Fleiri fréttir

„Utan frá séð lítur þetta út eins og einhver geðþóttaákvörðun“
Í morgun tók lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvörðun um að gossvæðið yrði lokað fyrir alla umferð í dag, en tilkynnti jafnframt að ákvörðun hefði verið tekin um að heimila ekki umferð barna yngri en tólf ára um gosstöðvarnar, óháð veðurskilyrðum.

Hvalfjarðargöngunum lokað vegna bilaðs bíls
Lokað var fyrir umferð beggja megin við Hvalfjarðargöngin fyrr í kvöld. Er göngin voru opnuð á ný var um tíma var einungis hægt að keyra í átt að Akranesi en nú er einnig búið að opna fyrir umferð til Reykjavíkur.

„Sumarið fjarri því búið“
Siggi stormur segir að júní og júlí hafi verið blautir mánuðir og skrölt undir meðallagi. Hins vegar segir hann að sumarið sé fjarri því að vera búið þegar ágústmánuður sé skoðaður, á norður- og norðausturlandi komi kaflar með „yndislegu veðri og sumri og sól.“

Geggjað bílasafn á Breiðdalsvík
Eitt glæsilegasta bílasafn landsins er á Breiðdalsvík en það er í gamla frystihúsinu á staðnum. Á safninu eru um tuttugu bílar, allt glæsikerrur, svo ekki sé minnst á sportbíla safnsins.

Endurskoða þurfi fjármögnun vegakerfisins
Endurskoða þarf fjármögnun vegakerfisins að mati formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann leggur til að kílómetragjald verði sett á alla ökumenn óháð mannvirkjum.

Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum að banna börnum undir tólf ára aldri að fara á gossvæðið í Meradölum. Landsbjörg segir ákvörðunina auðvelda starf björgunarsveita til muna, en aðrir telja að treysta eigi foreldrum til að meta aðstæður hverju sinni. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mikilvægt að undirbúa sig undir að gosið standi yfir í langan tíma
Á fundi Vísindaráðs almannavarna í morgun var farið yfir nýjustu gögn og mælingar um eldgosið í Meradölum. Gosvirknin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu daga og er það mikilvægt að undirbúa sig undir að gosið gæti staðið yfir í nokkuð langan tíma.

Sum börn séu betur til þess fallin að ganga að gosinu en fullorðið fólk
Í dag bárust fregnir af því að lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefði tekið þá ákvörðun að börn undir tólf ára aldri væru ekki velkomin að eldgosinu í Meradölum. Mikið ósætti virðist ríkja meðal fólks vegna ákvörðunarinnar en lögreglustjórinn, Úlfar Lúðvíksson segir að verið sé að „tryggja hagsmuni barna“ með þessari ákvörðun.

Reyndi að bjarga strönduðum dróna með dróna í Stuðlagili
Hún heppnaðist ekki, björgunaraðgerð drónaflugmanns sem kom auga á strandaðan dróna á syllu í Stuðlagili í sumar.

Tengivagn á hliðina á hringtorgi
Tengivagn sem dreginn var af fóðurbíl fór á hliðina á hringtorgi á mótum Vesturlandsvegs og Ásavegs í Mosfellsbæ skömmu fyrir hádegi í dag.

Hraunið nánast komið út í enda Meradala
Lítið er að frétta af þróun eldgossins í Meradölum en ekki hefur verið hægt að fara í mælingarflug yfir svæðið frá því á fimmtudag vegna veðurs. Órói er nú stöðugur og hefur dregið úr skjálftavirkni.

Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum
Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum.

Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima
Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg.

Alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Akureyri
Ekið var á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Akureyri klukkan tæplega ellefu í morgun, meiðsli vegfarandans eru talin alvarleg. Slysið varð skammt frá Bifreiðastöð Oddeyrar.

Eiríkur Guðmundsson látinn
Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn aðeins 52 ára að aldri, hann fæddist þann 28. september 1969 í Bolungarvík.

Boðar bráðaaðgerðir í iðnnámi
Menntamálaráðherra heitir því að stjórnvöld muni gera það sem hægt er til að tryggja að sem flestir fái aðgang að verknámi sem það vilja. Komið hefur fram að mun færri komast að en vilja í slíkt nám, en ráðherra segir hugsanlegt að ekki verði hægt að bregðast við öllum sem vilja komast að.

Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gosstöðvum
Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Eldgos, leikskólapláss í Reykjavík og spennan í samskiptum Kína og Taívan eru á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær.

Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar
Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna.

Tíu prósent heimila safni skuldum eða gangi á sparifé
Um tíu prósent landsmanna safna skuldum eða þurfa að ganga á sparifé til að ná endum saman, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar Prósents sem greint er frá í Fréttablaðinu í dag.

Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn
Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest.

