrotafræðingar og gjörþekkja þann heim, á Sprengisandi í dag.

Ráðist á fjöl­skyldu­föður á meðan hann keypti mat

Um klukkan sjö í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á veitingastað í Breiðholti. Þar hafði fjölskyldufaðir ætlað að kaupa mat handa sér og fjölskyldu sinni þegar maður í annarlegu ástandi réðst að honum án nokkurs tilefnis.

„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“

Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður.

„Viljum við búa í þannig samfélagi?“

Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir.

Einn er tveimur milljónum ríkari

Einn stálheppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu Lottó.

Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum

Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori.

100 ára píanósnillingur á Hrafnistu

Ásdís Ríkharðsdóttir, 100 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur, því hún spilar á píanó alla daga inn í herbergi hjá sér. Vinkona hennar kíkir í heimsókn í hverri viku en þá syngur hún og Ásdís spilar undir hjá henni.

Ískyggilegar aðstæður á slysaæfingu

Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi. Hér í innslaginu að ofan má virða fyrir sér aðstæður á „slysstað.“

Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt

Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman.

Stór­slys­a­æf­ing á Reykj­a­vík­ur­flug­vell­i

Mörgum brá ef til vill í brún vegna elds og mikils viðbúnaðar á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Þar var verið að halda stórslysaæfingu á vegum Isavia og almannavarna þar sem æfð voru viðbrögð við umfangsmiklu flugslysi.

Hrútadagur á Raufarhöfn í dag

Fegurðarsamkeppni gimbra, hrútaþukl og stígvélakast er meðal þess, sem fer fram á Hrútadeginum, sem haldin er hátíðlegur á Raufarhöfn í dag.

„Þessi óánægja hefði ekki komið fram ef aðstæður hefðu verið öðruvísi“

Mennta- og viðskiptaráðherra segir að meta hefði átt betur hvernig skipan þjóðminjavarðar legðist í safnageirann í ljósi þess hve lengi þjóðminjaverðir hafi setið í gegnum tíðina. Nú er til skoðunar að setja hámarkstíma á stöðuna. Auglýsing fyrir stöðuna var tilbúin í ráðuneytinu, en allt kom fyrir ekki.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Úkraínumenn segjast hafa frelsað þorp nærri bænum Liman í norðanverðu Donetsk-héraði og umkringt þar stóran hóp rússneskra hermanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að innlimun Rússlands á fjórum héruðum Úkraínu verði aldrei viðurkennd. Við fjöllum um stöðuna í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Árni Þórður út­skrifaður af spítala

Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar.

Vöruðu unga drengi við því að príla

Í gær hafði lögregla afskipti af ungum drengjum sem gómaðir voru uppi á þaki leikskóla í Kópavogi. Lögregluþjónar vöruðu drengina við hættunni sem fylgir slíku príli og tilkynntu foreldrum drengjanna athæfi þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.