Fleiri fréttir

Afgreiðsla forsætisnefndar á máli Sigurðar Inga sögð skrípaleikur
Þingmenn stjórnarandstöðunnar sóttu hart að stjórnarliðum vegna afgreiðslu forsætisnefndar á siðanefndakæru á hendur Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra á Alþingi í dag.

Lögregla fann manninn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum og er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444 1000.

Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir öllu á haus snúið
Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir harðlega því sem hann vill meina að séu alvarlegar ásakanir í sinn garð af hálfu fráfarandi forseta FÍ; Önnu Dóru Sæþórsdóttur.

Hafnar því að hún harmi skipan þjóðminjavarðar
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segist ekki harma skipan þjóðminjavarðar, líkt og haldið var fram í Fréttablaðinu í morgun. Hins vegar hefði mátt auglýsa stöðuna til að halda sátt um skipanina. Ekki standi til að draga hana til baka.

Gríðarlegt tjón í tugum íbúða eftir fordæmalausa rafmagnsbilun
Margra milljóna króna tjón varð í tæplega hundrað íbúðum í Urriðaholti á föstudag þegar bilun kom í rafmagnsgötukassa og allt of há spenna komst inn á íbúðirnar. Gríðarlegur fjöldi heimilistækja skemmdist og dæmi eru um að lyftur í stigagöngum séu óvirkar.

Stjórn FÍ vísar á bug ásökunum og lýsingum forsetans
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig Anna Dóra Sæþórsdóttir, fráfarandi forseti félagsins, lýsir viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin vísar algjörlega á bug þeim ásökunum og lýsingum sem hún setur fram í yfirlýsingu sinni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Skipun þjóðminjavarðar, stórfellt rafmagnstjón, kirkjuheimsóknir barna og efnahagskrísa Breta verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Ekki þannig að myndavélar verði settar í hvert horn og hver sem er hleraður
Umræðan um frumvarp um rannsóknarheimildir lögreglu ber keim af áróðri að sögn dómsmálaráðherra. Frumvarpið hefur sætt nokkurri gagnrýni en ráðherrann segir ekki nógu skýr ákvæði um heimildir lögreglu til staðar. Það standi alls ekki til að setja myndavélar í hvert horn og hlera fólk sem ekkert hafi af sér gert heldur þurfi einfaldlega að tryggja öryggi borgara.

Aflýsa hættustigi á Austur- og Suðurlandi vegna óveðursins
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi hefur ákveðið að aflýsa hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24. til 26. september.

Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga
Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni.

Hættir sem forseti FÍ: Segir Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga
Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur sagt af sér sem forseti Ferðafélags Íslands (FÍ) sem og úr félaginu sjálfu. Hún segir stjórnarhætti ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi.

Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi.

Munu reisa Angró á nýjum stað í bænum
Til stendur að reisa sögufræga húsið Angró á Seyðisfirði á nýjum stað í bænum eftir að það féll saman í óveðrinu um helgina. Múlaþing vinnur nú að því í samvinnu við Minjastofnun að undirbúa aðgerðir á svæðinu en það hefur lengi staðið til að flytja húsið á nýjan stað.

„Þetta varð alltaf verra og verra“
Talið er að um fimm þúsund börn hafi dvalið á um þrjátíu vistheimilum á vegum hins opinbera frá síðustu öld. Þá er ótalið öll þau börn sem dvöldu á sveitabæjum. Nú hafa sanngirnisbætur verið greiddar eða eru á leiðinni fyrir dvöl á næstum öðru hverju heimili. Umsjónarmaður sanngirnisbóta segir að algjört eftirlits-og stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum á sínum tíma. Það sé því miður raunin að nokkru leyti ennþá.

Rólegt veður í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga
Haglætis veður verður á landinu í dag og á morgun eftir illviðri síðustu daga og hefur vindur gengið niður á Austurhluta landsins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.

Segir Lilju harma skipun þjóðminjavarðar en ekki geta dregið hana til baka
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, formaður Íslandsdeildar International Council of Museums (ICOM), segir Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra hafa harmað skipun þjóðminjavarðar án auglýsingar á Safnaþingi á Austfjörðum í síðustu viku.