Gosstöðvar að öllum líkindum opnaðar aftur þrátt fyrir vonskuveður
Gönguleiðir að gosstöðvunum verða opnaðar aftur klukkan tíu að öllu óbreyttu. Það verður þó mjög blautt og mælt með því að bíða með ferðir fram yfir hádegi, að minnsta kosti. Gosórói helst óbreyttur.

Vill gera rekstur Samtakanna '78 fyrirsjáanlegri
Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu.

Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur
Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina.

Þrefalt fleiri nemendur á örfáum árum
Sprenging hefur orðið í umsóknum um verknám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, einkum í húsasmíðum og rafvirkjun. Skólameistarinn segir þróunina hafa verið hraðari en fólk átti von á - þannig að færri komast að en vilja. Þetta er líka staðan um allt land, þar sem 20% umsækjenda um verknám fá höfnun.

Miklu meiri aðsókn í Vök en reiknað var með
Um tvö hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Vök baths við Egilsstaði frá því að staðurinn opnaði fyrir tæpum þremur árum. Það er miklu meiri aðsókn en eigendur staðarins þorðu nokkurn tímann að vona. Bjórinn á staðnum er bruggaður upp úr jarðhitavatni svæðisins.

Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum
Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra.

„Þessir biðleikir eru ekki í þágu þjóðarinnar“
Um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa áhyggjur af samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Auka þurfi traust til sjávarútvegsins, en það verði ekki gert öðruvísi en með breytingum á regluverki.

Tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku
Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Danmörku eftir að hafa ráðist á annan íslenskan mann um helgina. Maðurinn liggur þungt haldinn á Háskólasjúkrahúsinu í Álaborg.

Um tíu manns bjargað úr Meradölum
Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Björgunarsveitir voru kallaðar út í dag vegna hópa fólks sem villtust við gosstöðvarnar, þrátt fyrir að lokað sé inn á svæðið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá gossvæðinu þar sem umfangsmikil leit hefur staðið yfir.

Vægasti skammtur melatóníns verði ekki lyfseðilsskyldur
Melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag verður ekki lengur flokkað sem lyf heldur fæðubótarefni samkvæmt svari Lyfjastofnunar við álitsbeiðni Matvælastofnunar (MAST). Melatónín í hærri styrk en það verður áfram flokkað sem lyf.

Nokkrir hópar taldir villtir við gosstöðvarnar
Búið er að kalla út nokkrar björgunarsveitir af suðvesturhorni vegna hópa fólks sem taldir eru vera villtir á svæðinu við gosstöðvarnar við Meradali. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er vitað um minnst tvo hópa sem eru týndir og er vitað af fleirum á svæðinu.

Hörður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum
Hörður Sigurjónsson, fyrrverandi lögreglumaður, var í síðustu viku sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum börnum og dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Hann hefur verið nefndur snapchatperrinn í fjölmiðlum enda nálgaðist hann börnin á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Vill að tilmæli verði gefin út um göngu barna að gosinu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins mælist til þess að yfirvöld gefi út sérstök tilmæli til foreldra að þeir taki fyrirmælum um að fara ekki með ung börn sín að eldgosinu í Meradal alvarlega.

Gul viðvörun á Suðurlandi vegna rigningar
Gul veðurviðvörun vegna talsverðrar eða mikillar rigningar er í gildi á Suðurlandi frá klukkan 15 í dag til hádegis á morgun.

Íslendingarnir hafi forðast sendinefnd Namibíu
Þeir Íslendingar sem sendinefnd namibískra stjórnvalda vildi ræða við hér á landi fyrr í sumar eru sagðir hafa forðast það með öllum ráðum að ræða við nefndina. Nefndin var send hingað til lands til þess að ræða framsal þriggja Íslendinga sem áttu hlut að meintum mútugreiðslum til áhrifamanna í sjávarútvegi í Namibíu.

Margfalt fleirum hafnað um nám í starfsnámi
Gögn frá Menntamálastofnun sýna að margfalt fleirum er hlutfallslega hafnað um skólavist í starfsnámi í framhaldsskóla en í bóknámi á Íslandi. Um þriðjungur umsækjenda í Tækniskólanum var hafnað í haust. Verzlunarskólinn er vinsælasti bóknámsskólinn, en hann er alveg sprunginn á plássi.

Flakkari á siglingu um hrauntjörnina
Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi.

Sjö sóttu um tvö dómaraembætti
Sjö umsækjendur sóttu um embætti veggja héraðsdómara, annars vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjaness og hins vegar með starfstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu
Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Eldgos, framhaldsskólar og húsnæðisverð verður meðal þess sem við fjöllum um í hádegisfréttum á Bylgjunni.

„Ömurlegt að fá svona kvikindi inn í sín híbýli“
Einhver gæti kallað það glæp gegn mannkyni en þjófahyski gerði sér lítið fyrir og braust inn í geymslu Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara og stálu myndavélum hans eins og þær lögðu sig.