Fleiri fréttir

Sig­mundur Davíð ekki á fundi með sænskum þjóð­erni­söfga­mönnum

Stundin sló því upp í vikunni að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra landsins, verði meðal ræðumanna á ráðstefnu í félagsskap gyðingahatara, nýnasista og annarra miður þokkaðra á ráðstefnu sem til stendur að halda í Svíþjóð.

Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar.

Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum

Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 

Svona er göngu­leiðin að gosinu

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Þúsundir höfðu lagt leið sína að eldgosinu í Meradölum fyrir miðnætti í nótt. Flytja þurfti þrjá af svæðinu vegna meiðsla og lögregla segir marga hafa verið illa búna. Fjallað verður um eldgosið í Meradölum í hádegisfréttum.

Fá að skjóta á Álfs­nesi á ný

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra.

Hraun­flæði virðist stöðugt

Engar breytingar hafa orðið á hraunflæði í gosinu í Meradölum síðan í gær að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Þegar hraunflæði var mælt í gær hafði það minnkað um nær helming frá fyrstu mælingu í fyrradag. Til stendur að fljúga yfir gosstöðvarnar á ný í dag og mæla flæði.

Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags

Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. 

Sóley Embla er íbúi númer ellefu þúsund í Árborg

11 þúsundasti íbúi Sveitarfélagsins Árborgar var heiðraður nú síðdegis en það var lítil stúlka, sem fæddist 21. júní og hefur hún verið nefnd Sóley Embla. Foreldrar hennar eru Sindri Freyr Ágústsson úr Þorlákshöfn og Helena Guðmundsdóttir frá Selfossi en fjölskyldan býr á Selfossi.

Ekki þægi­legt að vera fluttur slasaður niður grófa vegina

Stríður straumur hefur verið að gosstöðvunum í dag og gær þrátt fyrir að viðbragðsaðilar hafi varað fólk við því að gera sér ferð á staðinn. Björgunarsveitarfólk hefur líkt og í síðasta gosi reynt að huga að öryggi ferðalanga en eitthvað hefur verið um slys á fólki frá því í gær.

Þróun eld­gossins komi ekki á ó­vart

Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ekkert lát er á eldgosinu í Meradölum. Þrátt fyrir að sprungan hafi minnkað hefur ekki dregið úr kraftinum. Við verðum í beinni útsendingu frá gosstöðvum og sýnum frá sjónarspilinu við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“

Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni.

Veitingamenn á Suðurnesjum hugsa sér gott til glóðarinnar

Jóhann Issi Hallgrímsson veitingamaður er nú að skoða hvort ekki megi koma upp veitingavagni á gosslóð til að þjónusta þær þúsundir sem ekki hlýða Víði og vilja skoða gosið. En skortur á starfsfólki setur strik í reikninginn.

Ís­land sé leiðandi afl í raf­rænni auð­kenningu

Ísland lenti í fjórða sæti þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu en könnun á þessu er framkvæmd árlega. Malta lenti í fyrsta sæti en könnunin er framkvæmd meðal aðildarríkja Evrópusambandsins ásamt Íslandi, Albaníu, Noregi, Sviss, Svartfjallalandi, Norður Makedóníu og Tyrklandi.

Kraftur gossins sé sá sami en á minna svæði

Nýjustu tölur hraunrennslis vegna eldgossins í Meradölum eru ekki komnar til Veðurstofunnar en þær fást eftir mælingar vísindaflugsins í hádeginu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir sprunguna hafa minnkað en kraftinn vera þann sama á minna svæði.

Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir

Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu.

At­vinnu­­leysi jókst um 0,5 prósent milli mánaða

Atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig á milli maí og júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands en atvinnuleysi mældist fjögur prósent í júní. Hlutfall starfandi einstaklinga lækkaði um 1,4 prósentustig.

„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“

Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Meradali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús.

Tveir slösuðust við eldgosið í nótt

Tveir ferðamenn slösuðust við eldgosið í Meradölum í nótt og þurfti aðstoð Landhelgisgæslunnar við að flytja annan þeirra á sjúkrahús. Lögregla biðlar til þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu að taka fullt tillit til leiðbeininga viðbragsaðila.

„Ég varð að setjast niður og gráta“

Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum.

Ferða­menn flykktust að eld­gosinu

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir.

Bæjarstjóri segir ákvörðun kærunefndar ekki endanlega

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir ákvörðun kærunefndar útboðsmála um að stöðva samningagerð milli Garðabæjar og Fortis ehf um byggingu nýs leikskóla í Urriðaholti ekki endanlega. Ákvörðunin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 26. júlí síðastliðinn og málinu vísað til bæjarstjóra.

Tölu­vert dregið úr hraun­flæði frá því í gær

Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt.

Léttir að fá gosið

Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan.

Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað

Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum.

Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið

Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum.

Börn eiga ekki erindi að eldstöðvunum

Börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Bæði vegna gasmengunar og erfiðrar gönguleiðar. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, en börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari gagnvart gasmengun.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.