Ekið á sextán ára strák á rafmagnshlaupahjóli í Hlíðunum
Sextán ára strákur á rafmagnshlaupahjóli varð fyrir bíl í Hlíðunum í Reykjavík á sjötta tímanum í gærkvöldi en vitni sá strákinn fljúga í loftinu með alla anga úti áður en hann lenti á götunni, að því er kemur fram í dagbók lögreglu.

Leit að stúlku í Vesturbæ
Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa í samstarfi við lögreglu leitað að unglingsstúlku í Vesturbæ frá því klukkan ellefu í kvöld.

„Þetta var svakalegt“
Ljóst er að mikið tjón varð á húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í miklu sjávarflóði sem þar varð í gær. Rekstaraðilar á svæðinu eru þó ekki af baki dottnir, þrátt fyrir tímabundið bakslag.

Hvetur almenning að líta upp
Júpíter, stærsta reikistjarna sólkerfisins, hefur ekki verið nær jörðinni í tæp sextíu ár. Hann er ægibjartur og verður áberandi á næturhimninum næstu daga. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, hvetur almenning til að líta upp.

Segir hund nágrannans hafa ráðist á litla stelpu: „Maður bara fékk sjokk“
Íbúi á Akureyri segist ráðalaus vegna hunds sem börnum stafi ógn af. Hundurinn hafi glefsað í litla stelpu fyrr í dag, og kallað hafi verið á lögreglu. Hún segir hundinn sitja bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana og gelta stanslaust. Íbúinn vill hundinn burt.

Ef við hefðum ekki átt nál værum við öll nakin út í móa
„Margt verður til í kvenna höndum“ er yfirskrift á sýningu, sem konur í Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi eru með í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Saumnálin spilar þar stærsta hlutverkið.

„Ég var skelfingu lostinn“
Bandarískur ferðamaður sem setið hefur fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í óveðrinu í gær. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum. Rúmlega sjötíu ferðamenn leituðu skjóls hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal eftir að þeir urðu strand vegna veðurs.

Tilkynnt um torkennilegan hlut við Sæbraut
Lögreglu barst í dag milli klukkan fimm og sex tilkynning um torkennilegan hlut við Olís við Sæbraut. Sprengjusveit ríkislögreglustjóra var send á svæðið.

„Þetta voru losaraleg tímamörk“
Almenningur þarf enn að bíða eftir Íslandsbankaskýrslunni. Nú er gert ráð fyrir því að skýrslan verði gerð opinber í október en í upphafi var stefnt að því að skýrslan fengi að líta dagsins ljós í júní. Yfirferð Ríkisendurskoðunar hefur tekið töluvert meiri tíma en áætlað var í upphafii en íkisendurskoðandi segir að töfin eigi sér málefnalegar skýringar.

Brjálað að gera á Höfn
Hornfirðingar fengu heldur betur að finna fyrir lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi á suðausturlandi en 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, sem gengu vel.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Bandarískur ferðamaður sem hefur setið fastur á Möðrudalsöræfum í tæpan sólarhring varð skelfingu lostinn þegar rúður í bílnum hans sprungu í gær vegna veðurs. Hann segist heppinn að hafa ekki stórslasast í látunum.

Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu
Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst.

Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag
Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega.

Bíða enn af sér vonskuveður á Austurlandi
Lítið sem ekkert ferðaveður er á Austurlandi og ekki gert ráð fyrir að um hægist fyrr en líður á daginn. Lokanir vega frá í gær standa enn frá Fáskrúðsfirði til suðurs að Skaftafelli, á Fagradal og Fjarðarheiði. Lítið sem ekkert ferðaveður er um Möðrudalsöræfi.

Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins á Norðurlandi
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjóra á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna veðurs sem gekk yfir umdæmin um helgina.

