Hraunið nánast komið út í enda Meradala Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2022 14:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, bíður spenntur eftir næstu hraunmælingu. Vísir/Arnar Lítið er að frétta af þróun eldgossins í Meradölum en ekki hefur verið hægt að fara í mælingarflug yfir svæðið frá því á fimmtudag vegna veðurs. Órói er nú stöðugur og hefur dregið úr skjálftavirkni. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að sjá neinar breytingar sem máli skipti þessa stundina. Lítið skyggni er nú á svæðinu. „Hraunið er að breiða úr sér í Meradölum og það virðist ná nánast út í enda. Þá kemst það ekki mikið lengra og myndar nýja tungu. Svo það er svona hægt og bítandi að byggjast upp og skýrist bara næst þegar hægt er að mæla. Þá fáum við betri tölur, sjáum þróunina í þessu og þá er auðveldara að spá fyrir um í hvað stefnir. Eins og er þá er þetta bara svona við það sama,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Ekki byrjað að renna út úr Meradölum Þrátt fyrir að hraunið sé búið að breiða úr sér eigi það dálítið í land áður en það rennur út úr Meradölum og þarf að hlaðast töluvert upp áður en að því kemur. Á sama tíma hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. „Þetta er allt að verða býsna stöðugt, eins og var í síðasta gosi. Það virðist vera að aflögun sé mikið til hætt og það er bara kvikan að koma upp eins og algengt er í eldgosunum.“ Slæmt skyggni hefur verið á svæðinu síðustu daga.Vísir/Vilhelm Magnús Tumi bætir við að reynt verði að fljúga yfir svæðið um leið og skyggni leyfi til að taka loftmyndir, gera ný kort, reikna breytinguna frá því á fimmtudag og sjá hvert meðalhraunflæðið hefur verið á síðustu dögum. Fyrsta flugmæling sýndi að meðalhraunflæði gossins fyrstu þrjá klukkutímana eftir að það hófst var 32 rúmmetrar á sekúndu. Þegar önnur mæling var tekin á fimmtudag var hraunflæði komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Þessar fregnir komu fáum jarðvísindamönnum á óvart í ljósi þess að flest eldgos eru öflugust í upphafi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. 8. ágúst 2022 20:50 Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að sjá neinar breytingar sem máli skipti þessa stundina. Lítið skyggni er nú á svæðinu. „Hraunið er að breiða úr sér í Meradölum og það virðist ná nánast út í enda. Þá kemst það ekki mikið lengra og myndar nýja tungu. Svo það er svona hægt og bítandi að byggjast upp og skýrist bara næst þegar hægt er að mæla. Þá fáum við betri tölur, sjáum þróunina í þessu og þá er auðveldara að spá fyrir um í hvað stefnir. Eins og er þá er þetta bara svona við það sama,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Ekki byrjað að renna út úr Meradölum Þrátt fyrir að hraunið sé búið að breiða úr sér eigi það dálítið í land áður en það rennur út úr Meradölum og þarf að hlaðast töluvert upp áður en að því kemur. Á sama tíma hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. „Þetta er allt að verða býsna stöðugt, eins og var í síðasta gosi. Það virðist vera að aflögun sé mikið til hætt og það er bara kvikan að koma upp eins og algengt er í eldgosunum.“ Slæmt skyggni hefur verið á svæðinu síðustu daga.Vísir/Vilhelm Magnús Tumi bætir við að reynt verði að fljúga yfir svæðið um leið og skyggni leyfi til að taka loftmyndir, gera ný kort, reikna breytinguna frá því á fimmtudag og sjá hvert meðalhraunflæðið hefur verið á síðustu dögum. Fyrsta flugmæling sýndi að meðalhraunflæði gossins fyrstu þrjá klukkutímana eftir að það hófst var 32 rúmmetrar á sekúndu. Þegar önnur mæling var tekin á fimmtudag var hraunflæði komið niður í átján rúmmetra á sekúndu. Þessar fregnir komu fáum jarðvísindamönnum á óvart í ljósi þess að flest eldgos eru öflugust í upphafi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. 8. ágúst 2022 20:50 Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42 Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Gígar farnir að byggjast upp í Meradölum Við upphaf eldgossins í Meradölum opnaðist ein löng sprunga sem hraun vall upp úr. Nú virðist sem sprungan sé farin að skiljast að og gígar farnir að byggjast upp líkt og í eldgosinu í fyrra. Sérfræðingur segir gosið svipað því sem var í Geldingadölum í fyrra. 8. ágúst 2022 20:50
Hraunflæði virðist stöðugt Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði. 5. ágúst 2022 06:42
Þróun eldgossins komi ekki á óvart Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. 4. ágúst 2022 18:33