Aflýsa óvissustigi vegna skjálftavirkni úti fyrir Norðurlandi
Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Röð óheppilegra atvika leiddi til rafmagnsleysis á hálfu landinu
Gríðarlegt eignatjón varð í fyrstu haustlægð þessa árs sérstaklega austanlands þar sem veðrið var verst. Tré rifnuðu upp með rótum, rúður sprungu og heilu þökin fuku af. Þá varð rafmagnslaust á hálfu landinu eftir röð óheppilegra atvika.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Ofsaveður og rafmagnsleysi, bólusetningar, hjúkrunarheimili og snörp hægrisveifla á Ítalíu verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Búast við þrjú til fjögur þúsund manns í Laugardalshöll á dag
Bólusetningarátak í Laugardalshöll hefst á morgun þar sem einstaklingum sextíu ára og eldri verður boðið fjórða skammt bóluefnis gegn Covid og inflúensubólusetningu samhliða því. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á von á allt að þrjú til fjögur þúsund manns á dag í höllina en sambærilegt átak er að fara af stað víðar á landinu.

Bíða eftir nýjum bílum fyrir strandaglópana
Rúmlega sjötíu ferðamenn sem fengu skjól hjá Ferðaþjónustunni Fjalladýrð í Möðrudal bíða þess nú að fá nýja bíla senda frá bílaleigum sínum. Vertinn í Fjalladýrð segir fjöldann allan af bílum á svæðinu með ekki einni heilli rúðu.

Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“
Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið.

Róleg nótt hjá björgunarsveitunum miðað við nóttina þar á undan
Björgunarsveitir sinntu einhverjum minniháttar verkefnum í nótt en þó ekkert í samanburði við aðfaranótt sunnudags. Björgun ferðamanna í Möðrudalsöræfum, vatnstjón á Akureyri og foktjón á Austfjörðum voru meðal helstu verkefna.

Bugaðir ökumenn segjast slæmu vanir í umferðinni
Maður sem ferðast um á rafhlaupahjóli í vinnuna segir það ákveðna þórðargleði að bruna fram hjá buguðum ökumönnum sem sitja fastir í morgun- og síðdegisumferðinni. Einn þessara buguðu ökumanna eyðir um einum og hálfum klukkutíma í umferðarteppu á dag og segist slæmu vanur.

Hefja aftur bólusetningarátak í Laugardalshöll
Bólusetningar með fjórða skammt bóluefnis gegn Covid-19 hefjast í Laugardalshöll á morgun fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins sextíu ára og eldri. Boðið verður upp á inflúensubólusetningu samhliða. Stefnt er á að bjóða yngri einstaklingum örvunarskammt eftir að átakinu lýkur.

Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök
Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök.

Undir áhrifum á 164 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann á öðrum tímanum í nótt en sá hafði mælst á 164 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í Kópavogi, þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu fór ökumaðurinn ekki strax að fyrirmælum lögreglu og var kominn í Garðabæ þegar hann stöðvaði loksins.

Mesta hviðan mældist 64 metrar á sekúndu
Óhætt er að segja að fyrsta haustlægðin hafi skollið á landinu með hvelli, ekki síst á Austfjörðum, þar sem vindstyrkur mældist mjög hár víða. Mesta hviða dagsins mældist í Hamarsfirði, 64 metrar á sekúndu. Veður lægir ekki á Austfjörðum fyrr en annað kvöld.

„Þetta var eins og það gerist verst“
Búið er að koma öllum þeim ferðamönnum sem fastir voru á Möðrudalsöræfum í öruggt skjól. Rúmlega sjötíu erlendir ferðamenn leituðu skjóls í Fjalladýrð í Möðrudal. Staðarhaldarinn þar segir að veðrið á svæðinu hafi verið mun verra en veðurspár sögðu til um.

Ríkið þurfi að fylgjast betur með meðferðaraðilum
Formaður Sálfræðingafélags Íslands kallar eftir því að stjórnvöld setji skýrari reglur um störf meðferðaraðila sem eru ekki heilbrigðisstarfsmenn. Ábyrgðin eigi ekki að liggja á herðum almennings, eins og hún gerir nú.